Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. september 2011

Fyrsti snjór í fjöllum.

Krossnesfjalls séð frá Litlu-Ávík.Mynd tekin um kl.16:30 í gær og snjó farin að taka aftur talsvert upp,en haugasjór.
Krossnesfjalls séð frá Litlu-Ávík.Mynd tekin um kl.16:30 í gær og snjó farin að taka aftur talsvert upp,en haugasjór.
1 af 3
Í gær kólnaði aldeilis á Ströndum og víðar á norðurlandi þegar fyrsta alvöru kuldalægðin kom að norðaustanverðu landinu.

Strax í gær um hádegið voru fjöll orðin flekkótt niðrí allt að hundrað metra því á tímabili var flekkótt á svonefndu Reiðholti (þar sem fjarskiptastöð Símans er í Litlu-Ávíkurlandi við Reykjaneshyrnu). Klukkan 12:00 var hitinn komin niðrí 2,6 stig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík og vindur NNV 10 m/s og talsverð slydda.(á Gjögurflugvelli 2,7 stig).Síðan kólnaði áfram talsvert því hiti á Sjálfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli var 1,7 stig kl.14:00.Eftir það fór hitinn að skríða uppávið aðeins aftur og var hitinn komin rétt yfir 3 stig kl 18:00  á stöðinni í Litlu-Ávík og Gjögurflugvelli litlu minni.Um hálf fimm í gær stytti upp og engin úrkoma var í nótt,en úrkoman í gærdag frá 09:00 til 18:00 var 10,3 mm.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 4. september 2011

Gífurleg úrkoma í nótt.

Það mældist 70,1 mm eftir nóttina í Litlu-Ávík.
Það mældist 70,1 mm eftir nóttina í Litlu-Ávík.

Það var gífurleg úrkoma í Árneshreppi frá í gærkvöld og fram á morgun.Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist úrkoman frá klukkan 18:00 í gær og til klukkan 09:00 í morgun eða á fimmtán tímum 70,1 mm,og er það langmesta úrkoma sem mælst hefur í Litlu-Ávík eftir 15 tíma eða eina nótt.

Samkvæmt gagnabrunni Veðurstofu Íslands var næstmesta úrkoman á Sauðanesvita 9,7 mm.

Mjög kalt var líka á Ströndum í nótt,kaldast á Hornbjargsvita 3,7 stig og á Gjögurflugvelli 4,1 stig og í Litlu-Ávík 4,4 stig.

Ekki hefur fréttamaður haft spurnir af hvort vegir hafi skemmst í þessum vatnavöxtum.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. september 2011

Yfirlit yfir veðrið í Ágúst 2011.

Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum.
Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum.
Veðrið í Ágúst 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum og þurru veðri fyrsta dag mánaðar, aðfaranótt  3 var engu líkara en allar flóðgáttir himins hafi opnast,og síðan var úrkoma fram á áttunda.Þann níunda létti til með breytilegum vindáttum og þurru veðri fram til 13,eftir það var Norðan með mikilli rigningu eða súld fram á 16.Frá 17 voru breytilegar vindáttir og hægviðri,síðan NA stinningsgola.Loks þann 27,snérist til suðlægra vindátta með hlýindum út mánuðinn.

Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum eða 109,4 mm af heildarúrkomu mánaðarins sem var 138,6 mm.

Fyrrislætti lauk loks hjá bændum í Árneshreppi um 12 eða 13 ágúst.Einhver seinnisláttur var seinna í mánuðinum hjá nokkrum bændum.Heyföng urðu sæmileg fyrir rest.

Berjaspretta er talin mjög léleg.


Yfirlit dagar eða vikur.

1-2:Norðaustan eða Austan,stinningsgola eða kaldi,rigning þ.2 þurrt þ.1 hiti 9 til 11 stig.

3-8:Norðan og NV gola og stinningsgola,úrfelli aðfaranótt þ.3, rigning,súld og þokuloft,hiti 5 til 10 stig.

9-12:Breytilegar vindáttir andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 3 til 13 stig.

13-16:Norðan eða NV kaldi, oft mikil rigning, súld, hiti 5 til 9 stig.

17-23:Breytilegar vindáttir eða hafáttir andvari,kul eða gola,þurrt 17 og 21,annars rigning eða súld,hiti 4 til 11 stig.

24-26:Norðaustan stinningsgola eða kaldi síðan gola þ.26, súld þ.25,annars þurrt,hiti 5 til 9 stig.

27-31:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,kul,gola,en stinningskaldi þ.28,rigning eða skúrir,þurrt þ.29,hiti 5 til 17 stig.

 

Úrkoman mældist  138,6 mm.(í ágúst 2010: 88,3 mm.)

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 30: 17,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 10: 2,8 stig.
Meðalhiti var: +8,2 stig.

Meðalhiti við jörð var +6,16 stig. (í ágúst 2010: +7,7 stig.)

Sjóveður:Leiðinlegt sjóveður 1 til 6 og slæmt 14,15 og 16,síðan sæmilegasta sjóveður og afmuna gott síðustu daga mánaðar.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. ágúst 2011

Mikil úrkoma.

Flæðir upp að úrkomumæli.
Flæðir upp að úrkomumæli.
1 af 3
Mikið hefur rignt hér á Ströndum síðan á sunnudagskvöld.Norðanátt hefur verið og síðan Norðvestan með kalda súld í fyrstu síðan mikilli rigningu.Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist úrkoman eftir nóttina í nótt 30,2 mm, og frá kl 18:00 á sunnudag til kl 09:00  í morgun  hafa mælst samtals 66,8 mm og er það að slaga uppí meðaltals úrkomu í ágúst.Nú í morgunsárið er að draga loks úr úrkomunni og orðin meiri súld.Einnig rigndi mikið aðfaranótt þriðja ágúst þegar úrkoman mældist 39,0 mm eftir nóttina.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. ágúst 2011

Mikil úrkoma eftir nóttina.

Lækir sáust í morgun sem sjást yfirleitt ekki fyrr en í september.
Lækir sáust í morgun sem sjást yfirleitt ekki fyrr en í september.
Það rigndi mikið hér á Ströndum í nótt.Það er engu líkara að veðurguðirnir hafi opnað fyrir flóðgættirnar nú í byrjun ágúst eftir þurran júlí.

Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík eftir nóttina,eða frá kl.18:00 í gær til 09:00 í morgun mældist 39,0 mm og var það mesta úrkoman á landinu eftir nóttina.Næst mest úrkoma mældist í Bolungarvík  11,7 mm.

Fyrsti dagur ágúst var þurr enn síðan hefur verið rigning eða súld.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. ágúst 2011

Yfirlit yfir veðrið í Júlí 2011.

Þokuhattur á Reykjaneshyrnu.
Þokuhattur á Reykjaneshyrnu.
Veðrið í Júlí 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var fremur svalur fram til tíundu.Norðlægar vindáttir með þokulofti oftast og súld með köflum,hitinn komst þó yfir tíu stig þegar þokunni létti hluta úr dögum.

Þann 11 snérist vindur í SV með þurru og hlýju veðri,síðan breytilegar vindáttir.Þann 15 snérist vindur aftur til Norðlægrar vindáttar og með þokusúld með köflum og kólnaði þá verulega í 3 daga sem vorkuldi í maí væri,og var norðlæg átt fram til 19.Frá 20 voru hafáttir eða breytilegar með þurru og hlýju veðri fram til 26,en úrkoma var 24-25 og 26.Þá snérist til suðlægra vindátta í 3 daga.Mánuðurinn endaði með Norðvestan og þokulofti.

Mánuðurinn var mjög þurr í heild,þótt oft hafi verið rakt í þokuloftinu og lítill þurrkur.

Fjöll talin auð þann 18 eða mánuði seinna en í fyrra.

Bændur byrjuðu ekki almennt slátt fyrr enn eftir 20, sem er vel hálfum mánuði seinna en í venjulegu árferði.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-10:Norðan og NV eða hafáttir,kul,gola eða stinningsgola,súld eða rigning með köflum,oftast þokuloft,þurrt  1,7,9 og 10.Hiti 4 til 13 stig.

11-12.Suðvestan gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,hiti 7 til 16 stig.

13-14:Breytilegar vindáttir andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 9 til 16 stig.

15-19:Norðan eða NV andvari en oftast gola,súld með köflum,þokuloft,þurrt þ.18,hiti 4 til 10 stig.

20-26:Hafáttir eða breytilegar vindáttir logn,andvari,kul eða gola,rigning eða súld 24,25 og26 annars þurrt,hiti frá 3 stigum til 18 stig.

27-29:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola síðan kaldi,skúrir eða rigning,þurrt þ.28.Hiti 9 til 16 stig.

30-31:Austan og síðan NV,kul eða gola,stinningsgola,súldarvottur þ.31,þurrt þ.30.Hiti 8 til 16 stig.

 

Úrkoman mældist 14,7 mm.  (í júlí 2010: 63,1 mm).

Þurrir dagar voru 15.

Mestur hiti mældist þann 23. 17,8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 1. 3,0 stig.
Meðalhiti var: +9,1 stig.

Meðalhiti við jörð var + 6,3 stig. (í júlí 2010: +6,29 stig).

Sjóveður:Gott sjóveður allan mánuðinn.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 17. júlí 2011

Vorkuldi.

Í Litlu-Ávík mældist lágmarkshitinn eftir nóttina 4,4 stig.
Í Litlu-Ávík mældist lágmarkshitinn eftir nóttina 4,4 stig.
Enn er kalt hér á Norður Ströndum algjör vorkuldi þótt júlí sé.

Hitinn á Veðurstöðinni í Litlu-Ávík hefur aðeins farið uppí síðustu tvo daga átta til níu stig hluta úr degi og niður í 4 stig á nóttinni í þokubrælunni.Nú klukkan níu í morgun var aðeins 5,1 stigs hiti í Litlu-Ávík.

Samkvæmt Gagnabrunni Veðurstofu Íslands var kaldast á láglendi á landinu í nótt á Blönduósi 1,1 stig  og á Hornbjargsvita fór hitinn niðrí 3,4 stig.Í Litlu-Ávík mældist lágmarkshitinn eftir nóttina 4,4 stig.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. júlí 2011

Kaldast á Gjögurflugvelli.

Mælaskýlið í Litlu-Ávík.Kaldast var á Gjögurflugvelli 4,3 stig.
Mælaskýlið í Litlu-Ávík.Kaldast var á Gjögurflugvelli 4,3 stig.
Í gær 15 júlí kólnaði heldur betur í veðri hér á Ströndum og víðar á Norðurlandi.

Í gær var komin norðan og eða norðvestan með súld með köflum og þokulofti.

Í morgun var svipað veður og er spáð eitthvað svipuðu veðri,heldur kólnandi ef eitthvað er.

Kaldast eftir síðastliðna nótt á láglendi var á Gjögurflugvelli 4,3 stig og á Hornbjargsvita 4,5 stig og í Litlu-Ávík 4,8 stig,samkvæmt Gagnabrunni Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. júlí 2011

Stefnir í 16 til 17 stiga hita í dag.

Séð til Norðurfjarðar í morgun.Drangajökull í bakgrunni.
Séð til Norðurfjarðar í morgun.Drangajökull í bakgrunni.
Loks er komið sumarveður hér á Ströndum Norður.Hitinn í gær komst yfir þrettán stig seinnipartinn þegar þokuloftinu linnti.

Strax í morgun klukkan níu var hitinn komin í 13,4 stig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,í suðvestan gjólu,reyndar fór hiti niðrí 5,4 stig í nótt,enda léttskýjað.

Það sem af er júlí hefur verið fremur svalt og þokuloft og súld með köflum,þó hefur hiti komist yfir tíu stigin fjórum sinnum fyrr í mánuðinum þegar þokuloftinu hefur slotað um tíma yfir daginn.

Tún eru lítið sprottin enn ættu að lagast ef hitinn verður hærri en hefur verið yfirleitt í mánuðinum.

Ferðafólk hefur verið í lágmarki það sem af er júlí mánuði,enn þó voru tvö ættarmót haldin hér í Árneshreppi um liðna helgi,og var þá nokkur fjöldi ferðamanna.

Nú ætti ferðafólki að fjölga í hreppnum aftur ef hiti verður góður áfram í suðlægum vindáttum,annars er spáð kólnandi veðri aftur í vikulok.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. júlí 2011

Yfirlit yfir veðrið í Júní 2011.

Það snjóaði síðast niðurundir byggð þann 15 júní.
Það snjóaði síðast niðurundir byggð þann 15 júní.
Veðrið í Júní 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu daga mánaðar var vindur vestlægur,síðan Norðan og NA út mánuðinn,nema síðasta dag mánaðar,með úrkomu,slyddu snjóéljum rigningu og súld og þokulofti.Hiti komst í 10 til 11 stig dagana 3 og 4,annars mjög svalt.Snjó og slydduél voru dagana 8 og 15 og snjóaði þá niður undir byggð.Slydda var um tíma þann 10.Mánuðurinn endaði síðan á síðasta degi mánaðarins með austlægri vindátt og léttskýjuðu veðri með ágætis hita loks.Tún hafa síðustu daga mánaðar tekið við sér á ný og aðeins farin að spretta.Einnig er úthagi farin að lagast.Eins og sjá má á meðalhita við jörð var mánuðurinn mjög kaldur.

Það mætti halda að verið væri að lýsa september veðri enn ekki júní veðri.

Dagar eða vikur:

1:Norðvestan og N gola,súldarvottur og þokuloft,hiti 5 til 7 stig.

2-4:Suðvestan stinningsgola,kaldi en allhvass þ.4. skúrir þ.3,annars þurrt,hiti 4 til 11 stig.

5-6:Norðvestan eða N gola,kaldi síðan stinningsgola,rigning, þurrt þ. 6.Hiti 3 til 7 stig.

7-29:Norðan og NA ,gola,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,snjó eða slydduél,slydda,súld eða rigning,oft þokuloft,hiti frá 0,2 stigum uppí 8 stig,enn oftast á milli 4 til 6 stig.

30:Austlæg vindátt, andvari eða kul og léttskýjuðu veðri hiti 3 til 11 stig.

Úrkoman mældist 57,3 mm. (í Júní 2010: 13,3 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 30. 11,1 stig,og þann 4. 11,0 stig

Minnstur hiti mældist þann 7. 0,2 stig.
Meðalhiti var: +4,9 stig.

Meðalhiti við jörð var +3,37 stig. (í júní 2010: +5,76 stig.)

Sjóveður:Var nokkuð rysjótt enn margir góðir eða sæmilegir dagar.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2020 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Úr myndasafni

  • Hrafn -og systkinin Guðbjörg og Guðmundur.22-08-08.
  • Stóra-Ávík-23-07-2008.
  • Suðri í miklum ís á austurleið.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Guðbrandur vinnur í milliveggjum í svefnálmu.02-02-2009.
Vefumsjón