Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. desember 2010

Borgarísjakinn Jóli hefur færst austar.

Landhelgisgælan útbjó kort sem sýnir staðsetningu borgaríssins.
Landhelgisgælan útbjó kort sem sýnir staðsetningu borgaríssins.
1 af 2
Í dag fór Jón G Guðjónsson veðurathugunarmaður að athuga betur með borgarísjakann sem sést hefur frá Litlu-Ávík,raunar úr eldhúsglugganum enn sást ekki þaðan um hádegið.

Farið var út á Lambanestanga og aðeins uppí Reykjaneshyrnu með sjónauka.

Borgarísjakinn er núna um það bil 15 km NNA af Reykjaneshyrnu og hefur færst austar,íshrafl er í kringum jakann sem gæti verið hættulegt skipum og bátum.

Jón hefur gefið þessum borgarísjaka nafnið Jóli,enda sást hann fyrst þann 22 desember,og búin að vera yfir jólin.

Mjög sjaldgæft er að borgarís sé á Húnaflóa í desember en aftur á móti algengt í ágúst og september.
Fyrri myndin er af borgarísjakanum þann 22 desember,en síðari myndin er kort frá Landhelgisgæslu Íslands sem þar var útbúið í ísflugi í dag.Kortið er af hafísvef Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. desember 2010

Hitabylgja og mikil úrkoma.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Það var aldeilis hitabylgja sem gekk yfir Strandir í dag.

Hitinn náði 11,2 stigum í dag á veðurstöðinni í Litlu-Ávík í Árneshreppi og virðist það hafa verið næst mesti eða þriðji mesti hiti á landinu í dag,en á Hvanneyri mældist mesti hiti í dag 11,8 stig,og eitthvað svipað á Siglufirði,(vantar nákvæma tölu).

Nú í kvöld og nótt á að kólna aftur.

Úrkoman var líka mjög mikil á veðurstöðinni í Litlu-Ávík í dag, mældist 42,3 mm síðasta sólarhring eða frá kl 18:00 í gær og til kl 18:00 í dag.

Þetta er meir en helmings úrkoma í desember undir venjulegum kringumstæðum,en frekar lítil úrkoma hefur verið það sem af er desember.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. desember 2010

Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík.

Borgarísjakinn sem sést frá Litlu-Ávík.
Borgarísjakinn sem sést frá Litlu-Ávík.
Þetta virðist vera allstór borgarísjaki en erfitt að gera sér grein fyrir hæð hans.

Borgarísjakinn er ca 12 km NNA af veðurstöðinni í Litlu-Ávík og um það bil 6 km austur frá Sæluskeri(Selskeri).

Smá íshrafl kom á fjörur í Litlu-Ávík þann 18 desember sem er nú horfið,brotið niður í sjógangi.

Á myndina sem er hér með hefur Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sett inn pílu þar sem borgarísjakinn er.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. desember 2010

Íshrafl á fjörum.

Eitt af stærri brotunum.
Eitt af stærri brotunum.
1 af 2
Smá íshrafl hefur komið hér í Ávíkina fyrir neðan veðurstöðina í Litlu-Ávík og Stóru-Ávíkur megin við ána.

Það er eins og einn lítil hafísjaki hafi komið inn í gærkvöld eða í nótt og splundrast við svonefnd Hjallsker hér í minni víkurinnar.

Þetta sást í birtingu í morgun.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. desember 2010

Yfirlit yfir veðrið í Nóvember 2010.

Sól á Krossnesfjalli,þokubakki til hafsins.22-11-2010.
Sól á Krossnesfjalli,þokubakki til hafsins.22-11-2010.
1 af 2
Veðrið í Nóvember 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild,þótt sæmilegt veður gerði á milli.

Þann 1 til 3 gerði Norðaustan og Norðan hvassviðri og storm með slyddu eða talsverðri snjókomu,og var þetta fyrsta stórviðrið sem af er vetri.

Annað hret gerði dagana 11 til 13 með allhvassri og hvassri Norðaustan og Norðanátt.

Nokkuð úrkomusamt var fram yfir miðjan mánuð,en mun minni úrkoma seinnihluta mánaðar.

Jörð á láglendi fyrst talin alhvít þann 2.

Mikil hálka var í mánuðinum sérlega á vegum og víðar eftir að frysti og þiðnaði á víxl í þessum umhleypingum. 

Yfirleitt var sauðfé komið á hús og fulla gjöf uppúr 20 þessa mánaðar.

 

Dagar eða vikur.

1-4:Norðaustan og Norðan og NV hvassviðri eða stormur,þann 3 fór veður að ganga niður,slydda eða snjókoma,hiti +4 og niðrí -4 stiga frost.

5-6:Norðaustan í fyrstu síðan SV,gola en kaldi eða stinningskaldi þ.6,þurrt í veðri hiti frá -2 stigum uppí +4 stig.

7-10:Norðaustan,stinningsgola eða kaldi og stinningskaldi,rigning,skúrir og síðan él,hiti frá +5 stigum niðrí -3 stig.

11-13:Norðaustan og síðan Norðan,allhvass og hvassviðri með snjókomu,hiti frá 0 stigum niðrí -4 stig.

14-16:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri 15 og 16,frost frá -6 stigum uppí +4 stiga hita.

17-18:Norðaustan stinningskaldi eða allhvass,en komin gola um kvöldið þ.18 slydda eða rigning,hiti 0 til +5 stig.

19-22:Breytilegar vindáttir eða logn,andvari eða kul,aðeins súld um morguninn þ.22,annars þurrt,hiti frá +5 stigum niðrí -2 stig.

23:Norðnorðaustan gola eða stinningsgola,súld um morguninn síðan smá él,hiti frá +3 stigum niðrí -1 stig.

24:Breytileg vindátt andvari eða kul,hiti +2 stig niðrí 2 stiga frost.

25-27:Norðlæg vindátt,kaldi í fyrstu,síðan stinningsgola eða gola,snjóél,en þurrt þ.26,hiti +1 stig niðrí 1 stigs frost.

28-30:Suðvestan og Vestan,stinningsgola kaldi eða stinningskaldi og allhvasst í kviðum,þurrt í veðri,frost frá -5 stigum uppí +7 stiga hita.

 

Úrkoman mældist 68,8 mm. (í nóvember 2009:111,6 mm).

Þurrir dagar voru 11.

Mestur hiti mældist þann 30:+7,1 stig.

Mest frost mældist þann 28:-5,0 stig.

Alhvít jörð var í 15 daga.

Flekkótt jörð var í 15 daga.

Auð jörð því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist dagana 13-14 og 15:14 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: 1,1 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,91 stig.(í nóvember 2009:-0,2 stig).

Sjóveður:Mjög slæmt dagana 1-2 og 3 og 11-12 og 13.Annars sæmilegt eða gott sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni Veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. nóvember 2010

Yfirlit yfir veðrið í Október 2010.

Örkin alhvít að morgni 24 október,en jörð flekkótt á láglendi.
Örkin alhvít að morgni 24 október,en jörð flekkótt á láglendi.
Veðrið í Október 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var nokkuð hlýr fram til 16,enn þann 17 fór veður kólnandi með NA og N áttum,og var veður nokkuð rysjótt út mánuðinn.

Jörð á láglendi varð fyrst flekkótt þann 22,og mældist fyrsta snjódýpt að morgni 24,en taldist aldrei alhvít í mánuðinum.

Fjöll voru alhvít í fyrsta sinn að morgni 24,enn í fyrra urðu fjöll fyrst alhvít 25 september,eða um mánuði fyrr en í ár.

Uppskera úr matjurtagörðum var þokkaleg.(þetta átti að fylgja september yfirlitinu).

 

Yfirlit dagar vikur.

1:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 4 til 10 stig.

2-3:Austnorðaustan allhvasst og stinningskaldi í fyrstu,síðan síðan breytileg vindátt með andvara,rigning,hiti 5 til 10 stig.

4-7:Norðaustan og Norðan,stinningsgola og kaldi,en allhvass og hvassviðri þ.5,síðan stinningskaldi og stinningsgola,rigning eða súld,hiti 4 til 8 stig.

8:Suðvestan mest gola,súld,hiti 4 til 9 stig.

9-16:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,súld,rigning eða skúrir,hiti 3 til 12 stig.

17-18:Norðan stinningskaldi eða kaldi,talsverð rigning þ.17,hiti 2 til 5 stig,kólnandi veður.

19-Suðvestan og V,kaldi síðan gola,þurrt,hiti 0 til 5 stig.

20-25:Norðaustan gola,stinningsgola eða kaldi,él,hiti frá -2 stigum uppí +4 stig.

26-31:Norðaustan kaldi,stinningskaldi eða allhvass,rigning,skúrir síðan él,hiti frá -2 stigum uppí +6 stig.

 

Úrkoman mældist 97,2 mm (í október 2009:94,5 mm).

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 13:+11,7 stig.

Mest frost mældist þann 25:-1,6 stig og þann 31:-1,5 stig.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð því í 28 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 25:þá 2 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +5,0 stig.

Meðalhiti við jörð +2,25 stig.(í október 2009:+1,09 stig).

Sjóveður:Var slæmt 5-6 og 7,síðan ágætt framundir 17,enn eftir það nokkuð rysjótt sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. október 2010

Yfirlit yfir veðrið í September 2010.

Fjöll voru fyrst flekkótt að morgni 18.september,enn voru orðin auð aftur þann 26.
Fjöll voru fyrst flekkótt að morgni 18.september,enn voru orðin auð aftur þann 26.
1 af 2
Veðrið í September 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög hlýr fram til 13,og úrkomulítið.Síðan kólnaði talsvert fram til 23,en síðan hlýnaði aftur og var góður hiti út mánuðinn.

Fjöll voru fyrst flekkótt að morgni 18.september,en voru orðin alauð aftur þ.26 í seinni hlýindunum.

Mesti hiti  sem af er ári var 18,7 stig og mældist nú í september sem telst nokkuð óvanalegt,enda mánuðurinn með eindæmum hlýr.

Fé kom vænt af fjalli og var fallþungi dilka góður.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-4:Breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,þoka þ.1,og smá rigning þ.3,hiti 8 til 19 stig.

5:Sunnan kaldi,síðan kul um kvöldið,þurrt,hiti 10 til 17 stig.

6-12:Mest hafáttir,logn,andvari eða gola,rigning eða súld með köflum,þoka 6,og 8,hiti 8 til 17 stig.

13:Suðvestan eða Sunnan,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 6 til 11 stig,kólnandi veður.

14-16:Norðan allhvasst síðan stinningskaldi og stinningsgola,rigning eða súld,þurrt þ.16,hiti 5 til 8 stig.

17-21:Norðaustan gola eða stinningsgola,súld,rigning eða skúrir,þurrt þ.17,hiti 3 til 6 stig.

22:Breytileg vindátt,andvari eða kul,lítils háttar rigning,hiti 2 til 5 stig.

23-24:Suðlægar vindáttir eða breytilegar,andvari eða kul,þurrt,hiti 3 til 10 stig,hlýnandi veður.

25-30:Mest Suðaustan eða austlægar vindáttir,gola og uppí stinningskalda,rigning eða skúrir,hiti 6 til 16 stig.

 

Úrkoman mældist 43,6 mm.(í september 2009:57,8 mm.)

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 2:+18,7 stig.

Minnstur hiti mældist þann 22:+1,8 stig.
Meðalhiti mánaðarins var: 8,6 stig.

Meðalhiti við jörð var:+5,48 stig(í september 2009:+3,77 stig.)

Sjóveður:Sérlega fallegt og gott sjóveður fram til 7.Annars yfirleitt gott nema dagana 14-15-16 og 17.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. september 2010

Yfirlit yfir veðrið í Ágúst 2010.

Urðarfjall-Urðartindur-25-08-2010.
Urðarfjall-Urðartindur-25-08-2010.
Veðrið í Ágúst 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mjög hægviðrasamt var fram yfir miðjan mánuð og mjög hlýtt í veðri.

Úrkomulítið var fram undir miðjan mánuð,en síðan fór að vera úrkomusamara og heldur fór að kólna í veðri og fór að bæta í vind.

Mánuðurinn var samt mjög hlýr í heild.

Berjaspretta er talin mjög góð.

Veðurathugunarstöðin í Litlu-Ávík varð 15 ára þann 12 ágúst.

 
Yfirlit dagar vikur.

1-5:Norðlægar vindáttir eða breytilegar,andvari,kul,gola enn stinningsgola þ.3,súld,hiti 5 til 14 stig.

6:Suðaustan og Austan,gola,rigning seinnipartinn og um kvöldið,hiti 9 til 16 stig.

7-8:Norðan og Norðvestan,gola síðan stinningsgola um tíma þ.8 hiti 8 til 13 stig.

9-10:Breytilegar vindáttir,andvari eða kul,þurrt,hiti 6 til 17 stig.

11-12:Suðvestan gola og uppí stinningskalda,þurrt þ.11,annars skúrir,hiti 10 til 17 stig.

13-16:Breytilegar vindáttir andvari,kul eða gola,rigning eða súld,hiti 10 til 18 stig.

17:Norðvestan gola eða stinningsgola,súld,hiti 7 til 10 stig.

18-21:Norðaustan og síðan Norðan,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,súld,skúrir,rigning,hiti 6 til 10 stig.

22:Norðan allhvass eða hvassviðri,rigning,hiti 6 til 7 stig.

23-28:Norðlægar eða breytilegar vindáttir,kaldi í fyrstu,síðan kul eða gola og jafnvel logn,rigning,súld,hiti 5 til 10 stig.

29-31:Suðlægar vindáttir eða breytilegar,stinningsgola,enn kul eða logn þ.31,rigning eða súld,hiti 5 til 15 stig.

 

Úrkoman mældist 88,3 mm.(í ágúst 2009:131,1 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti varð þann 15:+18,1 stig.

Minnstur hiti varð dagana 1 og 29:4,5 stig.
Meðalhiti mánaðarins var: +9,8 stig.

Meðalhiti við jörð var +7,7 stig.(í ágúst 2009:+6,89 stig.)

Sjóveður:Var mjög gott eða sæmilegt,nema dagana,17-18-19 og dagana 22 og 23,þá var talsverður sjór eða allmikill sjór.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. ágúst 2010

Yfirlit yfir veðrið í Júlí 2010.

Mun minni heyföng voru hjá bændum í ár enn í fyrra.
Mun minni heyföng voru hjá bændum í ár enn í fyrra.
1 af 2
Veðrið í Júlí 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Úrkomusamt var í fyrstu 9 daga mánaðar sem mældist 61,3 mm,síðan úrkomulítið út mánuðinn sem mældist 1,8 mm,frá 10 og út mánuðinn.

Oftast var þokuloft fram til 20,en létti oft til yfir daginn.Síðan var sérstaklega fallegt veður frá 22 fram til 25 með góðum hita.Síðan heldur svalara og oftast þokuloft eða þoka.

Mun minni heyföng voru hjá bændum í ár,miðað við í fyrra en þá var eitt besta heyskaparár sem komið hefur.

Talsvert var farið að bera á neysluvatnsskorti í sumarhúsum og bæjum í hreppnum í mánuðinum vegna þurrkanna.


 Yfirlit dagar vikur.

1:Norðaustan og ANA kaldi uppí allhvassan vind,rigning,hiti 7 til 9 stig.

2-6:Norðvestan eða N kaldi í fyrstu en gola 5 og 6,rigning eða súld,hiti 6 til 8 stig.

7-9:Norðaustan síðan N,stinningskaldi síðan kaldi og stinningsgola,rigning eða súld,hiti 5 til 9 stig.

10-11.Norðan kul eða gola,þurrt hiti 5 til 10 stig.

12:Breytileg vindátt kul,aðeins súldarvottur um morguninn,hiti frá 4 til 12 stig.

13-20:Norðvestan eða norðlægar vindáttir,kul eða gola,lítilsáttar súld 14 og17,18,og19,hiti 3 til 11 stig.

21-31:Hafáttir kul,gola eða stinningsgola,súldarvottur 22,27,28 og 31,þokuloft eða þoka,hiti frá 3 stigum uppí 20 stig.

 

Úrkoman mældist 63,1 mm.(í júlí 2009:49,0 mm)

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann 21:19,7 stig.

Minnstur hiti mældist aðfaranótt 21:3,1 stig.
Meðalhiti mánaðarins var: +8,4 stig.

Meðalhiti við jörð var 6,29 stig. (í júlí 2009:+ 6,62 stig).

Sjóveður:Slæmt var í sjóinn 1-2 -3-4 og 7 og 8.Annars mjög gott sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. júlí 2010

Mjög úrkomusamt sem af er Júlí.

Úrkomumælirinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Úrkomumælirinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mjög úrkomusamt hefur verið það sem af er þessum mánuði,úrkoman orðin frá 1 júlí til kl 09:00 í morgun orðin 61,0 mm.
Í júlí í fyrra var úrkoman allan mánuðinn 49,0 mm.
Mjög þurrt var í júní síðastliðnum og sumstaðar brunnu tún þar sem sendin tún eru,en úrkoman í júní var aðeins 13,3 mm.
Þá segja gárungar sveitarinnar að bændur hafi lagst á bæn dag eftir dag og beðið um úrkomu,því svaraði sá góði herra þarna uppi með þessum látum,einnig segja sumir að það hafi ekki vitað á gott að messað var í báðum Árneskirkjum (eldri og yngri) í sama mánuði.
Án alls gríns þarf sláttur að fara að byrja efir venjulegum tíma ef styttir upp,jörð þornar nú fljótt upp eftir þessa úrkomu því hún tekur lengi við eftir þessa þurrka í síðasta mánuði.

Atburðir

« 2020 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Seljanes og Ófeigsfjörður 15-03-2005.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • Stóra-Ávík-23-07-2008.
Vefumsjón