Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. febrúar 2008 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í janúar 2008.

Frá Gjögri.
Frá Gjögri.

Veðrið í janúar 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var kaldur enn snjóléttur.

Vindur náði 12 vindstigum 40 og 42 m/s eða meira í kviðum í ofsaveðrinu 27.

Dálítill frostakafli var frá 13 og út mánuðin nema 22 og 27 þá var smá bloti.

 

Samdráttur dagar vikur.

1-4:Sunnan og Suðaustan,allhvass þann 1 síðan kaldi og stinníngsgola,rigning,slydda,él,hiti 1 til 9 stig.

5:Austan stinníngskaldi,rigning,hiti 2 til 4 stig.

6-7:Suðvestan gola eða kaldi,rigning síðan slydda og él þann 7,hiti 1 til 3 stig.

8-11:Norðaustan stinníngsgola eða kaldi,él eða slydda,þurrt þann 10,hiti 0 til 3 stig.

12-16:Austan andvari eða gola enn kaldi þann 15,þurrt þann 14,smá él enn smávegis snjókoma þann 16,frost 0 niðrí 5 stig.

17:Sunnan stinníngsgola eða kaldi,úrkomulaust,hiti frá 3 stigum niðrí 2 stiga frost.

18:Breytileg vindátt með golu í fyrstu síðan Norðaustan stinníngskaldi og norðvestan allhvass um tíma um kvöldið snjókoma,frost 2 til 5 stig.

19-20:Suðvestan og Norðvestan seinni dagin,stinníngsgola,smá él,frost frá 1 stigi til 5 stig.

21:Austlæg vindátt,gola,þurrt,frost 0 til 2 stig.

22:Austan í fyrstu kaldi síðan Suðvestan og allhvass um tíma,smá rigning síðan él,hiti 2 til 5 stig.

23-26:Suðvestan og Sunnan mest kaldi,él,frost 1 til 4 stig.

27:Austan í fyrstu með allhvössum vindi,síðan snérist í sunnan og suðvestan,þá með ofsaveðri fram á nótt,snjókoma í fyrstu síðan rigning og skúrir og él eftir miðnætti.Frost í fyrstu síðan hlýnaði ört hiti fór í 6,6 stig

28-30:Suðvestan og Vestan stinníngsgola eða kaldi,smá él,frost 2 til 6 stig.Snérist í Norðan og Norðaustan með snjókomu um kvöldið þann 30.

31:Norðan hvassviðri eða allhvass með mjög dimmum éljum,frost 4 til 8 stig.

Úrkoman mældist 55,9 mm.

Úrkomulausir dagar voru 3.
Meðalhiti var: -0.1 stig.

Mestur hiti var þann 3 þá 8,6 stig.

Mest frost var þann 31 þá 8,4 stig.

Jörð var talin alhvít í 16 daga.

Jörð var talin flekkótt í 8 daga

Auð jörð því í 7 daga.

Mesta snjódýpt mældist dagana 20 og 21= 16 sm báða dagana.

Sjóveður:Oft slæmt í sjóin þótt veðuhæð hafi oftast ekki verið mikil.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Húsið fellt.
  • Þakpappi komin á meiri hluta af þakinu.13-11-08.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón