Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. janúar 2017 Prenta

Úrkoma árið 2016.

Úrkomumælir á veðurstöðinni Litlu-Ávík.
Úrkomumælir á veðurstöðinni Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum reiknuð út af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2015:

Janúar 45,1 mm. (97,6). Febrúar 104,2 mm. (78,0). Mars 59,7 mm. (89,1). Apríl 23,5 mm. (46,6). Maí 71,2 mm. (48,0). Júní 38,8 mm. (15,4). Júlí 112,4 mm. (68,0). Ágúst 42,8 mm. (252,8).September 172,0 mm. (58,6). Október 66,9 mm. (126,3). Nóvember 90,0 mm. (82,4). Desember 116,7 mm.

(76,6). Samtals úrkoma var því á liðnu ári 943,3 mm, enn árið 2015 1,039,4 mm. Þarna munaði mest um úrkomuna í ágúst 2015, þegar öll skriðuföllin urðu inn með Reykjarfirði og víðar í hreppnum. Það er mjög sjaldgæft að úrkoma fari yfir þúsund mm. á ársgrundvelli.

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Togari á vesturleið í hafís.
  • Húsið fellt.
  • Jólaséría á Möggustaur-veðurhúsið-Reykjaneshyrna.
Vefumsjón