Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. febrúar 2017 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 23. til 30. Janúar 2017.

Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Hólmavíkur.
Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Hólmavíkur.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku í Bolungarvík og var það minniháttar. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni tveir í nágrenni Hólamavíkur og tveir við Ísafjörð.

Einn aðili á Ísafirði var grunaður um meðferð fíkniefna í vikunni. Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um að aka undir áhrifum fíkniefna Þorrablót voru haldin víða í umdæminu um liðna helgi og fóru vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.

Tilkynnt var til lögreglu um skemmdarverk á sumarbústað í Valþjófsdal í Önundarfirði, það mál er í rannsókn. Þá var tilkynnt til lögreglu um minniháttar skemmdarverk á tveim bílum á Ísafirði.

Lögregla vill koma því á framfæri ökumanna/umráðamanna að þeir hugi að því þegar farið er af stað á morgnana, að hreinsa vel af rúðum ökutækja sinna, þannig að snjór hindri ekki útsýni. Borið hefur á því að menn trassi þetta. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-2007.
  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
  • Árnesstapar-Reyjkjaneshyrna í bakýn. 20-01-2017.
  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
Vefumsjón