Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. nóvember 2013 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 4. Nóv. til 11. Nóv. 2013.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í og við Ísafjörð. Þá var tilkynnt um tvö umferðaróhöpp í vikunni. Bíll hafði fokið út af veginum við afleggjarann að Holti í Önundarfirði,litlar skemmdir og ekki slys á fólki. Tilkynnt var til lögreglu s.l. mánudag að ekið hafi verið utan í bíl, á tímabilinu frá föstudeginum 1. nóv.,til mánudagsins 4. nóv.,á bifreiðastæði við Smiðjugötu á Ísafirði. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um atvik þetta,eða vitni,vinsamlegast hafið samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 450-3730

Þrjár aðstoðarbeiðnir bárust  lögreglu vegna veðurs/foks í firradag sunnudag, ein á Ísafirði vegna foks á þaki af fjárhúsum við Efri – Tungu í Tungudal,Skutulsfirði, þar fauk hluti af þakinu og greiðlega gekk að fergja það sem fauk,þannig að það ylli ekki frekari tjóni, eigandi gerði ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekari fok. Þá voru vegfarendur í vanda á Hrafnseyrarheiði og við Hrafnseyri í Arnarfirði.  Björgunarsveit var kölluð út þeim til aðstoðar. Þá voru tveir ökumenn kærðir vegna grun um ölvum við akstur um liðna helgi. Skemmtanahald í umdæminu fór nokkuð vel fram um helgina og án teljandi afskipta lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 15-09-2007.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Oddviti Árneshrepps Oddný Þórðardóttir heldur ræðu til afmælisbarnsins Jóns G.G. og gesta.
Vefumsjón