Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. febrúar 2016 Prenta

Veðrið í Janúar 2016.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Árið byrjaði með suðlægri vindátt og frekar hægum vindi og úrkomulausu veðri fyrstu tvo dagana, síðan frá 3 og fram til 13 voru austlægar eða norðaustlægar og eða norðlægar vindáttir með úrkomulitlu veðri, enn snjóaði talsvert aðfaranótt 14 og fram á dag. Frá 15 og fram til 21 var hægviðri eða sem mætti kalla stillur með úrkomulausu veðri. Þann 22 á þorradag skipti yfir í austlæga átt í fyrstu með hlýnandi veðri og rigningu, síðan voru suðlægar vindáttir með lítilsáttar rigningu eða skúrum fram til 25. Eftir það fór að kólna í veðri, en áfram suðlægar vindáttir með éljum fram til 27. Þann 28 gekk í norðaustan og norðanáttir sem voru út mánuðinn, með frosti og éljum.

Í þiðviðrinu 22. til 25. tók snjó ótrúlega mikið upp og að morgni 25. var jörð á láglendi lítilsáttar flekkótt, með snjó og lítilsáttar svellum, og ómælanlegri snjódýpt. Mánuðurinn var úrkomulítill í heild, enda þurrir dagar 14 sem er óvenjulegt í janúar mánuðum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 45,2 mm. (í janúar 2015: 97,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti var þann 24 +7,7 stig.

Mest frost var þann 28 -5,8 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,1 stig.

Meðalhiti við jörð var -3,53 stig. ( í janúar 2015: -0,44 stig.)

Alhvít jörð var í 17 daga.

Flekkótt jörð var í 14 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 15: 30 cm.

Sjóveður: Slæmt í sjóinn dagana, 6-7-8-12 og fjóra síðustu daga mánaðar, annars sæmilegt eð gott, sérlega gott sjóveður í stillunni fimmtánda til tuttugusta og firsta.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Suðvestan eða S, kaldi í fyrstu, síðan stinningsgola eða kul, úrkomulaust, hiti frá +2 niður í -4 stig.

3: Austan eða NA, stinningsgola eða kaldi, lítilsáttar rigning seint um kvöldið, hiti -4 til +3 stig.

4: Breytileg vindátt, kul síðan A stinningsgola, rigning, hiti +1 til 3 stig.

5-8: Austan og NA stinningsgola,kaldi, stinningskaldi, en allhvass þ.7 og fram á þ.8. þurrt í veðri þ.5. annars él, rigning, hiti +6 niður í -0 stig.

8-12: Veðurathugunarmaður í fríi frá um hádegi þ.8 og fram á miðjan dag, þ.12. Hægviðri var og þurrt í veðri 8-9 og 10, að sögn heimamanna.

12-14: Norðlæg vindátt kaldi eða stinningskald, og síðan vestan, kul, él en mikil snjókoma aðfaranótt 14. og fram yfir hádegið, hiti +1 stig og niður í -5 stig.

15-21: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, logn,andvari,kul eða gola, raunverulega stillur, úrkomulaust þessa daga, hiti frá -5 stigum, upp í +3 stig.

22:Norðaustan kul, síðan NV gola, síðan A kul og rigning, hiti frá -2 til +4 stig.

23-27: Sunnan, SV, SA, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, stinningsgola, gola, skúrir, rigning,él, en þurrt í veðri þann 27, hiti frá +8 stigum niður í -5 stig.

28-31: Norðaustan eða norðan, kaldi, stinningskaldi, allhvass, él, skafrenningur, hiti 0 til -6 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Finnbogastaðaskóli-19-08-2004.
  • Húsið fellt.
  • Gamla bryggjan á Norðurfirði og ís.
Vefumsjón