Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. september 2014 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 25. ágúst til 1. september 2014.

Frá slysstað í Reykjarfirði.
Frá slysstað í Reykjarfirði.

Fjórir ökumenn voru tekni fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í og við Ísafjarðarbæ. Þá voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. Minniháttar óhapp í Hestfirði s.l. sunnudag 24. ágúst,ekki slys á fólki. Mánudaginn 25.Bílvelta á Örlygshafnarvegi,ekki slys á fólki bifreiðin óökuhæf,flutt af vettvangi með krana. Þriðjudaginn 26. ágúst varð óhapp á Strandavegi í Djúpavík,þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt,fjórir voru í bílnum og sluppu án teljandi meiðsla,þeir voru skoðaðir af lækni á vettvangi. Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana. Þá var tilkynnt um bílveltu á þjóðvegi nr. 61,Djúpvegi við Ennisháls,einhverjar skemmdir á bifreiðinni,en hún ökuhæf.

Númer voru fjarlægð af 16 ökutækjum í vikunni, ýmist vegna vanrækslu á aðalskoðun eða vöntun á tryggingum. Þá voru nokkrir aðilar/umráðamenn ökutækja kærðir vegna lagninga.

Að gefnu tilefni vill lögregla koma á framfæri til ökumanna í umdæminu að gæta varúðar við leik og grunnskóla og taka tillit til ungra  vegfarenda sem þar eru á ferð. Þá er einnig vert að benda á breyttan útivistartíma barna og unglinga frá og með 1.sept.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Fullfrágengið í kringum glugga,SA hlið.18-12-2008.
  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
  • Borgarísjaki austan við Selsker 16-09-2001.
Vefumsjón