Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. apríl 2016

Veðrið í Mars 2016.

Fjarskiptahús Mílu við Reykjaneshyrnu eins og sandblásið.
Fjarskiptahús Mílu við Reykjaneshyrnu eins og sandblásið.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægviðri yfirleitt og var frekar rólegt veður fram til níunda. Þann tíunda gekk í suðaustan með hlýnandi veðri og síðan suðvestan og kólnandi veðri á víxl og voru umhleypingar alveg fram til og með 14. Enn hluta úr dögunum 12, 13 og 14, eða allan sólarhringinn var rok,ofsaveður eða fárviðri. Suðlægar vindáttir voru svo ríkjandi áfram með hlýju veðri fram til 20. Eftir það fór heldur kólnandi, enn þann 25. gekk í norðaustlægar eða norðlægar og síðan austlægar vindáttir, og frysti og var fremur svalt út mánuðinn, en heldur fór að hlína um kvöldið þann 31.

Miklar leysingar voru eftir að hlýnaði í veðri þann 10 en mest í ofsaveðrinu þann 13.og 14. og sérstaklega þann dag og síðan voru leysingar fram til 25. og jörð varð fljótt flekkótt.

Í suðsuðvestanáttinni þann 12 var alversta veðrið frá því um 19:00 og fram til 22:00, og náði jafnavindur 31m/s (ellefu vindstig gömul) og kviður í 46 m/s. Og frá því um kvöldmat skóf mikinn skara upp, á rúður og hús. Mesta mildi að ekkert hafi skeð.

Og í sunnan og SSV áttinni þann 13. var veðurhæð þessi klukkan 21:00: SSV 38 m/s eða 137 km (klst í jafnavind og í kviðum 55 m/s eða 196 km/klst. Svipað veður var fram á miðnættið þegar veðurathugunarmaður fór að reyna að leggja sig. Lítilsháttar foktjón varð í Árneshreppi, hurðir á hlöðu splundruðust og eitthvað annað smotterí fauk. Talsvert tjón varð á mörgum húsum vindmegin, þar sem má segja að málning hafi flagnað af eða hreinlega eins og skafin af heilu veggjunum, það er varla orð yfir það. Almennarómur í Árneshreppi segir það mildi að ekkert mjög alvarlegt hafi skeð í hreppnum í þessu fárviðri.

Mæligögn:           

Úrkoman mældist 59,7 mm. (í mars 2015: 88,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 13: +12,5 stig.

Mest frost mældist þann 31: -5,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,7 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,38 stig. (í mars 2015: -2,18 stig.)

Alhvít jörð var í 19 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 1: 51 cm.

Sjóveður: Sjóveður var allsæmilegt og oft gott, enn slæmt dagana, 1, 2, og 24 til 28.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðan og NA, kul síðan stinningskaldi, slydda, hiti 0 til 3 stig.

2-9: Mest suðlægar vindáttir eða breytilegar, kaldi, stinningsgola, gola eða kul, lítilsáttar úrkoma, snjókoma, slydda, rigning eða él, þurrt í veðri 3,4,7 og 9, hiti frá +4 niður í -5 stig.

10-12: Sunnan eða SV, stinningsgola, kaldi, allhvass enn ofsaveður um kvöldið og fram á nótt þ. 12. rigning, slydda, él, snjókoma, hiti, +9 niður í -1 stig.

13-14: Sunnan eða SV, gola, kaldi, stormur, rok, ofsaveður eða fárviðri, snjókoma, slydda, él, skúrir, miklar leysingar 14. hiti frá +0 til 13 stig.

15-20: Suðlægar vindáttir, S, SV, kul, gola, stinningsgola, kaldi,rigning, skúrir, þurrt í veðri, 17, 19 og 20, hiti frá +2 til +9 stig.

21-24: Austlægar eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, stinningsgola, rigning, slydda,súld, þoka, hiti frá +1 til +5 stig.

25-29: Norðaustan, allhvass, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, gola, slydda, slydduél, snjókoma, él, hiti frá +3 niður í -4 stig.

30-31: Austlægar eða suðlægar vindáttir, andvari, kul, gola, úrkomulaust, hiti frá -6 til +2 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. mars 2016

Veðrið í Febrúar 2016.

Reykjaneshyrna-Örkin.
Reykjaneshyrna-Örkin.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðaustanátt með hvassviðri og stormi um kvöldið þann fyrsta, þá hlýnaði aðeins í veðri þannig að úrkoman varð slydda og síðan snjókoma, eftir það voru ríkjandi hafáttir áfram með frosti og éljum. Þann fjórða og fram á dag þann fimmta gerði austan hvell, hvassviðri eða storm með mikilli ofankomu og snjóaði og skóf þá mikið í byggð. Siðan áframhaldandi norðaustlægar vindáttir með éljum fram til og með tíunda. Dagana ellefta til fimmtánda voru suðlægar eða austlægar áttir, og með rigningu og spilliblota þann 15. Síðan kólnaði strax daginn eftir í suðvestanóveðrinu þann 16. Næstu þrjá daga voru mest suðlægar vindáttir, með éljum, en snjóaði talsvert í austlægri vindátt snemma morguns þann 19. Þann 20 gekk í N hvassviðri með slyddu og síðan snjókomu. Frá 22 voru suðlægar vindáttir og hægviðri, oft með léttskýjuðu veðri. Þann 26 og 27 gerði síðan skammvinna norðauslæga eða austlæga vindátt, með mjög dimmum éljum þann 26. Síðan voru hægar suðlægar vindáttir út mánuðinn. Úrkomusamt var í mánuðinum.

Í austan óveðrinu 4. til 5. náði vindur í kviðum að fara í 34 m/s í kviðum sem er yfir tólf gömul vindstig.

Í suðvestanóveðrinu að morgni 16. náði vindur að fara í 33 m/s í jafnavind, en það er fárviðri,og í kviðum í 47 m/s , eða 169. Km/klst, alvesta veðrið var frá sjö og fram undir hálf tíu um morguninn.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 103,9 mm. (í febrúar 2015: 78,9 mm.)

Úrkomu vart sem mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist +5,5 stig þann 15.

Mest frost mældist -6,0 stig þann 9.

Meðalhiti mánaðarins var -0,3 stig.

Meðalhiti við jörð var -4,11 stig. (í febrúar 2015: -3,70 stig.)

Alhvít jörð var í 29 daga.

Flekkótt jörð var í 0 dag.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 5: 60 cm.

Sjóveður: Mjög rysjótt en nokkrir góðir eða sæmilegir dagar.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðaustan stinningskaldi, hvassviðri og síðan stormur,slydda, snjókoma, hiti frá -0 til +3 stig.

2-3: Norðaustan og A stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, él enn þurrt þ. 3. hiti +3 til -3 stig.

4-5: Austan og NA kaldi en síðan hvassviðri og stormur með mikilli snjókomu, hiti frá +1 til -2 stig.

6-10: Norðaustan allhvass, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, él, skafrenningur, hiti -6 til +3 stig.

11-15: Suðaustan eða A, kul, eða suðlæg vindátt, gola, stinningsgola, kaldi, þurrt í veðri þ. 11. og 14. annars él, rigning þ. 15. hiti -4 til + 6 stig.

16: Suðvestan ofsaveður eða fárviðri fram á dag, rigning síðan él, hiti frá +5 niður í -4 stig.

17-19: Mest suðlægar vindáttir eða breytilegar, kul, gola, stinningsgola, kaldi, él, en talsverð snjókoma eða slydda í austlægri vindátt snemma morguns þann 19. hiti -3 til +3 stig.

20-21: Norðan hvassviðri, allhvass, stinningskaldi, slydda, snjókoma, hiti frá +2 niður í -2 stig.

22-25: Suðlæg vindátt eða breytileg, andvari, kul eða gola, él um morguninn þann 22. annars úrkomulaust, hiti frá -5 til +0,5 stig.

26-27: Norðaustan eða A, stinningsgola, kaldi, gola, kul, mikil él þ. 26, þurrt þ. 27. hiti +1 til -4 stig.

28-29: Suðlægar vindáttir, kul eða gola, þurrt í veðri þ. 28, en él um morguninn þ.29. hiti -5 til +4 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. febrúar 2016

Veðrið í Janúar 2016.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Árið byrjaði með suðlægri vindátt og frekar hægum vindi og úrkomulausu veðri fyrstu tvo dagana, síðan frá 3 og fram til 13 voru austlægar eða norðaustlægar og eða norðlægar vindáttir með úrkomulitlu veðri, enn snjóaði talsvert aðfaranótt 14 og fram á dag. Frá 15 og fram til 21 var hægviðri eða sem mætti kalla stillur með úrkomulausu veðri. Þann 22 á þorradag skipti yfir í austlæga átt í fyrstu með hlýnandi veðri og rigningu, síðan voru suðlægar vindáttir með lítilsáttar rigningu eða skúrum fram til 25. Eftir það fór að kólna í veðri, en áfram suðlægar vindáttir með éljum fram til 27. Þann 28 gekk í norðaustan og norðanáttir sem voru út mánuðinn, með frosti og éljum.

Í þiðviðrinu 22. til 25. tók snjó ótrúlega mikið upp og að morgni 25. var jörð á láglendi lítilsáttar flekkótt, með snjó og lítilsáttar svellum, og ómælanlegri snjódýpt. Mánuðurinn var úrkomulítill í heild, enda þurrir dagar 14 sem er óvenjulegt í janúar mánuðum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 45,2 mm. (í janúar 2015: 97,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti var þann 24 +7,7 stig.

Mest frost var þann 28 -5,8 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,1 stig.

Meðalhiti við jörð var -3,53 stig. ( í janúar 2015: -0,44 stig.)

Alhvít jörð var í 17 daga.

Flekkótt jörð var í 14 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 15: 30 cm.

Sjóveður: Slæmt í sjóinn dagana, 6-7-8-12 og fjóra síðustu daga mánaðar, annars sæmilegt eð gott, sérlega gott sjóveður í stillunni fimmtánda til tuttugusta og firsta.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Suðvestan eða S, kaldi í fyrstu, síðan stinningsgola eða kul, úrkomulaust, hiti frá +2 niður í -4 stig.

3: Austan eða NA, stinningsgola eða kaldi, lítilsáttar rigning seint um kvöldið, hiti -4 til +3 stig.

4: Breytileg vindátt, kul síðan A stinningsgola, rigning, hiti +1 til 3 stig.

5-8: Austan og NA stinningsgola,kaldi, stinningskaldi, en allhvass þ.7 og fram á þ.8. þurrt í veðri þ.5. annars él, rigning, hiti +6 niður í -0 stig.

8-12: Veðurathugunarmaður í fríi frá um hádegi þ.8 og fram á miðjan dag, þ.12. Hægviðri var og þurrt í veðri 8-9 og 10, að sögn heimamanna.

12-14: Norðlæg vindátt kaldi eða stinningskald, og síðan vestan, kul, él en mikil snjókoma aðfaranótt 14. og fram yfir hádegið, hiti +1 stig og niður í -5 stig.

15-21: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, logn,andvari,kul eða gola, raunverulega stillur, úrkomulaust þessa daga, hiti frá -5 stigum, upp í +3 stig.

22:Norðaustan kul, síðan NV gola, síðan A kul og rigning, hiti frá -2 til +4 stig.

23-27: Sunnan, SV, SA, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, stinningsgola, gola, skúrir, rigning,él, en þurrt í veðri þann 27, hiti frá +8 stigum niður í -5 stig.

28-31: Norðaustan eða norðan, kaldi, stinningskaldi, allhvass, él, skafrenningur, hiti 0 til -6 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. janúar 2016

Veðrið í Desember 2015.

Séð til Norðurfjarðar.
Séð til Norðurfjarðar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Austanátt var fyrsta dag mánaðar allhvass og með snjókomu og jafnvel slyddu um kvöldið. Næstu þrjá daga voru frekar hægar suðlægar vindáttir. Um nónleitið þann fjórða gekk í hvassa austnorðaustanátt með éljum og síðan snjókomu, og var norðan stormur þann fimmta með snjókomu. Þessi norðlæga vindátt var fram á þann 6. enn þá gerði hægar suðlægar vindáttir. En seint um kvöldið þann 7. var kominn austan stormur með hlýnandi veðri í bili. Siðan voru umhleypingar út mánuðinn. Miklir umhleypingar voru í veðrinu yfirleitt í mánuðinum. Nokkra spilliblota gerði í mánuðinum, og gerði mikla hálku á vegum.

Talsvert tjón varð að bænum Steinstúni við Norðurfjörð í austan hvellinum aðfaranótt 8. Nokkrar þakplötur fuku af aðalfjárhúsunum og gömul fjárhús fuku, veggur fauk inn og þakið féll niður, fé sem var þar inni slapp, það þótti mildi, því féið stóð í brakinu. Einnig fuku nokkrar plötur af veggklæðningu á íbúðarhúsinu þar.

Vindur náði 36 m/s í austan veðrinu að morgni þann 8. Og í suðvestanáttinni þann 30. náði vindur í 39 m/s í kviðum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 74,8 mm. (í desember 2014: 117,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 28: +8,9 stig.

Mest frost mældist þann 26: -9,8 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,2 stig.

Meðalhiti við jörð var -2,85 stig. (í desember 2014: -2,7 stig.)

Alhvít jörð var í 18 daga.

Flekkótt jörð var í 13 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 2: 35 cm.

Sjóveður:Mjög rysjótt í þessum umhleypingu.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Austan stinningskaldi, allhvass, snjókoma, slydda, hiti frá -1 til +2 stig.

2: Vestan kaldi, stinningsgola, snjókoma um morguninn síðan skafrenningur, hiti +2 niður í -3 stig.

3-4: Suðaustan eða S kul, enn gekk í Austnorðaustan nónleitið þann 4. með skafrenningi í fyrstu og éljum, hiti frá -3 til +2 stig.

5: Norðan stormur, snjókoma, hiti +0 til -2 stig.

6-7: Norðan stinningskaldi, stinningsgola í fyrstu síðan suðlægar vindáttir með kuli eða golu, enn um kvöldið þ.7. gekk í Austan storm. hiti frá-7 stigum upp í +4 stig.

8: Austan stormur fram á hádegi, síðan S og SSV kaldi eða allhvass, rigning, skúrir, hiti 3 til 6 stig.

9: Sunnan kul eða gola, en síðan NA stinningskaldi um kvöldið og él, hiti +4 til -1 stig.

10-11: Norðlægar vindáttir, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, él, hiti +3 til -2 stig.

12-13: Breytilegar vindáttir, kul eða gola,þurrt í veðri, hiti 0 til -6 stig.

14-16: Sunnan eða SV, kaldi, stinningskaldi, allhvass, þurrt þ. 16. annars skúrir, hiti frá -1 til +6 stig.

17: Norðaustan allhvass eða hvassviðri, slydda, snjókoma, hiti +1 til -4 stig.

18-25: Mest Norðaustlægar vindáttir, hvassviðri, allhvass, stinningskaldi, él, snjókoma, slydda, hiti,+3 til -8 stig.

26: Austlæg eða breytileg vindátt eða gola, aðeins snjókoma um miðjan dag, frost -1 til -10 stig.

27-29: Suðlægar vindáttir, gola, stinningsgola, kaldi, allhvass, rigning, él, hiti +9 til 0 stig.

30: Norðaustlæg vindátt í fyrstu, kaldi, allhvass, síðan suðvestan stinningskaldi og síðan stormur og rok, súld, rigning, él, hiti +5 og niður í 0 stig.

31: Suðvestan og S, allhvasst, hvassviðri, síðan stinningskaldi en kul um kvöldið, él, snjókoma um tíma um kvöldið, hiti frá +4 niður í -0 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. desember 2015

Veðrið í Nóvember 2015.

Oft var svartabilur seinnihluta mánaðar. Litla-Ávík.
Oft var svartabilur seinnihluta mánaðar. Litla-Ávík.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsti dagur mánaðar var með hægri breytilegri vindátt, síðan skiptust á austlægar eða suðlægar vindáttir fram til 12 með skúrum eða rigningu. Frá 13 til 19 voru norðaustlægar vindáttir með kólnandi veðri og éljum. Eftir það voru suðlægar vindáttir aftur með hlýnandi veðri í bili, en kólnaði aftur með umhleypingum. Um miðjan dag þann 26 gekk í ákveðna norðaustanátt yfirleitt með hvassviðri og með nokkru frosti og snjókomu eða éljum það sem eftir lifði mánaðar. Talsverður snjór er nú komin á láglendi.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 83,5 mm. (í nóvember 2014: 54,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart enn mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 22: +9,0 stig.

Mest frost mældist þann 20: -8,3 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,5 stig.

Meðalhiti við jörð var -0,47 stig. (í nóvember 2014: +0,85 stig.)

Alhvít jörð var í 7 daga.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 20 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 30: 25 cm.

Sjóveður: Mjög rysjótt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Breytileg vindátt, kul eða gola, lítilsháttar rigning um kvöldið, hiti +1 til +5 stig.

2-4: Suðvestan eða Sunnan, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, skúrir, þurrt þ.4. hiti +2 til +6,5 stig.

5: Austlæg vindátt, stinningsgola eða kaldi, rigning, hiti +2 til +8 stig.

6: Breytileg vindátt með andvara í fyrstu síðan Norðan stinningsgola, þokuloft en rigning um kvöldið, hiti +4 til +6 stig.

7-9: Suðvestan allhvasst, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, skúrir, rigning, hiti +2 til +7 stig.

10-11: Austlæg vindátt, kaldi, stinningsgola, gola, rigning, hiti +3 til +5 stig.

12: Suðvestan, kul, gola, kaldi, þurrt í veðri, hiti +2 til +5 stig.

13-19: Norðaustan kul, gola,stinningsgola, kaldi, en mest stinningskaldi eða allhvass vindur, skúrir, slyddu eða snjóél, slydda, hiti +5 niður í -6 stig.

20: Suðvestan kaldi eða stinningskaldi, þurrt í veðri, hiti frá -8 til +3 stig.

21: Breytilegar vindáttir, kul, gola,stinningsgola, þurrt í veðri, hiti +0 til +6 stig.

22-23: Suðvestan hvassviðri, allhvasst,stinningskaldi, rigning, en komin norðan allhvass um kvöldið þ.23. með snjókomu, hiti +9 niður í +0 stig.

24: Norðan eða NA stinningskaldi, stinningsgola, kul, slydduél, snjókoma, hiti +3 niður í -0 stig.

25: Austlæg vindátt, gola, stinningsgola, snjókoma, rigning, hiti frá -0 til +3 stig.

26: Suðvestan allhvass, stinningskaldi, en komin NA stinningskaldi um miðjan dag með slydduéljum og síðan snjóéljum, hiti +6 niður í +0 stig.

27-30: Norðaustan eða Norðan, hvassviðri, allhvass, stinningskaldi, kaldi, snjókoma eða él, skafrenningur, hiti frá +0,5 niður í -4,5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. nóvember 2015

Veðrið í Október 2015.

Að morgni þann 24. Alhvítt í Norðurfirði.
Að morgni þann 24. Alhvítt í Norðurfirði.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Ýmsar vindáttir voru í byrjun mánaðar, suðlægar, austlægar eða breytilegar vindáttir með frekar hægum vindi en nokkurri úrkomu fram til 13. Enn eftir það voru ákveðnar suðvestlægar vindáttir fram til 18. og síðan sunnan og suðaustan fram til 20. Þá gekk í ákveðna norðaustanátt fram til 26, og kólnandi veðri með snjóéljum, og urðu fjöll þá alhvít í fyrsta sinn og alhvítt á láglendi einnig. Eftir það voru suðlægar eða austlægar vindáttir og eða breytilegar út mánuðinn, sérlega fallegur dagur þann 31. með léttskýjuðu og eða heiðskíru veðri. Mánuðurinn var mjög úrkomusamur.

Hvassviðri og eða stormur var af suðvestri 16 og 17, vindur náði 34 m/s í kviðum þann 16 og 35 m/s þann 17 í kviðum.

Mikið var um Norðurljós um kvöldið þann 6. og nutu magrir hverjir Árneshreppsbúar þess eftir vætutíð undanfarna daga, loks þegar stytti upp þann daginn og birti til seinni parts dags. Einnig var mikil Norðurljósadýrð þann 7. Norðurljós voru reyndar oftar í mánuðinum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 126,3 mm. (í október 2014: 134,2 mm.)

Úrkomu vart en mældist ekki var í 5 daga.

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist þann 17. +12,0 stig.

Mest frost mældist þann 27. -3,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +4,7 stig.

Meðalhiti við jörð var +1,73 stig. (í október 2014: +0,95 stig.)

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð var því í 25 daga.
Mesta snjódýpt mældist þann 26: 3 cm.

Sjóveður: Slæmt sjóveður var 4-25 og 29, þá talsverður sjór, og allmikill sjór dagana 21 og 22, og dagana 23 og 24 var mikill sjór. Annars mjög gott eða sæmilegt, gráð, sjólítið eða dálitlum sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Suðaustan kul og SV stinningsgola í fyrstu, síðan N og NA stinningsgola, rigning, súld, hiti +3 til +10 stig.

3: Suðvestan og V, kul eða gola, þurrt í veðri, hiti +1 til +5 stig.

4: Austan stinningsgola eða kaldi, talsverð rigning, hiti +1 til +10 stig.

5-8: Mest suðaustlæg eða suðlægar vindáttir, kaldi, stinningsgola, gola, kul, rigning, en þurrt í veðri 7 og áttunda, hiti +3 til 12 stig.

9-10: Vestan gola, stinningsgola, kaldi, en NV, kul þ.10. rigning eða súld, hiti +3 til +6 stig.

11-13: Norðan eða NV, og V, stinningsgola, kaldi, rigning,skúrir, hiti +3 til +10 stig.

14-15: Suðvestan kaldi, stinningskaldi, skúrir, hiti +6 til +9 stig.

16- 18: Suðvestan allhvasst,hvassviðri eða stormur 16. og 17. síðan kaldi, skúrir, hiti +5 til +12 stig.

19-20: Sunnan og SA andvari, kul, gola, en A kaldi um kvöldið þ.20. rigning, hiti +2 til +6 stig.

21-26: Norðaustan, kaldi, stinningskald, allhvass, hvassviðri um tíma þ.23. rigning, slydda, snjóél, hiti +6 niður í -2 stig.

27-31: Suðlægar vindáttir eða austlægar og breytilegar, logn, andvari, kul, gola, stinningsgola, en kaldi um tíma þann 30. snjókoma, slydda, rigning,enn þurrt í veðri þ.31. hiti frá -4 til +10 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. október 2015

Veðrið í September 2015.

Bændur voru nokkuð sáttir við fallþunga dilka eftir slæmt vor og sumar.
Bændur voru nokkuð sáttir við fallþunga dilka eftir slæmt vor og sumar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði að þessu sinni með suðlægum vindáttum og að mestu hlýju veðri fram til 10. ,en suðlægar eða breytilegar vindáttir frá 11.  fram til 12, en þá fór að kólna aðeins. Frá 13 og fram til 17 voru norðlægar vindáttir með súld eða rigningu og fremur svölu veðri. Eftir það voru breytilegar vindáttir eða auslægar fram til 22. Frá 23 og fram til 26 voru hafáttir. Frá 27 voru suðlægar eða austlægar vindáttir, enn mánuðurinn endaði með suðvestan stormi með miklum stormkviðum. Úrkomulítið var fyrri hluta mánaðar, talsverð úrkoma frá miðjum mánuði.

Vindur náði tólf vindstigum gömlum þann 9. eða 34 m/s í kviðum. Og einnig þann 30. náði vindur 38 m/s í kviðum í suðvestanátt.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 58,6 mm.  (í september 2014: 91,8 mm.)

Úrkomu vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 7.     

Mestur hiti mældist þann 9: +15,6 stig.

Minnstur hiti mældist þann 4: +2,7 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +8,7 stig.

Meðalhiti við jörð var +5,40 stig.  (í september 2014: +5,6 stig.)

Sjóveður: 13,14 og 15, talsverður eða allmikill sjór, 23,24, og 25, talsverður,allmikill og mikill sjór. Annars sæmilegt eða gott sjóveður.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Suðvestan, kul, gola, stinningsgola, þurrt í veðri, hiti +8 til +14 stig.

3: Suðvestan stinningskaldi, allhvass, skúrir, en norðan stinningsgola um kvöldið með súld, hiti +15 niður í +5 stig um kvöldið.

4: Suðaustan, andvari, kul, gola, í fyrstu, síðan SV, kul eða gola, þurrt í veðri, hiti +3 til +10 stig.

5-8: Suðvestan, allhvasst, stinningskaldi, skúrir, hiti +10 til +16 stig.

9-10: Suðlægar vindáttir, S, SA, kaldi, stinningskaldi eða allhvass, en vindur náði í 34 m/s í kviðum þ. 9. ,skúrir,en þurrt í veðri þann 10. , hiti +10 til +16 stig,

11-12: Breytilegar vindáttir, andvari, kul eða kul, skúr þ.11, en þurrt þ. 12. Hiti +6 til +12 stig.

13-17: Norðan NNA,NNV, gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,súld, þoka, rigning,hiti +4 til +8 stig.

18-19: Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,súld eða rigning,hiti +6 til+8 stig.

20-22: Suðaustlægar eða suðlægar vindáttir, kul, gola eða stinningsgola, rigning, þurrt þ.21. hiti +3 til +14 stig.

23-26: Norðlægar vindáttir, andvari, kul, stinningskaldi þ.24. súld eða rigning, hiti +4 til +9stig.

27: Suðvestan, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, skúrir, hiti +7 til +12 stig.

28-Austlæg vindátt með golu, síðan NA og N, kaldi með rigningu, hiti +6 til +11 stig.

29-30: Suðvestan, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, enn stormur þ. 30. með miklum stormkviðum fram eftir degi, þurrt í veðri þ.30. hiti +4 til +10 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. september 2015

Veðrið í Ágúst 2015.

Úrkomumælir umflotinn vatni að morgni 28 ágúst.
Úrkomumælir umflotinn vatni að morgni 28 ágúst.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með þessum hefðbundnu hafáttum eins og hafa verið í sumar, fram til tíunda. Þá loks þann 11 gerði suðlæga vindátt loks með sæmilegum hita, sem varði aðeins þann dag, þá gerði norðaustan aftur með kaldara veðri. Eftir það voru suðlægar vindáttir eða breytilegar fram til nítjánda. Frá 20. og fram til 29. voru norðlægar vindáttir með rigningu. Enn gífurleg rigning var þ.21 og 22, og síðan úrhelli þ.27 og 28. Síðustu tvo dagana voru suðlægar vindáttir með hlýindum og mikið til þurru veðri.

Gífurlegar vegaskemmdir urðu í mánuðinum, eftir úrhellisrigningar aðallega frá fimmtudeginum 27. og á föstudaginn 28. Miklar skriður féllu á vegi í Árneshreppi í miklum vatnavöxtum, mest á Kjörvogshlíð inn með Reykjarfirði, á veginn til Norðurfjarðar, á Munaðarneshlíð og Fellshlíð, og reindar allstaðar í hreppnum, þar sem skriður gátu fallið. Óvenju úrkomusamt var í þessum mánuði í Árneshreppi.


Mæligögn:

Úrkoman mældist  250,8 mm. (í ágúst 2014: 33,5 mm.)

Þurrir dagar voru 2.

Mestur hiti mældist þann 15: +14,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 28: +3,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,7 stig.

Meðalhiti við jörð var +5,62 stig.  (í ágúst 2014: +6,57 stig.)

Sjóveður: Slæmt sjóveður dagana 1-2-3-4 og 5,oft talsverður sjór, og 20-21-22-23, 26, 27, 28, og 29, talsverður sjór eða allmikill og mikill sjór. Annars sæmilegt eða gott.


Yfirlit dagar eða vikur:

1-10: Norðlægar vindáttir, NV, N, NA, kul, gola, stinningsgola, kaldi, súld eða rigning, hiti + 6 til + 10 stig.

11: Suðlæg vindátt, kul eða gola, skúrir, hiti +6 til +13 stig.

12:Norðaustan eða Austan, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, súld, rigning, hiti +6 til +8 stig.

13:Suðlæg eða austlæg vindátt, stinningsgola, gola,rigning, hiti +7 til +12 stig.

14:Norðvestan gola,stinningsgola, súld, rigning, hiti +7 til +11 stig.

15-19:Suðlægar eða breytilegar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, súld, skúrir, rigning, hiti +4 til +15 stig.

20-29:Norðlægar vindáttir, N, NNA, NV, gola, stinningsgola, kaldi,stinningskaldi,allhvass, súld, rigning, mikil rigning, 21og 22 en úrhelli þann 28, hiti +4 til +11 stig.

30-31:Suðvestan, eða breytilegar vindáttir,andvari, kul eða gola, aðeins skúr þ. 30. En þurrt þ. 31. hiti +7 til +12 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. ágúst 2015

Veðrið í Júlí 2015.

Reykjaneshyrnan kom sjaldan uppúr þokuloftinu eða súldarloftinu í þessum kalda júlímánuði.
Reykjaneshyrnan kom sjaldan uppúr þokuloftinu eða súldarloftinu í þessum kalda júlímánuði.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn  einkenndist af að hafáttir voru ríkjandi allan mánuðinn, oftast hægar. Og einnig var mánuðurinn mjög kaldur hiti náði aðeins að fara í tæp níu stig. Hver skyldi trúa því að hér sé verið að lísa hitastigi í júlí mánuði.?  Nokkuð úrkomusamt var í mánuðinum. Sláttur hófst seint í júlí í Árneshreppi vegna kulda, vætutíðar og sprettuleisis.


Mæligögn:

Úrkoman mældist 70,0 mm.  (í júlí 2014: 124,6 mm.)

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 27: +8,8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 9 og 25: +4,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +6,2 stig.

Meðalhiti við jörð var +5,42 stig. (í júlí 2014: +7,59 stig.)

Sjóveður: Nokkuð slæmt þann 1-11-19-20 og 31, eða talsverður sjór, annars sæmilegt og jafnvel gott.


Yfirlit dagar eða vikur:

1-31:Hafáttir, NV, N, NA, kul, gola, stinningsgola, en kaldi þann 20. og 31. og stinningskaldi, þann 1. og 19. súld, rigning, oftast þokuloft í mánuðinum, hiti 4 til 9 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. júlí 2015

Hitinn aðeins farið í átta stig.

Hámarkshitinn hefur aðeins farið í 8,1 stig sem af er júlí.
Hámarkshitinn hefur aðeins farið í 8,1 stig sem af er júlí.

Mjög kalt hefur verið og úrkomusamt sem af er júlí. Það sem af er júlí hefur verið mest þokuloft með súld eða rigningu, það sem af er mánuði eru komnir tveir dagar þurrir, úrkoman var komin í 63,5 mm í morgun á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Hámarkshitinn hefur aðeins farið í 8,1 stig, en hitinn er þetta yfirleitt á milli 6 og 7 stig yfir daginn,lægsti hitinn í júlí enn sem komið er var 4 stig þann 9.

Það er ekki von að spretti mikið í þessum kulda og lítur ílla út með grassprettu. Tveir bændur slógu smávegis um 17. og náðu því í rúllur, en annars er engin heyskapur byrjaður ennþá. Bændur ætluðu að byrja nú næstkomandi helgi ef styttir eitthvað upp.

Atburðir

« 2019 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    

Úr myndasafni

  • Byrjað að draga spýtur upp úr fjörunni.
  • úr eldhúsi,matur borinn fram.
  • Sirrý og Siggi.
  • Borgarísjaki Vestur af Sæluskeri. 27-08-2018.
  • Jón Guðbjörn Guðjónsson 60. ára
  • Árneskirkja hin nýja:01-04-2010
Vefumsjón