Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. apríl 2019 Prenta

Vorveður.

Sjóveður hefur verið gott, gráð eða sjólítið.
Sjóveður hefur verið gott, gráð eða sjólítið.

Nú í dag er apríl hálfnaður og það sem af er mánuði er búið að vera mjög gott veður í heild. Fyrstu tvo dagana var snjókoma og frost, en þann þriðja fór að hlýna í veðri með suðlægum vindáttum en með næturfrosti. Hægar breytilegar vindáttir hafa verið og síðan suðaustlægar vindáttir og hlýnaði en frekar og næturfrostið úr sögunni. Léttskýað eða skýjað með köflum. Sjóveður hefur verið alveg sérstaklega gott frá sjöunda, ládautt, gráð eða sjólítið. Það sem af er mánuði hefur hiti farið mest í 13,0 stig. Og sem af er mánuði eru orðnir 10 dagar úrkomulausir. Samkvæmt framtíðar veðurspám Veðurstofu Íslands fer veður smám saman kólnandi um næstu helgi, ekki er nú farið að spá neinu páskahreti en sem komið er.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Sundlaugin Krossnesi og hafís 15-03-2005.
  • Lítið eftir.
  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
Vefumsjón