Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. nóvember 2009 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Október 2009.

Snjódýptin mældist mest þann 5 okt:11 cm.
Snjódýptin mældist mest þann 5 okt:11 cm.
1 af 2
Veðrið í Október 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var frekar umhleypingasamur og vindasamur í heild.Fremur svalt fyrstu 8 daga mánaðar síðan hlýrra fram yfir miðjan mánuð.Síðan kólnaði aftur um 18,með rigningu og slyddu eða snjókomu,aftur nokkuð hlýrra síðust daga mánaðar.

Þrjú hret gerði í mánuðinum.

Austan hvassviðri var um tíma þ.2 og Austan hvassviðri eða stormur þ.9 og fram á10 með stormkviðum.

Suðvestan hvassviðri og stormur með stormkviðum hluta úr dögunum 14,15 og 16.

Ekki er vitað um alvarleg tjón í þessum hvassviðrum.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-3:Austan stinningsgola þ.1 og þurrt í veðri,en allhvöss ANA eða NA og hvassviðri um tíma með rigningu og slyddu eða éljum þ.2 og 3,hiti 0  til 5stig.

4-5:Breytilegar vindáttir kul eða gola,snjóél,hiti frá +2 stigum niðri -3 stig.

6-7:Austnorðaustan eða NA stinningsgola eða kaldi,þurrt,hiti frá +5 stigum niðri -2 stig.

8:Austsuðaustan gola,slydduél,hiti frá -2 stigum uppi +3 stig.

9-11:Austan eða ANA kaldi í fyrstu síðan hvassviðri eða stormur fram á 10,síðan stinningsgola,slydda síðan rigning,hiti 2 til 6 stig.

12:Breytileg vindátt,andvari,rigningarvottur,hiti 0 til 6 stig.

13-16:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,stinningsgola en hvassviðri eða stormur hluta úr dögunum14,15 og 16,rigning eða skúrir,hiti +6 til +13 stig.

17:Vestan kul,rigning,hiti 3 til 8 stig.

18-25:Norðan eða NA stinningsgola eða kaldi enn allhvasst 22 og 23.Þurrt í veðri dagana 19 og 20,annars rigning slydda eða snjókoma og síðan él,hiti frá -1 til 6 stig.

26-27:Breytileg vindátt logn,andvari eða gola,skúrir,rigning eða súld,hiti 1 til 5 stig.

28:Austan allhvass síðan gola,þurrt,hiti 4 til 7 stig.

29: Logn eða breytileg vindátt með kuli,rigning,hiti 3 til 7 stig.

30 Austlæg vindátt,stinningsgola,rigning og súld,hiti 4 til 10 stig.

31:Suðvestan kul síðan allhvass um tíma og kaldi um kvöldið,skúrir,hiti 5 til 9 stig.

 

Úrkoman mældist 94,5 mm.(í október 2008 110,9 mm).

Þurrir dagar voru í 7 daga.

Mestur hiti mældist þann 16. +12,7 stig.

Mest frost mældist þann 5.-3,0 stig.

Alhvít jörð var í 4 daga.

Flekkótt jörð var í 6 daga.

Auð jörð var því í 21 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 5 og var þá 11 cm.

Meðalhiti við jörð var +1,09 stig. (í október 2008 -0,48 stig).

Sjóveður:Var nokkuð rysjótt enn nokkrir góðir dagar inná milli.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Úr sal.Gestir.
  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
  • Sperrur hífðar 29-10-08.
Vefumsjón