Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. desember 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 30. nov til 7. des 2009.

Gabb var um eld á Café Riis á Hólmavík um síðustu helgi.
Gabb var um eld á Café Riis á Hólmavík um síðustu helgi.

Í vikunni sem var að líða urðu þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum

Þriðjudaginn 1 des. var minniháttar umferðaróhapp á Vestfjarðarvegi í Tungudal, þar fór bíll útaf veginum, minniháttar skemmdir og engin slys á fólki.

Miðvikudaginn 2 des. urðu tvö óhöpp, fyrr óhappið varð á Hnífsdalsvegi, þar hafnaði bifreið á ljósastaur, talsvert eignartjón og ekki slys á fólki.

Þann sama dag varð árekstur á Þuríðarbraut í Bolungarvík.  Þar skullu saman tvær bifreiðar og var um talsvert eignartjón að ræða.  Bifreiðarnar óökuhæfar eftir og ökumenn kenndu sér eymsla og fóru sjálfir á heilsugæsluna til skoðunar.  Öll þessi óhöpp má rekja til akstursskilyrða sem voru slæm og voru akstursskilyrði víða í umdæminu slæm þessa viku.

Einn ökumaður var tekinn fyrir of hraðann akstur innanbæjar á Ísafirði á Skutulsfjarðarbraut.  Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna ljósabúnaðar.  Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur.

Aðfaranótt sunnudags 6 des. var tilkynnt um eld í veitingahúsinu Café Riis á Hólmavík, slökkvilið og lögregla kölluð á staðinn.  Reyndist útkallið vera gabb, sem betur fer enginn eldur.

2 des. féll snjóflóð á Hnífsdalsveg og lokaði honum að hluta.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Áfram er steypt.06-09-08.
Vefumsjón