Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. desember 2017

Gleðileg Jól.

Gleðilega jólahátíð kæru lesendur.
Gleðilega jólahátíð kæru lesendur.

Fæðingarhátíð Jesú Krísts, jólin, eru haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, og nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl. 18.00. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin. Góðir lesendur nær og fjær. Megi


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2017

Pottþétt hvít jól á Ströndum.

Nú þegar er orðið alhvítt og snjókoma.
Nú þegar er orðið alhvítt og snjókoma.

Nú er það orðið pottþétt að verði hvít jól hér á Ströndum. Eftir alla þessu leiðinlegu suðvestanátt er nú komin norðaustanátt, og verða norðlægar vindáttir um jól og langt fram í næstu viku, á milli jóla og áramóta. Það gæti bara snjóað talsvert nú um jólin hér í Árneshreppi. Veðurathugunarmenn fá nóg að gera í að mæla snjódýpt og bræða úrkomu sem fellur í föstu formi í frostinu. Enda hefur ekki verið mikið um að það hafi þurft í haust og sem af er vetri, nema að fylgjast með veðurmælum og lesa af hitamælum fyrir hverja veðurathugun. En veðurspáin er svona frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag Þorláksmessa og á morgun aðfangadag jóla: Norðaustan 13-18


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2017

Rok og ofsaveður.

Sjó skefur mikið í svona aflandsvindi.
Sjó skefur mikið í svona aflandsvindi.

Það er búin að vera suðvestlæg vindátt nú síðustu daga oft hvöss hér í Litlu-Ávík, enn aldrei eins og í gærkvöldi frá því um ellefu leitið (23:00) og fram yfir miðnættið nú fram til að verða tvö í nótt. Vindur var suðsuðvestan 44 hnútar til 48 og kviður upp í 74 hnúta, það er vindur í jafnavind frá stormstyrk og í kviðum uppí 38 m/s eða langt yfir gömlu 12 vindstigin. Veðurathugunarmaður hafði samband við vakthafandi veðurfræðing sem gerði nú ekki mikið úr þessu í fyrstu, en bætti síðan við í athugasemd veðurfræðings, að stormur gæti orðið á Ströndum um tíma. Veðurathugunarmanni


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. desember 2017

Fjör í fjárhúsum bænda.

Þá er þessi búin að fá það.
Þá er þessi búin að fá það.
1 af 2

Nú er fengitíminn byrjaður hjá bændum, en svo kallast sá tími þegar bændur hleypa hrútum í fé sitt. Eitthvað er misjafnt hvenær bændur byrjuðu að hleypa til hér í Árneshreppi, en svona yfirleitt rétt fyrir tuttugusta desember. Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík byrjaði þann tuttugasta desember, og gekk þá bara talsvert. Miðað við að rollur hafi fengið tuttugusta þá ættu þær rollur að vera á tali um níunda maí í vor, auðvitað hefur fé eitthvað yfir. Ljósmyndari litlahjalla fór í fjárhúsin hjá Sigursteini og reyndi að ná einhverjum myndum af fjörinu. Náði mynd af hrút uppá rollu, og ef vel er skoðað sést pungur og tippi, hvort


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. desember 2017

Vetrarsólstöður í dag.

Eftir daginn í dag lengist sólargangur í um 11 sekendur, og við sjáum hana skína aftur á Drangajökul.
Eftir daginn í dag lengist sólargangur í um 11 sekendur, og við sjáum hana skína aftur á Drangajökul.

Vetrarsólstöður. Sólstöður eða sólhvörf er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, sumarsólstöður á tímabilinu 20- 22 júní, þegar sólargangurinn er lengstur, og vetrarsólstöður 20 – 23 desember, þegar hann er stystur. Breytileiki dagsetningar stafar fyrst og fremst af hlaupársdögum. Nafnið


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. desember 2017

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða fyrir árið 2018.

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur nú lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2018. Samtals eru um 65 milljónir til úthlutunar til margvíslegra verkefna og uppbyggingar á Vestfjörðum, en hluta þeirrar upphæðar hefur þegar verið ráðstafað í styrkjum sem eru ákveðnir til tveggja eða þriggja ára.

Mörg verkefni sem fá framlög eru sérstaklega áhugaverð og umsóknir voru fjölbreyttar. Fjórðungssamband Vestfirðinga óskar styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum. Fjármagn Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða er hluti af samningi Fjórðungssambands Vestfirðinga við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019.

 

Alls bárust 99 gildar umsóknir og var ákveðið að veita 60 styrkvilyrði. Alls var úthlutað 50,8 milljónum króna. Framlögin skiptast í 56 verkefnastyrki og 4 stofn- og rekstrarstyrki


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. desember 2017

Farfuglaheimilið í Borgarnesi hlýtur Svansvottun.

Talið frá vinstri: Eva Hlín Alfreðsdóttir, móttökustjóri Farfuglaheimilisins í Borgarnesi, Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfistofnunar og Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur frá Umhverfisstofnun.
Talið frá vinstri: Eva Hlín Alfreðsdóttir, móttökustjóri Farfuglaheimilisins í Borgarnesi, Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfistofnunar og Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur frá Umhverfisstofnun.
1 af 2

Fréttatylkinning:

Farfuglaheimilið í Borgarnesi hefur fengið vottun Norrænu Umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Svanurinn var afhentur í Borgarnesi af Kristínu Lindu Árnadóttur, forstjóra Umhverfisstofnunur og Birgittu Stefánsdóttur sérfræðings á sviði sjálfbærni við stofnunina.

Farfuglaheimilið í Borgarnesi hefur á þessu ári undirgengist viðamiklar endurbætur og er nú eini gististaðurinn á Vesturlandi með Svansvottun og fyrsta Farfuglaheimilið utan Reykjavíkur til að uppfylla vottunarkröfur Norræna Umhverfismerkisins. Í dag eru átta gististaðir á landinu með Svansvottun.

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Svanurinn er eitt af 10 þekktustu umhverfismerkjum heims og er tilgangur þess m.a. er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins til framtíðar. Strangar kröfur Svansins tryggja að Farfuglaheimilið í Borgarnesi er í fremstu röð varðandi lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa frá starfseminni og vinnur nú markvisst að lágmörkun orku-, efna- og vatnsnotkunar, kaupir inn vistvænar vörur, auk þess sem allur úrgangur er flokkaður og endurunnin.

 „Við erum afar stolt af árangrinum okkar í Borgarnesi.“ segir Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. desember 2017

Líkur á hvítum jólum.

Það gætu orðið hvít jól eins og í fyrra.
Það gætu orðið hvít jól eins og í fyrra.

Eftir suðvestan hvassviðrið með stormkviðum í gær er nú komin hæg vestlæg vindátt með hita um frostmark, en frosið við jörð. Nú eftir framtíðarveðurspá er að sjá að það gætu orðið hvít jól hér á Ströndum norður. En heldur er að draga úr þessari snjókomuspá sem var í gær, spáin hlóðar meira upp á él á laugardag og sunnudag. En svona er veðurspáin frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun:

Suðvestan 13-18 m/s og él. Nokkuð þéttur éljagangur og


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. desember 2017

Flug tókst á Gjögur.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.

Þrátt fyrir hvassviðrið í dag tókst flugfélaginu Ernum að fljúga á Gjögur í dag. Þetta er þá næstsíðasta flug fyrir jól. Talsvert af vörum komu í verslunina á Norðurfirð. Á föstudaginn næstkomandi kemur líka meiri mjólk og rjómi í verslunina. Síðasta flug


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. desember 2017

Hugum að jólaljósum og rafmagnsöryggi.

Úti jólatré.
Úti jólatré.

Á vef Orkubús Vestfjarða kemur fram að fólk þurfi að athuga vel með skreytingar á jólatrjám og öðrum skreytingum sem eru með rafmagnsljós. Framundan er hátíð ljóss og friðar. Að mörgu þarf að hyggja og eitt af því er  að huga vel að jólaljósum, skreytingum og rafmagnsöryggi. Rafmagn er stórvirkur brennuvargur og á hverju ári verða eldsvoðar, sem eiga upptök sín í rafbúnaði.

Atriði sem vert er að hafa í huga:


Meira

Atburðir

« 2018 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:25-04-2009.
  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
  • Allt sett í stóra holu.
  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
Vefumsjón