Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. nóvember 2012

Ölduhæð náði 13 metrum.

Ölduhæð náði í þessu veðri um 8 til 13 metrum.
Ölduhæð náði í þessu veðri um 8 til 13 metrum.
Það er klárt og staðreynd að ölduhæð varð meiri í þessu Norðaustanveðri eða N- veðri enn í veðrinu um mánaðarmótin október- nóvember. Þótt sé nokkuð lágstreymt núna miðað við í síðasta hreti þá gengur sjór lengra upp á land en þá,en þá var nokkuð stórstreymt. ;Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði við vefinn að ekki hefði verið gefin viðvörun um ölduhæð með veðurviðvörunum í veðurspám í þetta skipti eins og um mánaðarmótin,en það mætti segja að það hefði þurft að gera allt frá Breiðafyrði til Húnaflóahafna,því mikill órói myndast í höfnum við þetta mikla ölduhæð og veðurhæð". Auðvitað er þetta allt sjónmat veðurathugunarmanna á hverjum stað fyrir sig. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var gefinn upp mikill sjór strax í níu veðrinu um morguninn þann 9/11 ,eða ölduhæð um 5 til 6 metrar. Og í veðurskeyti kl: 12:00 stór sjór með ölduhæð  um sjö til níu metrar. Og klukkan 21:00 um kvöldið hafrót sem er 9 til 14 metra ölduhæð,meðalölduhæð um 12 til 13 m,eins í veðurlýsingu kl:06 um morguninn þann 10 var svipuð ölduhæð gefin upp,og einnig klukkan 09:00 í veðurskeyti þá. Þegar þetta er skrifað á ellefta tímanum í morgun er farið að draga úr veðurhæð og vindur komin niður í um 16 m/s og farið að draga úr úrkomu einnig og líka úr sjógangi talsvert.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. nóvember 2012

Yfirlit yfir veðrið í Október 2012.

Mikill sjór hefur verið við ströndina tvo síðustu daga mánaðarins.
Mikill sjór hefur verið við ströndina tvo síðustu daga mánaðarins.
Veðrið í Október 2012.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðlægri vindátt með kalda og allhvössum vindi,síðan suðlægar vindáttir eða breytilegar,en SV hvassviðri um tíma að morgni þann 9. Síðan voru austlægar vindáttir eða suðlægum með hægum vindi fram á 15. Þá snerist til norðlægrar áttar í þrjá daga. Síðan voru breytilegar vindáttir með andvara eða kuli fram til 22. Eftir það var mjög umhleypingasamt veður enn oftast með frekar hægum vindi. Tvo síðustu daga mánaðar var Norðan eða NA átt og hvassviðri eða stormi með ofankomu. Mánuðurinn var því nokkuð rysjóttur en það voru margir góðir dagar á milli,og úrkoman ekki mikil enda þurrir dagar í mánuðinum 14.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1-4:Norðan kaldi,allhvass,veður gekk niður þann 4. um morguninn,rigning,súld,slydda,hiti 2 til 5 stig.

5-9:Mest suðlægar vindáttir eða breytilegar,kul,gola,stinningsgola,en SV hvassviðri um tíma um morguninn þ.9,skúrir,rigning,þurrt 5 og 6,hiti -0 til +9 stig.

10-11:Austlægar vindáttir,kul,gola,stinningsgola,rigning,hiti 5 til 10 stig.

12-15:Suðaustlægar vindáttir eða breytilegar,mest andvari eða kul,lítilsáttar rigning þ.13,annars þurrt,hiti 1 til 9 stig.

16-18:Norðan stinningsgola,skúrir,þurrt þ.17,hiti 0 til 5 stig.

19-22:Suðlægar vindáttir andvari eða kul,þurrt í veðri,hiti frá -3 stigum upp í +6 stig.

23:Norðaustan og síðan SA,stinningsgola síðan kul,rigning,slydda eða snjókoma,hiti 0 til +2 stig.

24:Suðvestan gola eða stinningsgola,rigning seinnipartinn,hiti 2 til 6 stig.

25:Norðaustan og SA seinnihluta dags kaldi,stinningsgola síðan kul,þurrt í veðri,hiti frá 0 stigum niðri -4 stiga frost.

26:Sunnan og SSV kul,stinningskaldi,þurrt í veðri,hiti frá - 5 stigum uppi +4 stig.

27-28:Norðvestan og vestan kul og uppi kalda,rigning eða slydda,þurrt þ.28. hiti frá +1 til 7 stig.

29:Breytilegar vindáttir andvari eða kul,þurrt í veðri,hiti +2 til +4 stig.

30-31:Norðaustan og Norðan allhvass,hvassviðri eða stormur,él,slydda eða snjókoma,hiti +4 stig niðri -3 stig.

 

Úrkoman mældist 57,4 mm. (í október 2011:194,4 mm.)

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann 11.= +9,9 stig.

Mest frost mældist þann 26.= -4,8 stig.
Meðalhiti var: +2,8 stig.

Meðalhiti við jörð var -0,5 stig. (í október 2011: +1,25 stig.)

Alhvít jörð var í 0 daga.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð var því í 27 daga.

Mesta snjódýpt: Mældist ekki.(flekkótt.)

Sjóveður:Nokkuð slæmt fyrstu 4. daga mánaðar,en mjög slæmt 3-30 og 31,annars sæmilegt eða gott sjóveður í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. október 2012

Yfirlit yfir veðrið í September 2012.

Mikil froða eða (sælöður),myndaðist á fjörum í miklu brimi í óveðrinu 10. september,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
Mikil froða eða (sælöður),myndaðist á fjörum í miklu brimi í óveðrinu 10. september,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.

Veðrið í September 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild,eins og sjá má hér á yfirlitinu fyrir neðan, var oft marg átta á sama sólarhring. Mánuðurinn var nokkuð hlýr fram undir tíunda,en þá kólnaði umtalsvert,hlýnaði þó aftur um nítjánda,en kólnaði aftur um 26. og var fyrsta næturfrostið aðfaranótt 29. Úrkomusamt var fram að 18. en minni úrkoma eftir það.

Norðan áhlaup gerði þann 10. sem stóð fram á morgun þann 11.með rigningu og slyddu,ekki er vitað um tjón á mannvirkjum eða skaða á búfé. Vestfirðir sluppu nokkuð vel að þessu sinni miðað við aðra landshluta. Fé kom vænt af fjalli og var fallþungi dilka í hærri kantinum,þrátt fyrir þessa miklu þurrka í sumar. Góð berjaspretta var í Árneshreppi þá aðallega af aðalbláberjum. Uppskera var frekar með lélegra móti af matjurtum,kartöflum og öðru úr matjurtagörðum fólks,en samt nokkuð misjöfn.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1:Suðvestan kaldi síðan stinningsgola,skúrir eða rigning,hiti 8 til 14 stig.

2:Norðvestan kaldi  síðan gola,rigning um morguninn,síðan austan gola um kvöldiðhiti 7 til 10 stig.

3:Suðvestan kul fyrri hluta dags,en Norðaustan kaldi og allhvass um kvöldið,rigning,og mikil rigning um kvöldið,hiti 7 til 9 stig.

4:Norðan NV og SV,stinningskaldi og kaldi,rigning um morguninn,hiti 6 til 12 stig.

5:Sunnan eða SV,kaldi en stinningsgola um kvöldið,skúrir eða rigning,hiti 7 til 12 stig.

6-7:Norðvestan,kaldi eða stinningskaldi,rigning,skúrir,slydduél og haglél,hiti 3 til 7 stig.

8-9:Norðan og NA,kaldi,stinningskaldi en allhvass og hvassviðri um kvöldið þ.9. rigning,hiti 4 til 7 stig.

10:Norðan hvassviðri eða stormur,rigning,slydda,hiti 3 til 5 stig.

11:Norðan og NV kaldi síðan gola,þurrt í veðri,hiti 5 til 7 stig.

12:Suðlægar vindáttir gola eða stinningsgola,rigning um kvöldið,hiti 0 til 8 stig.

13:Austlæg vindátt stinningskaldi eða allhvass,rigning,súld,hiti 5 til 8 stig.

14-17:Norðlægar vindáttir eða hafáttir,gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,allhvasst,rigning,hiti 3 til 8 stig.

18-19:Breytilegar vindáttir,andvari eða kul,þurrt í veðri,hiti 2 til 8 stig.

20-21:Suðvestan og síðan Sunnan,gola,stinningsgola eða kaldi,skúrir,rigning,hiti 5 til 12 stig.

22-23:Breytilegar vindáttir,kul eða gola,súld,rigning,hiti 7 til 11 stig.

24:Norðlæg eða austlæg vindátt,rigning og súld,hiti 7 til 9 stig.

25:Norðvestan eða SV,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,hiti 6 til 10 stig.

26-30:Norðan eða NA,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,allhvasst þ.30. rigning eða skúrir,þurrt þ.29. hiti frá -1 stigi upp í +6 stig.

 

Úrkoman mældist: 128,9 mm. (í september 2011:181,3 mm.)

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 1.:+14,0 stig.

Mest frost mældist þann 29.:-1,1 stig.
Meðalhiti var: +6,0 stig.

Meðalhiti við jörð var: +3,21 stig. (í september 2011:+3,58 stig.)

Sjóveður:Mjög rysjótt,eða oftast slæmt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. september 2012

Yfirlit yfirveðrið í Ágúst 2012.

Þokuhattur á Reykjaneshyrnu 14-08-2012.
Þokuhattur á Reykjaneshyrnu 14-08-2012.

Veðrið í ágúst 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægviðri og þurru veðri fyrstu viku mánaðar,síðan voru suðlægar vindáttir með úrkomuvotti og hlýindum fram til 11. Eftir það dró aðeins úr hita fyrst með austlægum vindáttum og síðan norðlægum eða hafáttum,Suðvestan var þann 30,en Norðvestan þann 31 með rigningu. Eftir 24. kólnaði mjög,en mjög hlítt aftur tvo síðustu daga mánaðar. Mánuðurinn verður að teljast mjög hlýr í heild. Úrkomulítið var í mánuðinum. Þótt úrkomudagar hafi verið 20.var aðeins vart úrkomu í 8 daga af þessum 20. sem mældist ekki. Fyrsti snjór í fjöllum varð 29,aðeins efst í fjöllum sem tók samdægurs upp.

 
Yfirlit dagar eða vikur:

1-5:Norðanáttir eða hafáttir eða breytilegar vindáttir kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 5 til 16 stig.

6-11:  Suðvestan gola og uppi stinningskalda,en allhvasst eða hvassviðri 9.og um kvöldið þ.10. þurrt í veðri 6 og 7,annars smá skúrir,hiti 6 til 18 stig.

12:Austlæg vindátt,kul,rigning,hiti 11 til 13 stig.

13-29:Norðan,NV eða NA,hafáttir í heild,gola,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,litisáttar súld,skúrir,þurrt í veðri 19-25-27 og 29,hiti 4 til 13 stig.

30:Suðvestan gola,smá skúr,hiti 3 til 14 stig.

31: Norðvestan kul eða gola,rigning hiti 8 til 10 stig.

 

Úrkoman mældist: 30,2 mm. (í ágúst 2011:138,6 mm.)

Þurrir dagar voru 11.

Mestur hiti mældist dagana 7 og 10: 18,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 30: 3,2 stig.
Meðalhiti var: +10,0 stig.

Meðalhiti við jörð:+7,27 stig. (í ágúst 2011:+6,16 stig.)

Sjóveður:Allsæmilegt en dálítill til talsverður sjór var 8 og 9 og 24 til 28 var nokkuð leiðinlegt í sjóinn.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. ágúst 2012

Yfirlit yfir veðrið í júlí 2012.

Drangajökull og Hrolleifsborg fyrir miðju hæð frá sjó er 851 metrar.Séð frá Litlu-Ávík.
Drangajökull og Hrolleifsborg fyrir miðju hæð frá sjó er 851 metrar.Séð frá Litlu-Ávík.
1 af 2
Veðrið í Júlí 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Í mánuðinum voru mest hafáttir eða breytilegar vindáttir,en Suðvestanátt var 6 til 8,og veður var hlítt og þurrviðrasamt að mestu fram yfir 20 mánaðar. Þann 22 gerði Norðaustan og síðan Norðanátt með úrkomu og var nokkuð mikil úrkoma aðfaranótt mánudags og allan mánudaginn og aðfaranótt 24. Síðan voru hafáttir aftur eða breytilegar vindáttir og hægviðri með smá skúrum. Þann 28. og 29. voru loks Suðvestanáttir með mesta hita júlímánaðar eða um 20,0 stig,en 30.var Suðaustanátt. Mánuðurinn endaði síðan með hafáttum og þokulofti. Júlímánuður verður að teljast mjög hlýr í heild.

Vegur fór í sundur á Strandavegi 643 þann 23.vegna vatnavaxta á Veiðileysuhálsi og nokkurt grjót féll á vegi bæði á Kjörvogshlíð og í Urðunum,veginum til Norðurfjarðar. Þar sem vatnsskortur var og eða var vatnslítið var komið nóg vatn í lok mánaðar. Neysluvatnsleysi var í Litlu-Ávík frá 5 júní til 8 júlí,og einnig í sumarhúsabyggð á Gjögri var vatnslaust eða mjög lítið,eins var vatnslaust í sumarhúsi í botni Ingólfsfjarðar. Heyskapur byrjaði að einverjuleyti um 4 til 10,þá tún sem voru brunnin og borin tilbúin áburður á þau aftur,en heyskapur byrjaði ekki almennt fyrr en um og eftir miðjan mánuð,góðir þurrkar voru en lítil hey en heygæði mjög góð,en mjög misjafnt eftir bæjum.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-5:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,andvari kul eða gola,úrkomuvottur í skúrum  2. og 4.hiti 4 til 16 stig.

6-8:Suðvestan stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,en Norðan um kvöldið þ.8,vart úrkomu þ.7. og rigning um kvöldið þ.8,hiti 11 til 18 stig.

9:Norðan stinningsgola með rigningu um morguninn,hiti 6 til 9 stig.

10-19:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,andvari,kul,gola,stinningsgola þ.15,vart úrkomu þ.14,en rigning eða súld 18 og 19,hiti 3 til 18 stig.

20-24:Norðaustan og N gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,súld eða rigning,mikil úrkoma 23.og aðfaranótt 24. Hiti 4 til 11 stig.

25-27:Norðan og NA andvari,kul eða gola,lítilsháttar skúrir um kvöldið þ.25.og um morguninn þ.26.annars þurrt,hiti 5 til 14 stig.

28-29: Suðvestan gola,kaldi eða stinningskaldi,þurrt þ.28.lítilsháttar rigning þ.29.hiti 7 til 20 stig.

30:Suðaustan og síðan Norðan gola eða stinningsgola,smá úrkoma um morguninn,hiti 11 til 15 stig.

31:Norðan eða NV gola eða stinningsgola,þokuloft hiti 8 til 11 stig.

 

Úrkoman mældist 75,6 mm. (í júlí 2011: 14,7 mm.)

Þurrir dagar voru 13.

Mestur hiti mældist þann 28: 20,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 10: 3,1 stig.
Meðalhiti var: +10,2 stig.

Meðalhiti við jörð: +6,39 stig.(í júlí 2011:+6,30 stig.

Sjóveður:Að mestu mjög gott sjóveður nema 22 til 24,en þá var dálitill eða talsverður sjór.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. júlí 2012

Yfirlit yfir veðrið í Júní 2012.

Oft var fallegt veður í júní.Urðartindur-Krossnesfjall.
Oft var fallegt veður í júní.Urðartindur-Krossnesfjall.
1 af 2
Veðrið í Júní 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með góðu veðri með hlýindum fyrstu fjóra daga mánaðar,síðan kólnaði snökt þann fimmta,með lítilsháttar úrkomu,og frekar svalt veður var fram til 20. Þá hlýnaði nokkuð og sæmilega hlítt út mánuðinn. Hafáttir voru að mestu ríkjandi allan júnímánuð. Mjög þurrt var í mánuðinum og tún hafa sprottið lítið sem ekkert og jafnvel eru sendin tún brunnin. Talsvert neysluvatnsleysi var í júnímánuði í Árneshreppi og hefur þurft að spara vatnsnotkun víða,enn alveg vatnslaust hefur verið í Litlu-Ávík frá 5. Júní. Úrkomudagar voru aðeins 9 og þar af varð vart úrkomu í þrjá daga,enn úrkoman mældist ekki,hina dagana sex mældist úrkoman.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4:Norðan eða NA,andvari,kul,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,hiti 3 til 15 stig.

5-8:Norðaustan stinningsgola eða kaldi,skúrir eða rigning,þurrt þann 8,hiti 3 til 9 stig.

9-30:Norðan eða NA eða hafáttir,andvari kul,enn oftast gola,aðeins úrkomuvottur dagana 10,16,17,19,24,26 og 29,annars þurrt í veðri,hiti 2 til 17 stig.

 

Úrkoman mældist 11,1mm. (í júní 2011:57,3 mm.)

Þurrir dagar voru 21.

Mestur hiti mældist 17,1 stig þann 22.

Minnstur hiti mældist 1,5 stig þann 21.
Meðalhiti var: 7,2 stig.

Meðalhiti við jörð var  + 4,07 stig. (í júní 2011:+3,37.)

Sjóveður:Mjög gott nema 5 til 8.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. júní 2012

Lítil úrkoma í maí.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Lítil úrkoma mældist í maí síðastliðnum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,og er hún sú minnsta síðan mælingar hófust þar 1995,eða aðeins 9,0 mm. Lítil úrkoma hefur mælst áður á stöðinni í maí en aldrei eins lítil og nú. Árið 1996 mældist 13,0 mm,og árið 2005 17,3 mm og árið 2003 mældist úrkoman 19,0 mm. Úrkomumestu maímánuðir voru árið 1999 en þá mældist úrkoman 104,0 mm,og árið 2002 94,6 mm og 2004 mældust 90,3 mm og árið 2011 mældust 85,3 mm. Nú er allt orðið mjög þurrt og veitti ekki af talsverðri vætu.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. júní 2012

Yfirlit yfir veðrið í maí 2012.

Vorhret gerði 13 til 15.Séð til Norðurfjarðar í éljagangi.
Vorhret gerði 13 til 15.Séð til Norðurfjarðar í éljagangi.
1 af 2

Veðrið í Maí 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var nokkuð umhleypingasamur fram yfir miðjan mánuð og fremur kalt en hlítt seinnihluta mánaðar. Suðvestan stormur eða hvassviðri var fyrsta dag mánaðar með hlýju veðri. Síðan breytilegar vindáttir eða hafáttir með köldu veðri,síðan voru suðlægar vindáttir 10 til 12 með hlýrra veðri. Norðan vorhret gerði þann 13 sem stóð til 14,enn orðin mun hægari þann 15,eftir það voru breytilegar vindáttir eða suðlægar og fremur svölu veðri. Frá 19.voru hafáttir með hlýnandi veðri og orðið mjög hlítt þ.22. Þann 24. snerist í Suðvestanátt til 28. Mánuðurinn endaði síðan með hafáttum. Mánuðurinn var mjög þurr í heild. Þrátt fyrir þessa þurrka hefur jörð tekið talsvert við sér og ræktuð tún orðin græn,úthagi nokkuð lélegur enn í mánaðarlok. Lambfé var sett út um viku fyrr en í fyrra.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1:Suðvestan stormur eða hvassviðri í fyrstu síðan stinningsgola,skúrir,hiti 5 til 9 stig.

2-4:Breytilegar vindáttir andvari,kul eða gola,lítilsháttar rigning þ.2,annars þurrt,hiti frá -2 stigum uppi +6 stig.

5-9:Norðaustan eða Norðan kul,gola eða stinningsgola,él 7 og 8,annars þurrt,hiti frá -4 stig uppi +6 stig.

10- 12:Suðvestan gola eða stinningsgola,lítilsháttar rigning,hiti 4 til 9 stig.

13-15:Norðaustan eða Norðan hvassviðri,allhvass,síðan kaldi eða stinningskaldi,rigning,slydda,snjókoma og síðan él,hiti frá +2 stigum niðri -3 stig.

16-18:Suðvestan eða breytilegar vindáttir kul eða gola,snjóél þ.17,hiti frá -3 stigum uppi +5 stig.

19-23:Norðan,logn,andvari,kul eða gola,lítilsháttar skúrir eða rigning 22 og 23,hiti annars þurrt,hiti frá -0 stigum uppi +15 stig.

24-28:Suðvestan stinningsgola eða kaldi en allhvass eða hvassviðri 25 og 26,litilháttar rigning eða skúrir,hiti 6 til 14 stig.

29-31:Hafáttir,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 2 til 12 stig.

 

Úrkoman mældist  9,0 mm. (í maí 2011:85,3 mm).

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist 15.8 stig þann 28.

Mest frost mældist -4,1 stig þann 16.

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 5 daga.

Auð jörð því í 24 daga.

Mesta snjódýpt mældist 3 cm þann 14.
Meðalhiti var: +5,0 stig.

Meðalhiti við jörð var +0,81 stig. (í maí 2011:+1,44 stig).

Sjóveður:Sæmilegasta sjóveður fram til 12,slæmt og vont í sjóinn frá 13 og 17,síðan hið besta sjóveður út mánuðinn nema í Suðvestan hvassviðrinu 25 og 26.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. maí 2012

Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2012.

Það snjóaði í fjöll aðfaranótt 29.Jörð er ekkert farin að taka við sér enn.Mynd 29-04-2012.
Það snjóaði í fjöll aðfaranótt 29.Jörð er ekkert farin að taka við sér enn.Mynd 29-04-2012.
Veðrið í Apríl 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með Norðaustanátt með köldu veðri,síðan gerði suðlægar vindáttir eða breytilegar fram að páskum. Páskahret gerði seinnipart Páskadags með snjókomu eða slyddu og síðan éljum,sem stóð fram til 13. Eftir það voru breytilegar vindáttir fram til 16. Síðan Norðaustanáttir til 26,síðan breytilegar vindáttir og mánuðurinn endaði síðan með Suðvestan og nokkuð mildu veðri. Úrkoman var í minna lagi í mánuðinum. Ræktuð tún voru ekkert farin að taka við sér í lok mánaðar,hvað þá úthagi.

 

Dagar eða vikur:

1-2:Norðaustan kaldi síðan stinningsgola,en breytileg vindátt seinnipart 2.með kuli,þurrt í veðri,hiti frá 0 stigum neðri -3 stig.

3-4:Suðvestan kaldi eða stinningskaldi,síðan N gola seinnipartinn þ.4.þurrt í veðri,hiti frá -4 stigum uppi +8 stig.

5-7:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,kul,gola eða stinningsgola,súld,hiti +1 til +10 stig.

8:Vestan kul eða gola síðan N kaldi og stinningskaldi,rigning,slydda,hiti frá +4 stigum niðri +1 stig.

9-13:Norðaustan eða A hvassviðri þ.9 og allhvasst þ.10,síðan stinningskaldi og kaldi,snjókoma,slydda,él,hiti frá +3 stigum niðri -2 stig.

14-16:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,hiti frá -2 stigum uppi +5 stig.

17-26:Norðaustan eða Austan,gola og uppi kalda,él,súld,þurrt 17,19,22,24 og 26.Hiti frá 0 stigum til +4 stig.

27:Suðvestan kaldi,en Norðan stinningsgola og gola um kvöldið,él,en súld um kvöldið,hiti -1 til +8 stig.

28:Suðaustan gola,en NV um kvöldið,rigning,hiti +2 til +9 stig.

29:Norðan gola eða stinningsgola,él,hiti 0 til +1 stig.

30:Suðvestan kaldi eða allhvass,og hvassviðri um kvöldið,skúrir,hiti 6 til 10 stig.

 

Úrkoman mældist 41.8 mm. (í apríl 2011:75,8 mm).

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist 10,0 stig þann 7.Og 9,9 stig þann 30.

Mest frost mældist -4,3 stig aðfaranótt 3.

Alhvít jörð var í 0 daga.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 28 daga.

Mesta snjódýpt mældist 2 cm þann 9.
Meðalhiti var: +2,1 stig.

Meðalhiti við jörð var -0,27 stig. (í apríl 2011:+0,16 stig).

Sjóveður:Mjög slæmt sjóveður um páskana og oft talsverður eða dálítill sjór,en sæmilegir dagar á milli.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. apríl 2012

Yfirlit yfir veðrið í Mars 2012.

Reykjaneshyrna.Talsverð snjóalög voru um miðjan mánuð og til 23.Mynd 18-03-2012.
Reykjaneshyrna.Talsverð snjóalög voru um miðjan mánuð og til 23.Mynd 18-03-2012.
1 af 4

Veðrið í Mars 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðvestanáttir eða suðlægar vindáttir voru ríkjandi í mánuðinum að mestu fram til 14. Frá 15 og framá 18 voru Norðlægar vindáttir. 19 til 21 voru breytilegar vindáttir eða suðlægar. Þann 22 snérist til Suðaustlægra eða suðlægra vindátta með hlýindum sem má segja að hafi staðið út mánuðinn,en suðvestlægar vindáttir voru mest ríkjandi í mánuðinum. Mánuðurinn verður að teljast nokkuð hlýr,og mun hlýrri en mars mánuður 2011. Samt voru nokkur snjóalög frá miðjum mánuði og fram til 23. Auð jörð á láglendi var talin síðustu fjóra daga mánaðarins.

Suðvestan hvassviðri eða stormur var frá kvöldinu 10 og fram til 11,með kviðum í 40 m/s. Einnig gerði S og síðan SV storm og rok frá seinniparts dags þann 26. og fram á 27. með kviðum sem fóru í 41 m/s. Ekki er vitað um neitt alvarlegt tjón í þessum veðrum. Talsvert snjóflóð féll úr Urðarfjalli í svonefndum Urðum efst í Stórukleifabrekku laust eftir hádegi þann 19. Snjóflóðið var um 2,50 m að hæð og 10 til 11 metra breitt. Algengt er að snjóflóð falli þarna en þetta var með stærra móti. Einnig var talsvert um snjóflóð á Kjörvogshlíðinni  inn með Reykjarfirðinum.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1-11:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola og uppí kalda eða stinningskalda,en frá kvöldinu 10 til 11 var hvassviðri eða stormur,skúrir,él,slydda eða snjókoma,hiti frá +9 stigum niðri -3 stig.

12:Suðvestan kaldi í fyrstu síðan NA kaldi með snjókomu aðfaranótt 13.Frost -1 til -3 stig.

13-14:Suðlægar vindáttir eða breytilegar kul,stinningsgola,kaldi,snjókoma,skúrir,él,hiti +5 til 3 stig.

15-17:Norðaustan og austan síðan N,kaldi,síðan kul þ.16 ,en gola stinningsgola þ. 17,snjókoma frost -0 til -7 stig.

18:Breytilegar vindáttir,gola þurrt í veðri,frost -4 til -12 stig.

19:Austlæg átt með golu í fyrstu síðan SV allhvass,snjókoma,slydda,rigning,hiti -5 til +4 stig.

20:Breytilegar vindáttir andvari,gola eða stinningsgola,snjókoma,slydda,hiti frá 0 til +3 stig.

21:Suðvestan allhvass eða hvassviðri um morguninn síðan kaldi,stinningsgola,hiti frá +4 niðri 1 stig.

22:Suðaustan gola,snjókoma síðan rigning,hiti frá -1 stigi uppí +2 stig.Hlýnandi veður.

23-24:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri hiti +0 til +9 stig.

25-29:Mest Suðvestanáttir stinningsgola,en hvassviðri eða stormur 26 og 27,síðan allhvass eða stinningskaldi,rigning eða skúrir,þurrt þ.29.hiti +2 til +12 stig.

30:Vestan stinningsgola síðan Austan stinningsgola,súld,hiti +6 til 0 stig.

31:Suðvestan stinningsgola í fyrstu síðan N gola með súld um kvöldið,hiti +6 neðri +1 stig,kólnandi.

 

Úrkoman mældist 92,7 mm. (í mars 2011:63,8 mm.)

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist 11,1 stig þann 26.

Mest frost mældist  12,0 stig aðfaranótt 18.

Alhvít jörð var í  15 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð var því í 4 daga.

Mesta snjódýpt mældist 38 cm þann 19.
Meðalhiti var: +2,0 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,47 stig.(í mars 2011: -4,96 stig.)

Sjóveður:Nokkuð rysjótt en margir dagar sæmilegir á milli.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litli-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
  • Allir fara í kaffi og mat í Bæ hjá Guðbjörgu.
Vefumsjón