Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. apríl 2019

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna.

Kór Áthagafélags Strandamanna.
Kór Áthagafélags Strandamanna.

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna

verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudaginn 28. Apríl kl. 15

Létt og skemmtilegt prógram með hljómsveit og nokkrir kórfélagar syngja einsöng, svo óhætt er að lofa góðri skemmtun.

Stjórnandi: Ágota Joó

Píanó: Vilberg Viggósson

Miðaverð við innganginn er 3500 kr. fyrir fullorðna og frítt fyrir börn 14 ára og yngri.

Miðaverð í forsölu er 3000 kr


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. apríl 2019

Vorveður.

Sjóveður hefur verið gott, gráð eða sjólítið.
Sjóveður hefur verið gott, gráð eða sjólítið.

Nú í dag er apríl hálfnaður og það sem af er mánuði er búið að vera mjög gott veður í heild. Fyrstu tvo dagana var snjókoma og frost, en þann þriðja fór að hlýna í veðri með suðlægum vindáttum en með næturfrosti. Hægar breytilegar vindáttir hafa verið og síðan suðaustlægar vindáttir og hlýnaði en frekar og næturfrostið úr sögunni. Léttskýað eða skýjað með köflum. Sjóveður hefur verið alveg sérstaklega gott frá sjöunda, ládautt, gráð eða sjólítið. Það sem af er mánuði hefur hiti farið mest í 13,0 stig. Og sem af


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 14. apríl 2019

Heimilissímarnir úti í Árneshreppi.

Ávíkurstöð Fjarskiptastöð við Litlu-Ávík.
Ávíkurstöð Fjarskiptastöð við Litlu-Ávík.

Bilun kom upp í gær í Ávíkurstöð Símans í Árneshreppi þannig að allir heimilissímar á bæjum í Árneshreppi duttu út. Fyrst var talið að örbylgjusamband hefði rofnað en síðar kom í ljós að um bilun var að ræða í Ávíkurstöð, fjarskiptastöðinni í Árneshreppi. Vitað er að bilunin varð á milli klukkan 09:00 og 10:00 í gærmorgun því sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli sendi veðurskeyti kl.09;00 en ekki kl. 10:00. Það skal tekið


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. apríl 2019

Snjósleðaferðir frá Djupavík.

Margir snjósleðar við Hótel Djúpavík.
Margir snjósleðar við Hótel Djúpavík.
1 af 3

Það hefur verið margt um manninn í vetur hjá þeim í Sleðaferðir á Ströndum. Þetta er fjórði veturinn í röð sem skipulagðar snjósleðaferðir hafa verið í boði hér á Ströndum. Gist er á Hótel Djúpavík og hafa þessar ferðir aldeilis hleypt lífi í Árneshrepp á veturnar. Frá fyrsta vetri hafa hundruð manna heimsótt Strandirnar og fengið að sjá þetta töfrandi svæði skarta sínu fegursta í vetrabúningi . Eitthvað sem ekki svo margir hafa séð. Í vetur hafa nú þegar verið farnar fimm ferðir og sú sjötta væntanlega næstkomandi helgi. Gestir þessara ferða virðast vera himinlifandi með þetta framtak þar sem margir koma ár eftir ár og þá oftast með nýja gesti með sér. Allt


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. apríl 2019

Veðrið í Mars 2019.

Séð til Norðurfjarðar Drangajökull- Hrolleifsborg. Séð frá Litlu-Ávík.09-03-2019.
Séð til Norðurfjarðar Drangajökull- Hrolleifsborg. Séð frá Litlu-Ávík.09-03-2019.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu sjö daga mánað voru hafáttir með snjókomu, eða éljum, allhvasst eða hvassviðri var hluta úr dögunum 1 og 3. Frá 8 og til 11 voru suðlægar vindáttir og hægviðri og úrkomulausu veðri, en talsverðu frosti. Þann 12 gerði skammvinna NA átt allhvassa með lítilsáttar slyddu og hlýnaði aðeins í veðri. 13 til 17 var hægviðri með úrkomu með köflum. Frá 18 til 21 voru suðvestlægar vindáttir mest með dimmum snjóéljum. Þann 22 gerði allhvassa norðaustanátt með talsverðri snjókomu. Síðan voru suðlægar eða breytilegar vindáttir með úrkomu á köflum. Þann 25 gekk til suðaustlægrar vindáttar og hlýnaði í veðri, síðan suðvestan og snjó tók mikið upp á láglendi og var orðin flekkótt jörð að morgni þ.26. Frá 26 til 27 voru suðvestanáttir með hvassviðri og síðan stormi, fyrst með hlýju veðri en síðan kólnaði og komið frost þann 27 um kvöldið og mjög dimm él. Þann 28 var suðlæg vindátt með smávegis úrkomu. 29 var tvíátta, vestan í fyrstu síðan norðaustan með snjókomu. 30 og 31 voru suðlægar vindáttir og hlýnaði dálítið í veðri 31. Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild.

Í suðvestan rokinu þann 27 náðu kviður að fara í 78 hnúta eða 40 m/s. Mikli og dimm él voru.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. mars 2019

Flugi aflýst vegna snjókomu.

Ein véla Ernis á Gjögurflugvelli.
Ein véla Ernis á Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir hefur nú aflýst flugi til Gjögurs í dag vegna dimmviðris. Vestlæg vindátt var fram á hádegið en hægur vindur fyrst með éljum og síðan snjókomu frá því fyrir ellefu. Nú eftir hádegið á að ganga í norðaustan 8 til 13 m/s með éljum eða snjókomu. Þannig að þetta verður


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. mars 2019

Ómskoðun- Fósturvísatalning.

Guðbrandur við fósturtalningu.
Guðbrandur við fósturtalningu.
1 af 2

Guðbrandur Þorkelsson bóndi á Skörðum Dalasýslu kom norður þegar vegur opnaðist til að Ómskoða og telja fósturvísa hjá bændum hér í Árneshreppi. Ómskoðunin er til að telja fósturvísa í ám til að vita hvaða ær verði tvílembdar eða einlembdar og jafnvel þrílembdar  eða hvað er mikið gelt, á komandi vori í sauðburðinum. Við talninguna  er  notuð ómsjá. Guðbrandur  Þorkelsson bóndi  að Skörðum í Dalasýslu sér um ómskoðunina eða talninguna. Guðbrandur vinnur mikið við þetta í sinni heimasveit og víðar. Ljóst er að með slíkri talningu  er hér á ferðinni tækni sem fyrir fjölmörg fjárbú sýnist vera ákaflega áhugaverð til að nýta. Augljósustu nýtingamöguleikar


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. mars 2019

Opnað norður í Árneshrepp í dag.

Frá snjómokstri. Myndasafn.
Frá snjómokstri. Myndasafn.

Vegagerðin á Hólmavík er núna í morgun að opna veginn norður í Árneshrepp, mokað er beggja megin frá, það er norðan og sunnanverðu. Frá 20 mars verður vegurinn mokaður tvisvar í viku ef þurfa þikir og veður leifir, það er


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. mars 2019

Sigursteinn varð að klippa á 81. Aldri.

Sigursteinn við rúningu lambgimbra í dag.
Sigursteinn við rúningu lambgimbra í dag.
1 af 2

Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík varð að klippa (rýja) sitt fé eftir að maðurinn sem hefur klippt (rúið) fyrir hann mætti ekki. Sigursteinn hefur ekki klippt sjálfur undanfarin tvö ár. Gunnar Dalkvist fyrrum bóndi í Bæ hér í sveit hefur komið til hans að klippa, en neitaði að koma með flugi eins og hann gerði í fyrra þó, myndi aðeins koma á bíl enn ófært var. Það er ekki eins og hann sé á sínum eigin vegum, heldur hefði Sigursteinn borgað farið fram og til baka, og laun fyrir klippingu fésins. Eins og hann borgaði í haust. Enn bændur fá raunverulega ekkerrt fyrir þessa vetrar ull.

Sigursteinn fór því að klippa féið sjálfur sunnudaginn 10 mars


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. mars 2019

Enginn póstur framvegis á mánudögum.

Vegna breytinga á áætlunarflugi flugfélagins Ernis til Gjögurs, frá þriðjudögum og til mánudags, hefur Íslandspóstur ákveðið að senda ekki póst til 524 Árneshrepp með mánudagsvél félagsins. Þetta er slæmt hjá flugfélaginu að breyta áætlun án samráðs við Íslandspóst og létu ekkert vita til póstmiðstöðvar um þessa breytingu, enn flugfélagið er styrkt til póstflugs á Gjögur. Að sögn dreifingarstjóra verður því enginn póstur sendur á mánudögum, því raunverulega er engan póst til að senda því ekkert safnast upp um helgar og myndi ekki nást ef eitthvað væri. Sömuleiðis


Meira

Atburðir

« 2019 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Storð í Trékyllisvík-06-07-2004.
  • Húsið fellt.
  • Þórólfur vinnur við að setja rafmagnsdósir og rör.04-04-2009.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:25-04-2009.
  • Árnesey-06-08-2008.
Vefumsjón