Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | 12. júlí 2019

Áfram Árneshreppur! úthlutar styrkjum.

Styrkþegar.
Styrkþegar.

Í fyrradag var úthlutað styrkjum til ellefu verkefna í Árneshreppi. Styrkina veitir Áfram Árneshreppur! sem er heiti sem heimamenn völdu á átakið Brothættar byggðir í sveitarfélaginu. Í viðhengi er stutt lýsing á hverju verkefni.

Heildarupphæð styrkfjár verkefnisins fyrir árið 2019 er 7.000.000 kr. auk 1.000.000 kr. sem eftir voru frá fyrra ári, samtals kr. 8.000.000.
Alls bárust tólf umsóknir og var ákveðið að veita ellefu þeirra styrkvilyrði.

Viðmiðunarþættir:

Að verkefnið falli vel að meginmarkmiðum og starfsmarkmiðum verkefnisins

Útkoma nýtist sem flestum

Að verkefnið trufli ekki samkeppni

Leiði til atvinnusköpunar, helst á heilsársgrundvelli

Sé líklegt til árangurs og þekking og/eða reynsla sé til staðar

Að markaðslegar og/eða rekstrarlegar forsendur séu trúverðugar

Áhrifa gæti fyrst og fremst í Árneshreppi

Hvetji til samstarfs og samstöðu

Að styrkveiting hafi mikil áhrif á framgang verkefnis

Enn fremur er gengið úr skugga um að styrkhæfni verkefna sé í samræmi við reglur Byggðastofnunar um styrki í Brothættum byggðum.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrkvilyrði:


Meira

Atburðir

« 2019 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Byrjað að klæða þakið 11-11-08.
  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
  • Smábátahöfnin á Norðurfirði.10-09-2010.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
Vefumsjón