Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. september 2013 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 26. ágúst til 2. september 2013.

11 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku.
11 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku.

11 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku. 6 ökumenn voru kærðir í nágreni Hólmavíkur á Djúpvegi og 5 í og við Ísafjörð.

Eitt minniháttar óhapp var tilkynnt til lögreglu,litlar skemmdir og ekki slys á fólki.

Skráningarmerki voru tekin af nokkrum ökutækjum á Ísafirði og Patreksfirði vegna vanrækslu á aðalskoðun og einnig vegna þess að tryggingar voru fallnar úr gildi. Einn ökumaður var kærður vegna gruns um meinta ölvun við akstur.

Lögreglan vill beina því til ökumanna að núna eru margir ungir vegfarendur á ferð fyrr á morgnana en áður,þar sem skólar eru byrjaðir og brýnir fyrir vegfarendum að taka tillit til þeirra og aka ávallt sérstaklega varlega í nágrenni við leik og grunnskóla. Þá vill lögregla hvetja eldra reiðhjólafólk að vera fyrirmynd þeirra yngri og nota hjálma og áberandi vesti, þannig að ökumenn eigi auðveldara með að sjá þá sem eru á ferðinni á reiðhjólum.

Lögreglan á Vestfjörðum vill benda vegfarendum,sem leið eiga um Dynjandisheiði,á að vegurinn er með versta móti þessa dagana. Ökumenn lítilla fólksbifreiða eru sérstaklega hvattir til að gæta varúðar því margar stórar holur eru í veginum og brúarendar geta verið hættulegir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
  • Djúpavíkurverksmiðjan-11-09-2002.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:26-06-2010.
Vefumsjón