Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. apríl 2013 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 22.til 29.apríl 2013.

Tvö umferaðóhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferaðóhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferaðóhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, annað var á Ísafirði,minni háttar og síðara óhappið,bílvelta í Reykhólasveit. Í báðum þessum tilfellum var um minniháttar skemmdir að ræða og ekki slys á fólki.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur,annar á Djúpvegi og hinn á Ísafirði.

Þriðjudaginn 23. apríl rétt eftir hádegi fell mikil skriða á veginn um Kjálkafjörð,þjóðveg nr. 60,rétt innan við Litlanes á vegarkafla þar sem Vegagerðin er að endurnýjan veginn. Verktakinn,Suðurverk,var að snyrta svo kallaða skeringu, sem var nokkuð há og brött,ca. 130 m.,há,þegar mikið magn af jarðvegi skreið fram og yfir veginn. Um verulegt magn af jarðvegi var að ræða eða allt að 150 þús. rúmmetrar. Mjög fljótlega var farið í að hreinsa af veginum og tók þar verk um einn sólarhring og var vegurinn lokaður á meðan.

Lögreglan sá um flutning á kjörgögnum úr umdæminu á talningastað í Borgarnesi  og gekk það greiðlega fyrir sig.

Skemmtanahald í umdæminu um liðna helgi fór vel fram og án mikilla afskipta lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 23-09-2001.
  • Gengið forna götu yfir í Húsárdal.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
Vefumsjón