Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. apríl 2014 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum,16.-22.apríl 2014.

Fíkniefnaleitarhundurinn Tindur stóð sig með stakri prýði um liðna helgi.
Fíkniefnaleitarhundurinn Tindur stóð sig með stakri prýði um liðna helgi.

Mikill fjöldi fólks sótti Ísafjörð og nágrenni heim um páskana eins og fyrri ár. Ætla má að gestafjöldinn hafi verið á bilinu 2000 til 3000 manns. Margir viðburðir voru á norðanverðum Vestfjörðum og má þar m.a. nefna ýmsa atburði í tengslum við hátíðina "Skíðavikan á Ísafirði" og eins rokkhátíðina "Aldrei fór ég suður". Lögreglan á Vestfjörðum lagði ríka áherslu á að tryggja öryggi ferðafólks og íbúana, í sem víðustum skilningi. Þetta var gert með því að efla löggæsluna þessa daga. Fleiri lögreglumenn voru á vakt en venjulega og fíkniefnaleitarhundurinn Tindur notaður óspart. Þá voru tveir lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu fengnir til aðstoðar þessa hátíðisdaga. Lögreglan hafði í nógu að snúast bæði við eftirlit og að sinna útköllum af ýmsu tagi. Þannig voru bókuð samtals 451 verkefni og í sumum þessum tilvika er um kærur að ræða. 

Frá miðvikudaginum 16. apríl sl. og fram til dagsins í dag hafði lögreglan afskipti af 55 ökumönnum sem óku yfir leyfilegum hámarkshraða.  Flestir þessir ökumenn voru á ferð í Ísafjarðardjúpi og í Strandasýslu.  Á sama tíma, um páskahátíðina árið 2013, voru alls 20 ökumenn ákærðir fyrir of hraðan akstur. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka undir áhrifum áfengis og þrír fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Engin umferðarslys urðu þessa daga hné teljandi óhöpp.

Alls komu til kasta lögreglu 6 fíkniefnamál þessa dagana og telur lögreglan að í tveimur þessara mála hafi tekist að stöðva fíkniefnadreifingu. Eins og fyrr segir aðstoðaði fíkniefnaleitarhundurinn Tindur lögreglumenn í þessum aðgerðum og stóð sig með stakri prýði. Í þessum málum lagði lögreglan hald á amfetamín, kannabisefni og Ecxtasy.

Engar líkamsárásarkærur liggja fyrir, en þó þurfti lögreglan að koma að því að leysa úr átökum í þrjú skipti þessa daga. Í einu slíku tilviki veittist maður í annarlegu ástandi á lögreglumann og veitti honum áverka, ekki alvarlega þó. Það mál er til rannsóknar.

Í tengslum við rannsókn fíkniefnamála sem áður er getið um og eins til að halda alsherjarfriði voru alls 15 einstaklingar handteknir og 12 þeirra vistaðir tímabundið í fangageymslum.

Þeir skipulögðu viðburðir sem áður er getið um, "Skíðavikan á Ísafirði" og rokkhátíðin "Aldrei fór ég suður" fóru vel fram.  Í örfáum tilvikum þurfti lögreglan að hafa afskipti af einstaklingum sem sóttu tónleikana. Rétt er þó að geta að mikill fjöldi var á tónleikasvæðinu þegar líða tók á bæði kvöldin sem þeir stóðu yfir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Úr sal.Gestir
  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
  • Börn Maddýar með skemtiatriði.
  • Árneskirkja sú yngri:20-06-2010.
  • Sælusker (Selsker)18-04-2008.
Vefumsjón