Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. desember 2023

Sparisjóðurinn býður upp á listsýningu í nýju dagatali.

Listræna Dagatalið.
Listræna Dagatalið.

Fréttatilkynning.

Í lok hvers árs gefa sparisjóðirnir út dagatal og er óhætt að segja að dagatal ársins 2024 bjóði upp á listsýningu í máli og myndum. Hugmyndin á bak við dagatalið er að kynna ungt og efnilegt listafólk sem býr á landsbyggðinni. Hver einstaklingur fær einn mánuð í dagatalinu, þar sem hann kynnir sig og sína list. Auk þess gefst listafólkinu kostur á að nýta útibú sparisjóðanna fyrir listsýningar eða aðra listtengda viðburði.

Ráðgjöf varðandi dagatalið veitti Arna Guðný Valsdóttir, myndlistarmaður og kennari við listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri.

Þetta er eitt af fjölmörgum verkefnum á sviði lista og menningar sem sparisjóðirnir styrkja í nærumhverfi sínu en hlutverk sparisjóðanna er að standa vörð um hagsmuni landsmanna, styrkja innviði samfélagsins og styðja við félags- og atvinnulíf í heimabyggð.

„Okkur langaði að gera ungu og efnilegu listafólki sem starfar


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. desember 2023

Gjögurviti Fallinn.

Gjögurviti fallinn.
Gjögurviti fallinn.
1 af 3

Gjögurviti hefur fallið seinnipartinn í gær í suðvestan hvassviðrinu sem var þá. Starfsmenn flugvallarins á Gjögurflugvelli sáu þegar þeir komu til vinnu í morgun að vitinn var fallinn.

Rafvirkjar hjá Vegagerðinni sem sjá um ljósabúnað vitans og koma einu sinni til tvisvar á ári hafa oft tekið myndir af járnagrind vitans, því grindin er mjög riðguð og sumstaðar alveg við að vera riðbrunnin í sundur og hafa látið yfirmenn sína vita og sýnt þeim myndir, enn ekkert gert í málunum.

Jón Guðbjörn Guðjónsson vitavörður vitans, nú eftirlitsmaður hans, var útá Gjögurflugvelli um eitt leytið í dag að taka á móti pósti úr flugvél og tók myndir af járnaruslinu,


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. desember 2023

Styrkir til verslana í dreifbýli.

Frá Opnun Verslunarfélags Árneshrepps.
Frá Opnun Verslunarfélags Árneshrepps.

Hæsta styrkinn fékk Verslunarfélag Árneshrepps.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um styrki til verslana í dreifbýli. Styrkirnir eru veittir á grundvelli aðgerðar A.9 Verslun í dreifbýli í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Úthlutað er fimmtán milljónum króna til sjö verslana.

Markmiðið með aðgerðinni er að styðja við rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Samtals bárust ellefu gildar umsóknir.

Verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni eru: 

Verzlunarfjelag Árneshrepps 3 milljónir kr. Kríuveitingar, verslun í Grímsey 2,5 milljónir kr. Verslunar og pöntunarþjónusta á Bakkafirði 2 milljónir kr. Búðin, Borgarfirði eystri 2 milljónir kr. Hríseyjarbúðin 2 milljónir kr.  Verslunarfélag Drangsness 2 milljónir kr. Verslun á Reykhólum 1,5 milljónir kr. Allir styrkirnir


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. desember 2023

Veðrið í Nóvember 2023.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist  35,9 mm.  (í nóvember 2022:57,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 21: +10,8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 23: -5,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var + 2,1 stig. (í nóvember 2022: +4,0 stig.)

Meðalhiti við jörð var -1,87 stig. (í nóvember 2022: -0,79 stig.)


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. nóvember 2023

Góður hiti í dag.

Veðurstöðin í Litlu-Ávík.
Veðurstöðin í Litlu-Ávík.

Það verður að segjast að hafi verið góður hiti í dag á annesjum í dag á spásvæðinu Strandir og Norðurlandi Vestra.

Hitinn fór hæst í 10,8 stig á Sauðanesvita og næstmestur hiti var í Litlu-Ávík 10,1 stig.

Það verður


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. nóvember 2023

Gamli vinnustaðurinn minn í Grindavík.

Hraðfrystihús Þórkötlustaða,fiskmóttakan,bragginn og netaverkstæðið.
Hraðfrystihús Þórkötlustaða,fiskmóttakan,bragginn og netaverkstæðið.
1 af 2

Ég virðist ekki eiga margar myndir af mínum gamla vinnustað í Grindavík til sjö ára, enn það var Hraðfrystihús Þórkötlustaða í Þórkötlustaðahverfi, sem austarlega í bænum. Á þessum vinnustað leið mér alltaf vel, góðir yfirmenn og þar var sveitastráknum tekið vel. Enn þetta fyrirtæki er löngu komið á hausinn.

Á myndinni er frystihúsið


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. nóvember 2023

Vegagerðin ætti að skammast sín. GRINDAVÍK MUN STANDA.

VEGAGERÐIN MÁLAÐI YFIR VEGVÍSI TIL GRINAVÍKUR.Þetta fór ílla í Grindvíkinga. MYND MBL.IS.
VEGAGERÐIN MÁLAÐI YFIR VEGVÍSI TIL GRINAVÍKUR.Þetta fór ílla í Grindvíkinga. MYND MBL.IS.

Þetta er ljótt af Vegagerðinni að strika yfir nafn Grindavíkur á vegskilti við gatnamót Reykjarnesbrautar og Grindavíkurvegar í gær. Þetta er framkoma sem á ekki að eiga sér til staðar af opinberri stofnun.

Ég bjó í Grindavík í tæp átta ár, á árum áður og hefði sko orðið brjálaður að sjá þetta og hefði gert það sama og þessi vissi björgunarsveitar maður gerði að afmá þetta af skiltinu. Hann á hrós fyrir. Vers af öllu er að vinur minn G


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. nóvember 2023

Veðrið í Október 2023.

Allhvít jörð á láglendi var aðeins í einn sólarhring.
Allhvít jörð á láglendi var aðeins í einn sólarhring.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 76.0. mm. (í október 2022: 127,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 19: +12,0 stig.

Mest frost mældist þann 14: -4,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var + 4,0 stig. (í október 2022:+4,1 stig.)

Meðalhiti við jörð var +0,76 stig. (í október 2022:+0,47 stig.)

Alhvít jörð var í 1 dag.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 28 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 14: 8.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. október 2023

Veðrið í September 2023.

Alhvítt var í Örkinni 634 M að morgni 21.
Alhvítt var í Örkinni 634 M að morgni 21.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 103,4 mm.(í september 2022: 45,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 2: +15,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 22: +1,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var 7,7 stig. (í september  2022: +7,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var +3,90 stig. (í september 2022: +2,72 stig.)

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. september 2023

Veðrið í Ágúst 2023.

Kambur að sunnanverðu.
Kambur að sunnanverðu.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 42,6 mm.(í ágúst 2022: 74,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 25: +20,9 stig.

Minnstur hiti mældist þann: 13 +1,7 stig.

Meðalhiti mánaðarins var+9,1 stig. (í ágúst 2022: 8,8 stig.)

Meðalhiti við jörð var +4,63 stig. (í ágúst 2022: 4,62 stig.)

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
  • Togari á vesturleið í hafís.
  • Borgarísjaki Vestur af Sæluskeri. 27-08-2018.
  • Úr sal.
Vefumsjón