Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. janúar 2016 Prenta

Veðrið í Desember 2015.

Séð til Norðurfjarðar.
Séð til Norðurfjarðar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Austanátt var fyrsta dag mánaðar allhvass og með snjókomu og jafnvel slyddu um kvöldið. Næstu þrjá daga voru frekar hægar suðlægar vindáttir. Um nónleitið þann fjórða gekk í hvassa austnorðaustanátt með éljum og síðan snjókomu, og var norðan stormur þann fimmta með snjókomu. Þessi norðlæga vindátt var fram á þann 6. enn þá gerði hægar suðlægar vindáttir. En seint um kvöldið þann 7. var kominn austan stormur með hlýnandi veðri í bili. Siðan voru umhleypingar út mánuðinn. Miklir umhleypingar voru í veðrinu yfirleitt í mánuðinum. Nokkra spilliblota gerði í mánuðinum, og gerði mikla hálku á vegum.

Talsvert tjón varð að bænum Steinstúni við Norðurfjörð í austan hvellinum aðfaranótt 8. Nokkrar þakplötur fuku af aðalfjárhúsunum og gömul fjárhús fuku, veggur fauk inn og þakið féll niður, fé sem var þar inni slapp, það þótti mildi, því féið stóð í brakinu. Einnig fuku nokkrar plötur af veggklæðningu á íbúðarhúsinu þar.

Vindur náði 36 m/s í austan veðrinu að morgni þann 8. Og í suðvestanáttinni þann 30. náði vindur í 39 m/s í kviðum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 74,8 mm. (í desember 2014: 117,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 28: +8,9 stig.

Mest frost mældist þann 26: -9,8 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,2 stig.

Meðalhiti við jörð var -2,85 stig. (í desember 2014: -2,7 stig.)

Alhvít jörð var í 18 daga.

Flekkótt jörð var í 13 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 2: 35 cm.

Sjóveður:Mjög rysjótt í þessum umhleypingu.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Austan stinningskaldi, allhvass, snjókoma, slydda, hiti frá -1 til +2 stig.

2: Vestan kaldi, stinningsgola, snjókoma um morguninn síðan skafrenningur, hiti +2 niður í -3 stig.

3-4: Suðaustan eða S kul, enn gekk í Austnorðaustan nónleitið þann 4. með skafrenningi í fyrstu og éljum, hiti frá -3 til +2 stig.

5: Norðan stormur, snjókoma, hiti +0 til -2 stig.

6-7: Norðan stinningskaldi, stinningsgola í fyrstu síðan suðlægar vindáttir með kuli eða golu, enn um kvöldið þ.7. gekk í Austan storm. hiti frá-7 stigum upp í +4 stig.

8: Austan stormur fram á hádegi, síðan S og SSV kaldi eða allhvass, rigning, skúrir, hiti 3 til 6 stig.

9: Sunnan kul eða gola, en síðan NA stinningskaldi um kvöldið og él, hiti +4 til -1 stig.

10-11: Norðlægar vindáttir, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, él, hiti +3 til -2 stig.

12-13: Breytilegar vindáttir, kul eða gola,þurrt í veðri, hiti 0 til -6 stig.

14-16: Sunnan eða SV, kaldi, stinningskaldi, allhvass, þurrt þ. 16. annars skúrir, hiti frá -1 til +6 stig.

17: Norðaustan allhvass eða hvassviðri, slydda, snjókoma, hiti +1 til -4 stig.

18-25: Mest Norðaustlægar vindáttir, hvassviðri, allhvass, stinningskaldi, él, snjókoma, slydda, hiti,+3 til -8 stig.

26: Austlæg eða breytileg vindátt eða gola, aðeins snjókoma um miðjan dag, frost -1 til -10 stig.

27-29: Suðlægar vindáttir, gola, stinningsgola, kaldi, allhvass, rigning, él, hiti +9 til 0 stig.

30: Norðaustlæg vindátt í fyrstu, kaldi, allhvass, síðan suðvestan stinningskaldi og síðan stormur og rok, súld, rigning, él, hiti +5 og niður í 0 stig.

31: Suðvestan og S, allhvasst, hvassviðri, síðan stinningskaldi en kul um kvöldið, él, snjókoma um tíma um kvöldið, hiti frá +4 niður í -0 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík og Stóra-Ávík.Séð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Borgarísjakinn við Lambanes 30-09-2017.
  • Jón Guðbjörn les af hitamælum.
  • Borgarísjaki V við Reykjaneshyrnu 26-08-2018.
  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
Vefumsjón