Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. desember 2011 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Nóvember.

Talsvert frost var síðustu daga mánaðar.
Talsvert frost var síðustu daga mánaðar.

Veðrið í Nóvember 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Mánuðurinn byrjaði með Norðaustan og Norðan hvelli fram til þriðja,með snjókomu eða éljum og síðan rigningu. Síðan voru mest suðlægar vindáttir fram til 22,og með nokkrum hlýindum miðað við árstíma. Síðan voru breytilegar vindáttir oftast hægur vindur en með nokkru frosti. Þann 28 snerist til Norðaustanáttar og síðan í Norðan hvassviðri og storm með snjókomu og frosti. Mánuðurinn endaði síðan austan hægviðri með frosti. Stormur var af suðri um kvöldið þann 7.og fram á morgun þann 8.Vindur náði þá meir en 12 vindstigum eða 40 m/s í kviðum. Úrkoman í mánuðinum var talsverð.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3:Norðaustan eða N stormur,hvassviðri,allhvass,en NNV gola um kvöldið þ.3 snjókoma eða él,síðan rigning og súld,hiti frá -3 stigum upp í +5 stig.

4:Vestlæg vindátt kul eða gola,súld og þokuloft,hiti +4 til +5 stig.

5-7:Suðvestan og Sunnan,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,skúrir,síðan rigning,hiti +1 til +6 stig.

8:Sunnan stormur,hvassviðri síðan gola um kvöldið,lítilsháttar skúrir,hiti +4 til +14 stig.

9-17:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,logn,andvari,kul,gola,stinningsgola,kaldi. Rauk upp í hvassviðri um tíma um kvöldið þann 10,rigning eða súld,þurrt þ.15,hiti +2 uppí +12 stig.

18-19:Norðaustan eða austlæg vindátt,stinningsgola síðan gola,þokuloft,þurrt þ.18,en súld þ.19 hiti frá + 3 stigum uppí +6 stig.

20-22:Sunnan eða SSV,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,lítilsháttar skúrir,þurrt þ.22,hiti frá +0 til +8 stig.

23:Norðaustan kaldi í fyrstu síðan stinningsgola,en SSV gola um kvöldið,rigning,slydda,hiti +1 til +4 stig.

24-27:Suðlægar vindáttir eða breytilegar,logn,andvari eða gola,él þ.27,annars þurrt,hiti frá +2 stigum niðri -5 stig.

28-29:Norðaustan eða Norðan hvassviðri eða stormur,snjókoma,hiti frá +2 stigum niðri -5 stiga frost.

30:Austlæg vindátt,stinningsgola síðan gola,smá él um morguninn,frost -4 til -6 stig.

Úrkoman mældist 100,7 mm. (í nóvember 2010:68,8 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist 12,4 stig þann 15.

Mest frost mældist -5,5 stig þann 30.

Alhvít jörð var í 4 daga.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð því í 25 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 29 og 30 = 5 cm.

Meðalhiti við jörð var +0,21 stig.(í nóvember 2010:-1,91 stig.)

Sjóveður:Mjög slæmt eða ekkert sjóveður 1-2 og 3 og einnig 28-29 og 30.Annars sæmilegt eða ágætt sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
  • Oddný Þórðardóttir,oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.Oddviti Árneshrepps frá 2006 til 2014.
  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Ástbjörn smiður á einni hækju.08-11-08.
Vefumsjón