Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. júlí 2015

Veðrið í Júní 2015.

Fjöll urðu alhvít víða í Árneshreppi aðfaranótt þann 3.
Fjöll urðu alhvít víða í Árneshreppi aðfaranótt þann 3.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum og köldu veðri, snjóéljum og slyddu fram til fimmta. Þann sjöunda snerist í suðvestanáttir og veður talsvert hlýnandi fram til níunda, en kólnaði talsvert aftur fram til fjórtánda, slydduél voru síðast þann ellefta. Síðan voru hægar hafáttir út mánuðinn, en NA stinningskaldi þann 30. Frekar svalt var í þokuloftinu frá tuttugusta og út mánuðinn. Úrkomulítið var í mánuðinum og lítil sem engin úrkoma eftir miðjan mánuð, enda þurrir dagar taldir 15. Mánuðurinn var kaldur í heild.

Fjöll urðu hvít víða í Árneshreppi aðfaranótt þann 3. og vegur þungfær norður og Vegagerðin þurfti að moka talsverðan snjó.

Suðvestan hvassviðri og stormur var frá 7 og fram á morgun þann 9. Kviður fóru í 39 m/s, þetta var eins og hinn versti hauststormur.

Bændur voru að mestu búnir að bera tilbúin áburð á tún uppúr 20. Eru öll vorverk um hálfum mánuði til þrem vikum seinni enn í venjulegu árferði.

Mæligögn:

Úrkoman mældist  15,4 mm. (í júní 2014: 32,4 mm.)

Þurrir dagar voru 15.

Mestur hiti mældist þann 19: +13,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 13: +0,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +5,9 stig.

Meðalhiti við jörð var +3,58 stig. (í júní 2014: +7,10 stig.)

Sjóveður:Slæmt sjóveður dagana 1-2-3 og 30, annars gott eða sæmilegt sjóveður.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-6:Norðan og NA, kaldi, stinningskaldi, stinningsgola, en gola eða kul 5 og 6. skúrir, snjóél, slydda, hiti frá +0,5 til +6 stig.

7-9:Suðvestan kaldi í fyrstu síðan hvassviðri eða stormur um kvöldið þ. 7 og fram á morgun þ. 9, enn ofsaveður í kviðum, síðan stinningsgola, þurrt í veðri 7 og 9, en skúrir eða rigning þ.8, hiti 6 til 11 stig.

10-13:Norðaustan eða N, stinningsgola, gola, kul, rigning, slydduél, en þurrt í veðri 12 og 13, hiti 2 til 8 stig.

14-30:Hafáttir ,N, NV, NA andvari, kul, gola, stinningsgola, en kaldi eða stinningskaldi þ. 30. Lítilsáttar rigning, skúrir,súld, annars þurrt veður, mikið um þokuloft síðari hluta mánaðar, hiti 2 til 13 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. júní 2015

Veðrið í Maí 2015.

Að morgni 28 snjóaði talsvert í byggð,mikill snjór á mælaskýli
Að morgni 28 snjóaði talsvert í byggð,mikill snjór á mælaskýli
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðan og norðaustanáttum með éljum og köldu veðri sem stóð til og með tólfta þessa mánaðar. Þá snerist til suðlægrar vindáttar í tvo daga með hlýnandi veðri í bili. Síðan voru hafáttir næstu fjóra daga með svölu veðri að mestu. Þann nítjánda snerist til suðlægra vindátta með aðeins hlýnandi veðri til tuttugusta og fyrsta. En aðfaranótt 22. gerði skammvinna norðanátt með kalsa rigningu og slyddu. Þá voru breytilegar vindáttir í tvo daga með rigningu. Þann 25 snerist til norðlægrar vindáttar með hægum vindi í fyrstu, en þann 27. var allhvasst með snjókomu og síðan slyddu fram á 28. Norðlægar vindáttir voru svo  út mánuðinn með svölu veðri.

Mánuðurinn var mjög kaldur í heild, og úrkomusamur eftir miðjan mánuð. Ræktuð tún eru farin að grænka enn ekki stingandi strá eða komin (nál eins og sagt var í gamla daga). Enda étur lambfé úr hey rúllum sem settar eru út á tún sem þær inni væru, og fé gefin fóðurbætir úti þegar þurrt er í veðri. Úthagi er ekkert farin að taka við sér í mánaðarlok, ljósgrár enn.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 48,0 mm. (í maí 2014: 24,9 mm.)

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 23. +11,0 stig.

Mest frost mældist þann 8. -2,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,6 stig.

Meðalhiti við jörð var +0,84 stig. (+2,86 stig.)

Alhvít jörð var í 3 daga.

Flekkótt jörð var í 13 daga.

Auð jörð var því í 15 daga.

Mesta snjódýpt mældist 20 cm þann 2.

Sjóveður: Slæmt í sjóinn dagana 3-16-17-27-28 og 31. Annars allsæmilegt eða ágætt sjóveður.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-12:Norðan og NA, gola, stinningsgola, en oftast kaldi,snjóél, en þurrt í veðri 2-4-5-7-10 og 12, hiti frá -3 stig til +3 stig.

13-14:Suðaustan kul, gola eða stinningsgola, þurrt í veðri þ. 13. annars lítilsáttar rigning, hiti -1 til +10 stig.

15-18:Norðlægar eða norðaustlægar vindáttir, kul, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, rigning,skúrir,súld, hiti +2 til +8 stig.

19-21:Suðlægar vindáttir, gola, stinningsgola eða kaldi, SA, SV, skúrir, rigning, hiti +2 til +9 stig.

22: Norðan, gola,stinningsgola,rigning, slydda, hiti +2 til +5 stig.

23-24:Suðlægar eða breytilegar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, rigning, hiti +3 til +11 stig.

25-31:Norðlægar vindáttir, N, NV, NA, kul, gola, stinningskaldi, kaldi, en allhvass um kvöldið þ. 27. og fram á 28. súld, rigning, él, slydda og snjókoma, þurrt í veðri þ.31. hiti frá +7 niður í +0 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. maí 2015

Veðrið í Apríl 2015.

Sjógarð gerði þann 11 í norðan hvassviðri.
Sjógarð gerði þann 11 í norðan hvassviðri.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með nokkru frosti og éljum og snjókomu,en fór síðan að hlýna þann þriðja og var lofthiti yfir frostmarki yfir daginn. Þann 11. var komin norðan hvassviðri eða stormur með snjókomu og nokkru frosti. Síðan voru suðlægar eða austlægar vindáttir og frostlaust yfir daginn. Þann 15.fór að hlína með suðlægum vindáttum sem stóð til 21. En þann 22. fór að kólna með éljum. Þann 23. gekk í norðanátt, með allhvössum vindi með snjókomu, og talsverðu frosti, en mun hægari síðustu tvo daga mánaðar. Þann 7 og 8 gerði suðvestan hvassviðri með storméljum. Og þann 11 gerði norðan hvassviðri og storm með snjókomu og nokkru frosti.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 46,3 mm. (í apríl 2014: 41.2 mm.)

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 20: +12,0 stig.

Mest frost mældist þann 12: -5,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,5 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,26 stig.  (í apríl 2014: -0,23 stig.)

Alhvít jörð var í 15 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð var því í 3 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 3. 22 cm.

Sjóveður: Slæmt dagana 1-11-12 og frá 24 til 28, annars sæmilegt í sjóinn.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðan og NA,allhvass í fyrstu,síðan,stinningskaldi eða kaldi,snjóél,frost -3 til -5 stig.

2-3: Austan og SA,gola,kul,þurrt í veðri þ.2 en snjókoma eða skúrir þ.3.hiti -5 til +7 stig.

4: Sunnan og SV,gola,síðan allhvass og hvassviðri um tíma um kvöldið,rigning,skúrir,hiti +3 til +8 stig.

5: Suðaustan og S,kul eða gola,snjókoma,slydda,rigning,súld,hiti +1 til +7 stig.

6-8: Suðvestan,stinningsgola,allhvass,hvassviðri,skúrir,él,hiti +7 niður í -1 stig.

9-10 :Suðlægar eða breytilegar vindáttir,kul eða gola,en NA allhvass um kvöldið þ.10,hiti +3 til -3 stig.

11: Norðan hvassviðri eða stormur,snjókoma,frost -1 til -5 stig.

12: Suðvestan gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,þurrt í veðri,hiti frá -6 til +1 stig.

13: Suðaustan gola eða stinningsgola,rigning,hiti +2 til 6 stig.

14: Vestan gola,síðan norðan stinningsgola,él,hiti frá +5 til -1 stig.

15-22: Mest Suðvestan eða suðlægar vindáttir, gola, stinningsgola, kaldi, en allhvasst eða hvassviðri 21. og fram á 22. Þurrt í veðri 15. 16 og 18. annars skúrir, hiti frá +12 niður í -1 stig.

23-30: Norðan, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, en allhvass eða hvassviðri dagana 26,27 og 28, síðan hægari vindur, él, snjókoma, frost frá -6 til + 1 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. apríl 2015

Veðrið í Mars 2015.

Álftirnar eru mættar með sinn vorboða,en er allt hvítt frá sjó til efstu tinda og kalt.
Álftirnar eru mættar með sinn vorboða,en er allt hvítt frá sjó til efstu tinda og kalt.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu þrjá daga mánaðar var norðlæg og vestlæg vindátt. Síðan voru miklir umhleypingar mest með suðlægum vindáttum fram til 22. Þann 23 gerði loks norðlæga vindátt í um tvo daga,sem ekki hefur sést í mánuðinum nema fyrstu tvo daga mánaðar. Einnig var norðlæg vindátt frá 28. til 30. Enn mánuðurinn endaði með vestlægri vindátt og síðan norðan með éljum. Nokkur bloti var frá því um og fyrir miðjan mánuð og til 22. Eftir það fór að kólna og nokkurt frost var síðustu daga mánaðar.

 

Suðvestan stormur var þann 5.vindur 23 m/s og í kviðum upp í 35 m/s sem eru tólf vindstig gömul. Stormur S -SV var um tíma um kvöldið þann 8.vindur fór í kviðum í 35 m/s. Enn og aftur var stormur um kvöldið þann 10. Sunnan 23 m/s í jafnavind og í kviðum upp í 36 m/s. Sunnan stormur eða rok var þann 14 og var jafnavindur oft um 23 til 26 m/s en versta veðrið var á milli 12:30 til að verða tvö,var þá jafnavindur 31m/s og fóru kviður í 47 m/s. Skóf jarðveg,skarna og möl upp í verstu kviðunum. Enn var sunnan hvassviðri eða stormur þann 16. Fóru þá kviður í 44 m/s um hádegið. Eftir það voru engin læti í veðrinu,þótt umhleypingar væru.

 
Yfirlit dagar eða vikur:

1-2:Norðan stinningskaldi,allhvasst,él,skafrenningur,frost -0 til -4 stig.

3:Vestan gola eða stinningsgola,úrkomulaust,frost -1 til -4 stig.

4:Suðaustan gola,kaldi,allhvasst,snjókoma,slydda,rigning,hiti -4 til +3 stig.

5: Suðvestan allhvasst,stormur,él,hiti -1 til +4 stig.

6:Suðaustan um daginn með golu,stinningsgolu eða kalda,en S eða SV stinningskaldi um kvöldið,slydda,hiti -1 til +4 stig.

7:Suðvestan kaldi,síðan suðaustan kul,þurrt í veðri,hiti +2 til -1 stig.

8:Suðvestan eða S,stinningskaldi,allhvasst,en stormur um kvöldið,snjókoma,skafrenningur,hiti+1 til -2 stig.

9:Sunnan eða SV kaldi,síðan gola,smá él um morguninn,hiti +1 til -3 stig.

10:Austan eða SA og S,stinningsgola,allhvasst,stormur um kvöldið,snjókoma,slydda,skúrir,hiti -4 til +5 stig.

11:Sunnan eða SV,stinningsgola,stinningskaldi,él,hiti + 1 til -2 stig.

12:Suðaustan andvari,gola,síðan NA stinningsgola eða gola,snjókoma,súld um kvöldið,hiti -2 til +4 stig.

13-14:Sunnan,SV,stinningsgola,allhvasst,hvassviðri,en stormur og ofsaveður þ.14. él,skúrir,rigning,hiti -0 til +10 stig.

15:Suðsuðvestan stinningskaldi eða kaldi,en NA allhvasst um kvöldið með snjókomu,hiti +0 til +6 stig.

16:Sunnan hvassviðri og eða stormur,él,skúrir,hiti +6 til 0 stig.

17-18:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,andvari,kul,gola,smá él þann 17,annars þurrt,hiti -4 til +3 stig.

19-20:Norðaustan eða A,kaldi í fyrstu síðan stinningsgola,snjókoma,slydda,él,rigning,hiti +0 til +4 stig.

21-22:Suðvestan,allhvasst,stinningskaldi,kaldi,skúrir,él,hiti +9 niður í +2 stig.

23-24:Norðan kaldi,stinningskaldi,allhvass,síðan NA og A,gola,él en þurrt í veðri þ.24.hiti -4 til 0 stig.

25-27:Sunnan eða SV,stinningsgola,kaldi,rigning,slydda,él,hiti +4 til -2 stig.

28-30:Norðan,stinningskaldi,kaldi,allhvass um tíma þ.29.él,snjókoma,frost -1 til -5 stig.

31:Norðvestan gola eða stinningsgola,en norðan kaldi,stinningskaldi,allhvass um kvöldið,él,frost -2 til -5 stig.


Mæligögn:

Úrkoman mældist 88,9 mm. (í mars 2014: 95,7 mm.)

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældis þann 10: +10,0 stig.

Mest frost mældist dagana 29 og 30: -5,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var: +0,3 stig.

Meðalhiti við jörð var: -2,18 stig.  (í mars 2014: -1,98 stig.)

Alhvít jörð var í 22 daga.

Flekkótt jörð var í 9 daga.

Auð jörð því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 6: 35 cm.

Sjóveður:Nokkuð rysjótt fram undir miðjan mánuð,en sæmilegir dagar á milli,og skárra í sjóinn seinnihluta mánaðar.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. mars 2015

Rok- Ofsaveður.

Mikil svell þarf að fara yfir til að lesa af hitamælum í Litlu -Ávík sem er við ljósastaurinn.
Mikil svell þarf að fara yfir til að lesa af hitamælum í Litlu -Ávík sem er við ljósastaurinn.
1 af 2

Veður hefur verið þannig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum í morgun og sem af er degi. Klukkan sex var veðrið þannig:Suðsuðaustan 17 m/s upp í 22m/s í kviðum. Og kl:09:00 var það þannig SSA 18 m/s og í kviðum í 23 m/s. Og klukkan tólf á hádegi var það þannig: Sunnan 26 m/s og kviður í 43 m/s. Ekki hefur verið mikil úrkoma í þessu en stundum talsvert um skúrir. Hiti hefur verið sex til níu stig. Enn frá klukkan um 12:30 og fram til 14:10 var veðrið verst hér og var þá jafnvindum komin í 31 m/s  af suðri og kviður í 47 m/s. Veður fór síðan að ganga eitthvað nú fyrir og um klukkan tvö í dag. Eins og Veðurstofan spáði fyrir um. Veðurfræðingur á vakt Teitur Arason hjá Veðurstofu Íslands  segir þetta vera sennilega eitt versta sunnan veður sem komið hefur síðan 2007.

Vindurinn skefur upp jarðveg,grasrót,möl,og skarna og jafnvel klakastykki,menn eru mest hissa á því að rúður skuli ekki brotna eða eitthvað að láta undan í þessum ofsa í dag. Fréttamaður hefur ekki frétt af neinu tjóni enn í þessu veðri.  Miklar rafmagntruflanir hafa verið frá því snemma í morgun,enn frá því fyrir hádegi hefur rafmagn verið stöðugt.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2015

Veðrið í Febrúar 2015.

Ávíkuráin ruddi sig í mánuðinum og engu líkar en að klakastykkjunum sé raðað upp með handafli niður við sjóinn.
Ávíkuráin ruddi sig í mánuðinum og engu líkar en að klakastykkjunum sé raðað upp með handafli niður við sjóinn.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta dag mánaðar var suðvestan og þann annan norðan,með hægum vindi,en snjómuggu eða éljum. Þann þriðja gekk í ákveðnar suðvestanáttir með hvassviðri eða stormi og eða roki með miklum kviðum (byljótt),sem stóð fram til og með tíunda. Eftir það var frekar hægur vindur fram til fjórtánda að fór að hvessa af suðaustri um kvöldið og hlýnaði í veðri. Síðan umhleypingar áfram. Enn þann 19.gekk í norðaustan og norðan hvassviðri með talsverði ofankomu,og voru mest norðlægar eða austlægar vindáttir ríkjandi fram til 25. Síðustu daga mánaðar voru norðlægar vindáttir með snjókomu og éljum,og stundum ísingarveðri. Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur eins og undanfarnir mánuðir.

 

Í hlákunni og hvassviðrinu fjórða til áttunda fóru svell af vegum og túnum að mestu. En þann 25 og 26 slaknaði aðeins og fóru að myndast svellalög aftur.

Í suðvestanáttunum 3. til 10. var jafnavindur oft um og yfir 20 m/s. Enn þann 5. var  hvassast um morguninn kl:06:00,þá var jafnavindur 28 m/s en mesta kviða fór í 42 m/s eða 152 km/klst. Einnig þann 8. Kl:18:00 var jafnavindur 26 m/s en í kviðum fór vindur í 44 m/s eða 159 km/klst. Og eins var þetta kl:21:00 ,nema að jafnavindur var þá 27 m/s.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1:Suðvestan og V,gola eða stinningsgola,snjókoma,hiti – 1 til +2 stig.

2:Norðan,stinningsgola eða kaldi,snjókoma,él,frost -2 til -5 stig.

3-10:Suðvestan mest hvassviðri,stormur eða rok,og mjög byljótt,él,snjókoma,rigning,skúrir,  skafrenningur, þurrt í veðri þ.3 og 5.hiti frá +8,5 stigum niður í -7 stig.

11-13:Vestlægar eða breytilegar vindáttir,kul,gola eða stinningsgola,skafrenningur,él,þurrt í veðri þ.11 og 13,frost frá -2 niður í -11 stig.

14:Breytileg vindátt í fyrstu,kul síðan SA eða S,hvassviðri eða stormur um kvöldið,snjókoma,slydda og síðan rigning,hlýnaði í veðri,hiti frá -5 upp í +8 stig.

15-16:Suðvestan allhvasst,stinningskaldi,,kaldi,þurrt í veðri þ.15. annars él,hiti +8 til -5 stig.

17:Vestan kaldi,stinningsgola í fyrstu með éljum,síðan SA eða A stinningsgola um kvöldið með snjókomu,frost -2 til -6 stig.

18:Suðaustan og A gola,stinningsgola,snjókoma,rigning,slydda,hiti +2 til +5 stig.

19-20:Norðaustan eða N,hvassviðri,allhvasst,stinningskaldi,kaldi,snjókoma,él,skafrenningur,hiti frá +0 og niður í -5 stig.

21:Norðaustan og A,kul eða gola,lítiláttar él,frost,-5 til -8 stig.

22-25:Norðaustan eða A,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,allhvasst,hvassviðri,skafrenningur,él,snjókoma,slydda,hiti frá -7 til +3 stig.

26-28:Norðan,NV,NNA,hvassviðri í fyrstu þ.26. annars,allhvasst,stinningskaldi,snjókoma,él,ísing,skafrenningur,hiti +3 til -3 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 78,9 mm. (í febrúar 2014: 37,1 mm.)

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 8: +8,5 stig.

Mest frost mældist þann 12: -10,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -0,8 stig.

Meðalhiti við jörð var -3,70 stig. (í febrúar 2014: -1,07 stig.)

Alhvít jörð var í 21 dag.

Flekkótt jörð var í 7 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 28: 31 cm.

Sjóveður:Mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. febrúar 2015

Rok og miklar kviður.

Sjóinn skefur í storminum.
Sjóinn skefur í storminum.

Suðvestanáttin hefur verið þrálát nú síðustu daga. Í gærkvöld og í nótt og fram undir hádegið var hvassast,en nú um hádegið dróg úr vindi talsvert í bili,en áfram á að vera hvassviðri eða stormur. Klukkan sex í morgun voru 28 m/s og upp í 42 m/s í kviðum. En nú á hádegi var jafnavindur komin niður í 19 m/s á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Gífurleg hálka er á vegum og tún mjög svelluð,þótt talsvert hafi tekið upp. Ílla lítur út með flug á Gjögur næstu daga samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. febrúar 2015

Veðrið í Janúar 2015.

Trékyllisvík og Melar 30-01-2015.
Trékyllisvík og Melar 30-01-2015.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum sem stóðu fram til og með ellefta. Eftir það gekk til norðlægra vindátta,oft með allhvössum vindi,með nokkurri ofankomu. Frá átjánda voru mest suðlægar vindáttir,fram til tuttugusta og sjöunda. Enn þann 28. og til 30. voru ákveðnar norðaustanáttir eða norðlægar áttir með slyddu eða snjókomu og síðan éljum. Mánuðurinn endaði síðan með hægum vestlægum vindáttum með fallegu veðri en nokkru frosti. Þetta var mjög umhleypingasamt veðurfar í mánuðinum. Nokkuð úrkomusamt var í mánuðinum.

Nokkra blota gerði í mánuðinum sem með réttu mega kallast spilliblotar,því þeir gerðu ekkert annað en auka svell á túnum og vegum.

Hvassviðri og stormur var þann 8.og náði vindur í kviðum í 68 hnúta eða 35 m/s,í kviðum sem eru 12 gömul vindstig.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2:Austan eða NA,stinningsgola,allhvass síðan kul um kvöldið Þ.2,snjókoma,hiti frá +3,5 niðri -3 stig.

3:Suðvestan,stinningskaldi,kaldi,stinningsgola,skafrenningur,þurrt í veðri,hiti -3 til +1 stig.

4:Suðaustan,gola,stinningsgola,kaldi,snjókoma,slydda,rigning,hiti frá -4 til +4 stig.

5:Sunnan eða SA,stinningskaldi,stinningsgola,gola,smá él um morguninn,hiti frá +7,5 niðri -1 stig.

6-9:Mest suðvestan,kaldi,en allhvass og hvassviðri 7. og 8.en kaldi,stinningsgola,þ.9.,él,hiti frá -2 til +5 stig.

10-11:Suðaustan,andvari,kul,gola,þurrt í veðri þ.10.en smá él um morguninn þ.11. frost -2 til -6 stig.

12-17: Norðaustan eða norðlægar vindáttir,kaldi,allhvass þ.13.og 16.snjókoma,él,hiti frá +3 stigum  niður í -5 stig.

18-24:Suðlægar,SA-S-SV,vindáttir,kul,gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,þurrt í veðri.18, 20 og 23,annars rigning,slydda eða snjókoma,hiti frá +5 niðri -7,5 stig.

25:Sunnan gola eða stinningsgola í fyrstu,síðan V og N kaldi um kvöldið,slydda eða snjókoma,hiti +4 og niðri -1 stig.

26-27:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,stinningsgola,stinningskaldi,él,slydda,skafrenningur,hiti +6 til -3 stig.

28-30:Vestan gola í fyrstu,síðan NA eða N slydda,snjókoma,él,hiti frá + 3 stigum niðri -2 stig.

31:Vestlægar vindáttir kul,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,hiti frá 0 stigum niður í -5 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 97,5 mm.  (í janúar 2014: 49,5 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 5. +7,5 stig.

Mest frost mældist þann 18. -7,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -0,0 stig.

Meðalhiti við jörð var -3,05 stig. (í janúar 2014: -0,44 stig.)

Alhvít jörð var í 17 daga.

Flekkótt jörð var í 14 daga.
Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist 26 cm. þann 26.

Sjóveður:Mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 16. janúar 2015

Úrkoman var 836,7 mm árið 2014.

Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 836,7 mm á liðnu ári 2014. Úrkoman hefur aldrei náð því að fara yfir þúsund millimetra á einu ári nema árið 2011,þá var úrkoman 1153,8 mm,sem var úrkomumet. Næst þessu meti kom árið 2009 með 994,6 mm,og árið 2006 með 993,2 mm. Enn minnsta úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var árið 2010 með 633 mm. Og var það í eina skiptið sem úrkoma er undir sjö hundruð millimetrum á ársgrundvelli. Þrívegis fór úrkoman 2014 yfir hundrað mm í einum mánuði og það var í júlí (124,6 mm) í október (134,2 mm) og í desember (117,2 mm). Og minnsta úrkoma á árinu 2014 var í maí (24,9 mm). Úrkoman var því 128,7 mm meiri en árið 2013.

Hér fara á eftir tölur yfir mælingar á úrkomu frá 12 ágúst 1995,en þá hófust mælingar í Litlu-Ávík,og nú til ársins 2014: 1995: (358,3 mm) frá ágúst til desember. 1996: (778,0 mm). 1997: (914,9 mm). 1998: (892,9 mm). 1999: (882,0 mm). 2000: (743,8 mm). 2001: (722,6 mm): 2002: (827.4 mm). 2003: (883,0 mm). 2004: (873,9 mm).2005: (763,3 mm). 2006: (993,2 mm). 2007: (972,0 mm). 2008: (864,1 mm). 2009: (994,6 mm). 2010: (633,5 mm). 2011: (1153,8 mm). 2012: (789,1 mm). 2013: (708,0 mm). 2014: 836,7 mm.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. janúar 2015

Veðrið í Desember 2014.

Mjög mikill klammi myndaðist á hús og girðingar og raflínur um miðjan mánuð.
Mjög mikill klammi myndaðist á hús og girðingar og raflínur um miðjan mánuð.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með kvelli,því frá miðnætti og aðfaranótt þann 1.og fram á morgun var suðvestan rok eða ofsaveður,síðan voru hvassar SV- áttir fram til fjórða. Eftir það voru umhleypingar með éljum eða snjókomu. Þann níunda um kvöldið gekk í Norðan storm og var fárviðri og ofsaveður aðfaranótt tíunda og um morguninn. Enn og aftur gerði Norðan hvassviðri eða storm tíunda og ellefta,með snjókomu eða éljum. Eftir það voru miklir umhleypingar út mánuðinn.

Spilliblota gerði dagana fyrir jól og seig snjór mikið,mest í slydduveðri,vegir urðu mjög svellaðir. Aftur gerði blota á milli jóla og nýárs í SV hvassviðri og fór snjór þá mikið og svellalög minkuðu og urðu vegir sumstaðar auðir. Mjög úrkomusamt var í mánuðinum. Ágætt veður var um miðnætti á gamlárskvöld og aðfaranótt nýársdags,gott veður til að skjóta upp flugeldum.

Í Suðvestan veðrinu þann 1.náði vindur að fara í 47 m/s í kviðum sem er langt yfir vindstigakvarðann gamla,sem sýnir aðeins tólf vindstig eða 35 m/s.

Í Norðan óveðrinu þann tíunda var meðalvindhraði 33 m/s eða fárviðri um tíma síðan ofsaveður,mesti vindhraði var 38 m/s. Í þessu veðri fór ölduhæð í 9 til 14 metra eða hafrót.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4:Suðvestan rok,stormur,hvassviðri,síðan,allhvass,stinningskaldi eða kaldi,en kul eða gola,þ.4.,skúrir,él,snjókoma,hiti +5 og niður í -3 stig.

5:Austan,stinningsgola,stinningskaldi,snjóél,snjókoma,hiti -1 upp í +3 stig.

6:Suðvestan kaldi í fyrstu síðan SA andvari,snjóél,hiti frá -2 til +2 stig.

7-8:Norðaustan eða A læg vindátt,stinningskaldi,stinningsgola,gola,snjóél,hiti frá - 4 til +1 stig.

9:Aðfaranótt níunda var austan hvassviðri með snjókomu eða slyddu framundir morgun,um daginn var SV stinningsgola,kaldi og hvassviðri um tíma með snjókomu og skafrenningi,um kvöldið gekk í Norðan storm með snjókomu,hiti +2 til -2 stig.

10-11:Norðan fárviðri,ofsaveður,rok,stormur,hvassviðri,snjókoma,él,frost -1 til -5 stig.

12:Norlægur í fyrstu en síðan SV,stinningsgola,gola,þurrt í veðri,frost -4 til -8 stig.

13:Sunnan gola í fyrstu,síðan NA stinningskaldi,snjókoma um kvöldið,hiti frá -5 stigum upp í 0 stig.

14-15:Norðan hvassviðri,stormur,síðan allhvasst,snjóél,snjókoma,frost -1 til -6 stig.

16:Austan eða suðlæg vindátt,gola,stinningsgola,stinningskaldi,mikil snjókoma um tíma,hiti -5 til +3 stig.

17-Austan stinningskaldi og síðan V gola,snjókoma,hiti frá +2 niðri -1 stig.

18-19:Vestan andvari í fyrstu síðan norðlæg vindátt,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,allhvass,snjókoma,slydda,hiti +3 niðri -5 stig.

20:Austan gola eða stinningsgola,rigning,slydda,snjókoma,hiti frá -2 upp í +4 stig.

21:Vestan og NV,kul,stinningsgola,allhvass,él,slydda,hiti frá +1 til +6 stig.

22-24:Norðaustan kaldi,stinningskaldi,allhvass,hvassviðri,snjókoma,slydda,él,hiti +0 til +4 stig.

25-26:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola eða kaldi,lítilsáttar snjókoma með köflum,hiti frá -5 til +2 stig.

27:Norðlæg og síðan suðlæg vindátt,kaldi síðan gola,snjókoma,él,hiti frá -5 til +0 stig.

28-31:Sunnan eða SV,hvassviðri,síðan allhvasst,stinningskaldi,kaldi,enn kul á gamlárskvöld,skúrir,rigning,hiti +2 til +9,5 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 117,2 mm. (í desember 2013: 63,0 mm.)

Þurrir dagar voru 1.

Mestur hiti mældist þann 29: +9,5 stig.

Mest frost mældist þann  12: -7,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0.1 stig.

Meðalhiti við jörð var -2,7 stig. (í desember 2013: -3,51 stig.)

Alhvít jörð var í 26 daga.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 2 daga.

Mesta snjódýpt mældist 45 cm þann 19.

Sjóveður:Oftast mjög slæmt og eða mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2019 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    

Úr myndasafni

  • Byrjað að setja þakjárn á,21-11-08.
  • Séð að Melum af Hlíðarhúsunum 10-03-2008.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Áfram er steypt.06-09-08.
Vefumsjón