Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. júlí 2017 Prenta

Vikan 3- 10 júlí 2017, hjá Lögreglunni á Vestfjörðum.

63. voru kærðir fyrir of hraðan akstur
63. voru kærðir fyrir of hraðan akstur

Eldur varð laus í spennimannvirki Orkubús Vestfjarða í Skötufirði seint að kveldi 7. júlí. Lögregla og slökkvilið fór á vettvang og einnig starfsmenn Orkubúsins. Tildrög þessa eru til rannsóknar.

Lögreglu bárust alls 9 tilkynningar í vikunni um að ekið hafi verið á búfé á vegum í umdæminu. Flestar tilkynningarnar vörðuðu atvik í Ísafjarðardjúpi.

Aðfaranótt 4. júlí barst lögreglu tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í húsnæði Grunnskólans á Ísafirði, við Austurveg. Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að búið var að brjótast þar inn og hafði lögreglan upp á öðrum þeirra sem það gerði. Hinn kom í leitirnar skömmu síðar. Játning liggur fyrir hjá þessum tveimur aðilum að hafa brotist inn í byggingu skólans og valdið einhverju tjóni þar. Aðilarnir voru ölvaðir.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í göngunum milli Bolungarvíkur og Hnífsdals um miðjan dag þann 3 . júlí. Krani vörubifreiðar, sem ekið var inn í göngin frá Bolungarvík, rakst upp í hæðarslá. Hæðarsláin féll niður og á fólksbifreið sem þarna var á ferð einnig. Engin slys urðu á vegfarendum en töluvert tjón á fólksbifreiðinni og umferðarmannvirkjum í göngunum.

Kl.15:00 föstudaginn 7. júlí barst tilkynning í gegnum Neyðarlínuna um umferðarslys í göngunum undir Botnsheiði (leiðin til og frá Súgandafirði). Lögregla, slökkvilið og sjúkraflutningamenn, auk læknis, fóru á vettvang, enda var tilkynnt um harðan árekstur og að fimm aðilar væru slasaðir. Bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum rákust saman. Þess skal getið að á þessum stað eru göngin einbreið með útskotum öðru megin.  Ökumenn og farþegar voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði. Enginn þó með lífshættulega áverka. Tveir þessara aðila voru þó fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur til frekari aðhlynningar. Málið er til rannsóknar.

63 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Flestir voru þeir stöðvaðir á Djúpvegi og í Strandasýslu.

Einn ökumaður var kærður í vikunni, grunaður um ölvun við akstur. Höfð voru afskipti af þeim aðila í Bolungarvík að morgni 5. júlí.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
  • Byrjað er að setja loftdósir og rafmagnsrör.23-01-2009.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
Vefumsjón