Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. apríl 2017 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 27. mars til 3. apríl 2017.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur,allir í Strandasýslu.
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur,allir í Strandasýslu.

Einn ökumaður var kærður í vikunni fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Sá var í akstri á Patreksfirði um miðjan dag þann 29. mars.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Þeir voru allir í akstri í Strandasýslu.

Númeraplötur voru teknar af einu ökutæki á Ísafirði. En vanrækt hafði verið að færa það til reglulegrar skoðunar.

Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að nota farsíma meðan á akstri stóð, án þess að nota handfrjálsan búnað. Einn þessara ökumanna var ekki með öryggisbelti spennt. Þá voru aðrir tveir ökumenn kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti. Þessir ökumenn voru í akstri á Ísafirði, Bolungarvík og í Súðavík.

Lögreglan mun áfram gefa þessum öryggisþáttum sérstakan gaum. Ástæða er til að hvetja ökumenn til að einbeita sér að akstrinum og ef nota þarf farsíma meðan á akstri stendur, nota þá handfrjálsan búnað. Þá eru ökumenn og ekki síður farþegar hvattir til að nota öryggisbeltin eins og lög kveða á um. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur í Bæ 27-01-2006.
  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Séð að Felli 15-03-2005.
Vefumsjón