Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. desember 2010 Prenta

Við ysta haf- ljósmyndabók Hrafns Jökulssonar.

Kápa bókarinnar,Við ysta haf eftir  Hrafn Jökulsson.
Kápa bókarinnar,Við ysta haf eftir Hrafn Jökulsson.
Á morgun föstudaginn 17. desember kemur út ljósmyndabókin "Við ysta haf -- Mannlíf og náttúra í Árneshreppi á Ströndum" sem hefur að geyma myndir Hrafns Jökulssonar. Bókin verður kynnt á Hressó, Austurstræti, klukkan 17 á föstudaginn og eru allir velkomnir þangað.
Í bókinni er að finna myndir sem Hrafn hefur tekið í Árneshreppi á síðustu árum, bæði af heimamönnum í leik og starfi, dýralífi og náttúru.
Þetta er fyrsta ljósmyndabók Hrafns, en hann hélt sýningu í Kaffi Norðurfirði sumarið 2008, og árið 2007 gaf hann út bókina "Þar sem vegurinn endar" sem fjallar um Árneshrepp að fornu og nýju.
Hægt er að panta bókina, sem kostar 5000 krónur, hjá Hrafni í hrafnjokuls@hotmail.com eða í síma 6950205.

Athugasemdir

Atburðir

« 2019 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Teikning af nýju kaffihúsi á Norðurfirði.
  • Við Árnesstapa 15-03-2005.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
Vefumsjón