Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. febrúar 2007

Veðrið í Janúar 2007.

Örkin 634 m á hæð.
Örkin 634 m á hæð.
Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
1-5:Suðlægar áttir að mestu hægviðri,snjókoma eða slydda,hiti í kringum 0 stígið.
6:Vindur snérist snöggt í allhvassa norðaustanátt um kvöldið með snjókomu og snarfrysti.
7-9:Norðan og norðaustanátt,stinningskaldi,talsvert frost og él.
10-13:Vestan eða suðvestan,sinningsgola upp í kalda,úrkomulítið,talsvert frost áfram.
14-20:Norðaustan,kaldi,stinningskaldi upp í allhvassan vind,dáldið frost nema þann 20 hiti þá 1til 3 stig,él eða snjókoma oft skafrenningur.
21: Vestan kul eða breytileg vindátt,úrkomulaust,talsvert frost aftur.
22:Suðvestan kaldi og ört hlýnandi veður með kvöldinu.
23-27:Vestan og suðvestan yfirleitt kaldi enn hvassviðri eða stormur um tíma 24 og 25,hlítt í veðri, úrkomulítið.
28 :Norðan gola í fyrstu og hiti um frostmark,enn hlýnandi aftur þegar leið á daginn með breytilegri vindátt,frostúði um morgunin fram á hádegi.
29-31:Sunnan og suðvestan stinningskaldi og allhvass vindur hlýtt í veðri,rigning eða skúrir.
Úrkoman mældist 66,3 mm og er það rétt undir meðaltali.(úrkoman mældist oft ílla vegna hvassviðra).
Mestur hiti mældist þann 24 þá 9,6 stig og þann 29 þá 9,1 stig.
Mest frost var þann 10 eða - 8,9 stig.
Mesta snjódýpt var 29 cm dagana 21 og 22.
Jörð var talin alhvít í 23 daga enn flekkótt í hina 8 dagana.
Sjóveður var rysjótt í mániðinum.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-ÁvíkVeðrið í
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. janúar 2007

Veðrið í Desember 2006.

Litla-Ávík.
Litla-Ávík.
Yfirlit yfir veðrið í desember frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mjög umhleypingasamur mánuður í heild.
1-2.Norðan stormur og hvassviðri enn dró mikið úr vindi þann 2,hiti 1 til 4 stig,rigning eða slydda.
3. Breytilegar áttir og hægviðri,þokuloft og súld.
4-8.Norðaustan og austan stinningskaldi og él.
9. Norðvestan í fyrstu enn hvass af austri um kvöldið og frysti.
10-15.Norðaustlægur kaldi eða stinningskaldi hiti um 0 stigið,él,frostrigning eða snjókoma .
16-17.Suðlægur eða breytilegar áttir,hægviðri,frost og úrkomulítið.
18-22.Sunnan og Suðvestan,allhvass og upp í storm seinni partsdaga og fram á nætur.
Vel hlýtt í veðri,enn kaldara aðfaranótt 22,þá él annars rigning eða skúrir.
23.Suðvestan fárviðri eða 34 m/s í jafnavindi eða (gömul 12 vindstig).Kviður í 58 m/s.
Vel hlýtt rigning um tíma.
24-28.Áframhaldandi suðlægar áttir vindur oftast kaldi,stinningskaldi eða allhvass mjög hlýtt í veðri,rigning eða skúrir.
29-31:Breytilegar vindáttir hægviðri,rigning,súld,slydda og síðan snjókoma á gamlársdag.Hiti 6 stig og neðrí frostmark.
Sjóveður var mjög rysjótt í mánuðinum.
Úrkoman í mánuðinum mældist:121,8 mm,og er það talsvert yfir meðallagi.
Hiti mældist mestur þann 20 þá 12,2 stig og þann 28 fór hiti í 11,0 stig.
Mest frost var þann 17 mældist þá -7,9 stig.
Alauð jörð var talin í 15 daga.
Mesta snjódýpt mældyst 16 og 17 eða 23 cm.
Alhvítt var orðið á jörð um miðjan dag á gamlársdag.
Tjón í fárviðrinu á Þorláksmessu var með ólíkindum lítið miðað við veðurham.
Á Kjörvogi fuku nokkrar járnplötur af fjárhúsum,við Kjörvogsrima fauk ruslagámur og splundraðist.
Á Gjögri fauk gamall skúr,og eitthvað annað lauslegt fauk.
Á Eyðibýlinu Víganesi hurfu eldgömul lítil fjárhús,enn það var komið að hruni.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. desember 2006

Veðrið í Nóvember 2006.

Stjórsjór við ströndina.
Stjórsjór við ströndina.
Yfirlit yfir veðrið í nóvember 2006 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta dags mánaðar var breytileg vindátt,dáldið frost enn fór hlínandi seinniparts dags.
2. Voru suðlægar áttir og mjög hlítt í veðri.
3-5.Sunnan og suðvestan hvassviðri og stormur um morgunin þann 5,kólnandi veður.
6-8 Breitilegarvindáttir og hægviðri,frost og éljagangur.
9. Eru suðlægar áttir stinningskaldi,nokkur hiti.
10. Í fyrstu sunnan stormur og rok en snérist í norðnorðvestan og norðanáttar með hvassviðri og ofsaveðri um kvöldið og fram á morgun þann 11 og frysti snögglega.
12 eru breytilegar vindáttir með hita yfir frostmarki.
13-16.Norðaustan hvassviðri eða allhvass talsvert frost.
17-30.Norðaustan og austanáttir ríkjandi,él snjókoma,slydda,og frostrigning,talsvert frost enn síðan yfir frostmarki.Hvassviðri eða stormur dagana 28,29 og 30.
Sjóveður var slæmt í mániðinum,oft talsverður sjór og upp í stórsjó sem þíðir ölduhæð um 6 til 9 metra.
Fé var yfirleitt komið á hús hjá bændum fyrir mánaðarmót,enn ásetningslömb fyrr og einnig hrútar.
Úrkoman mældist 110,7 mm og er það talsvert yfir meðallagi.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. nóvember 2006

Veðrið í Október 2006.

Snjólétt var í október.
Snjólétt var í október.
Síðastliðin október var nokkuð úrkomusamur enn mjög snjóléttur.Þrisvar hafði gert alhvíta jörð á láglendi enn sá snjór fór strax aftur.
Úrkoman í níliðnum október var tæpir 100 mm,
enn sama tíma í fyrra var úrkoman rúmir 142 mm og langt yfir meðallagi.
Í október í fyrra var jörð talin alhvít í 12 daga og flekkótt í 8 daga annars auð,snjódípt þá fór í 23 cm þá í seinnihluta mánaðar og fram í nóvember.
Enda þurfti oft að moka hér innansveitar frá seinnihluta september og talsvert fram í nóvember í fyrra.
Nú eru fjöll flekkótt og autt á láglendi.
Úr veðurgögnum veðurstöðvarinnar í Litlu-Ávík.Jón G.G.

Atburðir

« 2023 »
« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Trékyllisvík 10-03-2008.
  • Síðasti veggurinn feldur.
  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
Vefumsjón