Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. mars 2007 Prenta

Veðrið í Febrúar 2007.

Sjórin krapar við landið í frostum.
Sjórin krapar við landið í frostum.
Veðuryfirlit fyrir febrúar 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mjög snjóléttur og úrkomulítill febrúar.
1-3:Suðvestlægar vindáttir kaldi upp í allhvassan vind,hlýtt enn kólnaði niður fyrir frostmark þann 3,skúrir,rigning og síðan él.
4:Norðan kaldi snjókoma síðan él,eykur frost.
5-13:Austlægur eða breytilegar vindáttir,hægviðri,logn,andvari,kul,dálitið frost úrkomu laust.
14-21:Austlægar vindáttir eða breytilegar,kul,stinningsgola eða kaldi,kólnaði þann 21 og bætti í vind af austri,stinningskaldi.
Úrkomu lítið enn smá slydda eða rigning með köflum,hiti 2 til 6 stig.
22-25:Austlægur,Norðaustan eða Norðan,stinningskaldi,él og vægt frost.
26-28:Vestlægur í fyrstu og síðan Norðlægur,gola,kaldi og kul þann 28.Smá él þann 27.Frost 2 til 5 stig.
Úrkoman var óvenju lítil í mániðinum mældist aðeins 27,3 mm.
Mestur hiti mældist aðfaranótt þann þriðja 9,0 stig.
Mest frost mældist þann 7 og mældist -8,4 stig
Mesta snjódýpt mældist dagana 4-5,og 6 þá 7 cm.
Jörð talin alhvít í 15 daga.
Jörð talin auð í 9 daga enn flekkótt hina dagana 4.
Sjóveður var sæmilegt frá 5 til 14 og 27 -28,annars nokkuð slæmt í sjó.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Drangar-12-08-2008.
  • Snjókoma og dimmviðri.Litla-Ávík.
  • Húsið fellt.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
Vefumsjón