Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 24. júní 2017 Prenta

Árnesshreppur hefur gefið grænt ljós á að rannsóknarvinna til undirbúnings virkjunar í Hvalá geti hafist.

Fossinn Drynjandi í Hvalárgljúfri (mynd Gunnar G. Magnússon.)
Fossinn Drynjandi í Hvalárgljúfri (mynd Gunnar G. Magnússon.)
1 af 2
RÚV.is
Hreppsnefnd Árnesshrepps hefur fyrir sína parta gefið grænt ljós á að rannsóknarvinna til undirbúnings virkjunar í Hvalá geti hafist. Nefndin hefur þó ekki gefið endanlegt framkvæmdaleyfi, en rannsóknarvinnan gæti hafist í sumar með tilheyrandi vegagerð og jarðraski.
 

Tæplega 70 manns mættu á málþing varðandi virkjunarframkvæmdir í Hvalá í Árneshreppi á Ströndum í dag. Í byggðarlaginu búa 46 manns og tilgangur málþingsins var að opna umræðuna og koma sjónarmiðum allra á framfæri.

Skoðanir í hreppnum eru skiptar. En hvaða áhrif hefur svona stórt mál á svona lítið samfélag? „Mér finnst þetta ekkert vera að hafa rosalega mikil áhrif. Maður veit að það hafa verið að skerpast línur í þessu; sumir eru þessu mótfallnir en hafa ekki verið það fyrr en núna á síðustu stundu. Við látum þetta ekki hafa áhrif á okkur að öðru leyti. Við bara megum það ekki. Við erum svo fá, við þurfum að standa saman að svo mörgum öðrum málum að við getum ekki látið þetta eyðileggja fyrir okkur. Þetta verður bara hrein atkvæðagreiðsla, væntanlega innan hreppsnefndar, þegar næstu skref verða tekin. Nánar hér á RÚV.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Steinstún-2002.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
Vefumsjón