Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. apríl 2018

Vortónleikar Kórs Átthafélags Strandamanna.

1 af 2

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudaginn 29. apríl kl. 15.00. Dagskráin er mjög létt og skemmtileg. Þar sem kórinn er að fara í söngferð til Ítalíu í júní eru nokkur ítölsk lög á efnisskránni.  Gaman er líka að segja frá því kórinn verður 60 ára á þessu ári og af því tilefni verður boðið upp á afmælisköku í tónleikahléinu. Stjórnandi: Agota Joó Píanó: Vilberg Viggósson Miðaverð við


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. apríl 2018

Veðrið í Mars 2018.

Það gerði alhvíta jörð aftur 23 mars.
Það gerði alhvíta jörð aftur 23 mars.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum sem voru ríkjandi fram til 12. Eftir það voru austlægar eða breytilegar vindáttir og hægviðri. Veður fór hlýnandi frá og með 14 og veður var góðviðrasamt og snjó tók mikið til upp fram til 22. Enn þann 23 gerði skammvinna norðaustanátt eða norðan, með snjókomu og gerði alhvíta jörð aftur. Eftir það voru hægar suðlægar vindáttir fram til 27,með úrkomulausu veðri og hita yfir frostmarki á daginn. Þann 28 gekk í skammvinna hvassa austanátt, með úrkomulausuveðri. Síðustu þrjá daga mánaðarins voru hægar hafáttir með kólnandi veðri.

Mánuðurinn verður að teljast góðviðrasamur að mestu og mjög úrkomulítill.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. mars 2018

Talsverðar rafmagnstruflanir urðu í gær.

Frá Geiradal.
Frá Geiradal.

Töluverðar rafmagnstruflanir urðu á öllum vestfjörðum skömmu eftir hádegi í gær. Vesturlína leysti út í Geiradal og Mjólká og olli það straumleysi á öllum Vestfjörðum um stund. Varaaflsvélar í Bolungarvík komu fljótlega inn og varð straumleysi því stutt á norðanverðum Vestfjörðum. Varaaflsvélar voru settar í gang á sunnanverðum fjörðunum. Lengst var spennuleysi í Dýrafirði. Orsök þessarar útleysingar er bilun á Tálknafjarðarlínu.  Tálknafjarðarlína, sem er í eigu Landsnets, liggur frá Mjólká til Tálknafjarðar og sér sunnanverðum Vestfjörðum fyrir rafmagni. Óvenjulegar veðuraðstæður á þessu svæði ollu einnig tjóni á Bíldudalslínu. Ísing


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. mars 2018

Sérkennileg snjóalög.

Örkin 634 m.
Örkin 634 m.
1 af 2

Það var dálítið sérkennileg snjóalög í fjöllum sem snúa á móti norðri eða norðaustri eftir slydduna og snjókomuna um morguninn 23. Þetta er eins og bein rönd frá í um þrjú hundruð metra hæð í fjöllum, en ofar er snjólínan ekki samfeld. Veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík telur þetta vera útaf því að þegar byrjaði að snjóa þá var um tveggja stiga hiti á láglendi en ofar var komið frost og þar náði snjó að skafa í vindinum, en neðar festi


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. mars 2018

Styrkir úr húsafriðunarsjóði 2018.

Síldarverksmiðjan í Djúpavík.
Síldarverksmiðjan í Djúpavík.

Minjastofnun Íslands og húsafriðunarnefnd hafa lokið yfirferð þeirra 252 umsókna um styrki úr húsafriðunarsjóði sem bárust stofnuninni þegar auglýst var eftir umsóknum s.l. haust.

Tveir styrkir komu í Árneshrepp undir liðnum Önnur hús og Mannvirki. Það er að Lýsistankur Síldarverksmiðjunnar Eyri í Ingólfsfirði fengu eina milljón. Og Síldarverksmiðjan Djúpavík fá einnig eina milljón.

Umsóknirnar skiptust þannig milli efnisflokka:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. mars 2018

Fósturvísatalning-Ómskoðun.

Þessi er greinilega tvílembd, segir Guðbrandur.
Þessi er greinilega tvílembd, segir Guðbrandur.
1 af 2

Í dag er verið að ómskoða fé hjá bændum í Árneshreppi á fjórum bæjum af fimm sem eru með fjárbúskap. Það er á Melum, Steinstúni, Árnesi og í Litlu-Ávík, Kjörvogs bændur hafa aldrei látið ómskoða. Ómskoðunin er til að telja fósturvísa í ám til að vita hvaða ær verði tvílembdar eða einlembdar og jafnvel þrílembdar  eða hvað er mikið gelt, á komandi vori í sauðburðinum. Við talninguna  er  notuð ómsjá. Guðbrandur  Þorkelsson bóndi  að Skörðum í Dalasýslu sér um ómskoðunina eða talninguna. Guðbrandur vinnur mikið við þetta í sinni heimasveit og víðar. Ljóst er að með slíkri talningu  er hér á ferðinni tækni sem fyrir fjölmörg fjárbú sýnist vera ákaflega áhugaverð til að nýta. Augljósustu nýtingamöguleikar


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 24. mars 2018

Tveir fóru fram af klettum í Stóru- Ávík.

Fram af þessum klettum féllu mennirnir.
Fram af þessum klettum féllu mennirnir.
1 af 3

Tveir ungir menn sem voru í heimsókn í Stóru –Ávík í Árneshreppi, og fóru að ganga um í morgunsárið og fóru fram á kletta í svonefndu Túnnesi rétt við bæinn en annar fór of framarlega og féll framaf klettunum en stoppaði á klettasillu um meter fyrir ofan sjó. Hinn maðurinn ætlaði að bjarga félaga sínum, en hann féll einnig framaf, en hvorugir fóru alveg í sjóinn. Tilkynning kom frá Landsbjörg um hálf níu og voru heimamenn komnir á staðin stuttu síðar og hófu björgunaraðgerðir. Einn var látinn síga niður til þeirra og var bundinn kaðall utanum þá og voru síðan dregnir upp einn í einu og svo sigmaðurinn síðastur, allt gekk þetta nú vonum fremur. Mennirnir voru orðnir mjög kaldir og var þeim komið í hús í Stóru –Ávík og hlynnt að þeim, en þeyr voru óbrotnir.

Sjúkrabíll


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. mars 2018

Byrjað að opna norður í Árneshrepp.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.

Vegagerðin á Hólmavík byrjaði að opna norður í gær. „Að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra er mokað aðeins með einum stórum veghefli sunnan frá (innan frá). Byrjað í Bjarnarfirði og norðureftir. Jón segir enn fremur, að ekki megi reikna með að vegurinn opnist norður fyrr en á morgun


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. mars 2018

Samfélagsáhrif Hvalárvirkjunar á Árneshrepp.

Með virkjun Hvalár í Ófeigsfirði munu þriggja fasa rafmagn og ljósleiðari komast á í Árneshreppi, annað hvort strax í upphafi framkvæmda eða í upphafi reksturs virkjunarinnar. Tekjur sveitarfélagsins munu aukast verulega á framkvæmdatíma og nokkuð á rekstrartíma auk þess sem ný störf geta orðið til á framkvæmdatíma.

Þetta er meðal helstu niðurstaðna nýrrar skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA) um mat á samfélagsáhrifum Hvalárvirkjunar á Árneshrepp. Skýrslan er unnin að beiðni VesturVerks. Einnig vinnur RHA að mati á samfélagsáhrifum Hvalárvirkjunar á Vestfirði í heild og er niðurstaðna úr því mati að vænta í lok marsmánaðar.

Gert er ráð fyrir 350 ársverkum við byggingu Hvalárvirkjunar og gæti byggingartíminn staðið í rúm þrjú ár. Reiknað er með að 200 starfsmenn verði við störf á sumrin og um 70 á veturna. Undirbúningsframkvæmdir munu taka allt að tveimur árum og bætist sá tími framan við sjálfan framkvæmdatíma virkjunarinnar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. mars 2018

Afhending samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2017.

Frá afhendingu styrkja. Mynd OV.
Frá afhendingu styrkja. Mynd OV.

Fréttatilkynning frá OV.

Formleg afhending styrkjanna fór fram í dag kl. 11:00 í húsnæði OV að Stakkanesi Ísafirði, Eyrargötu Patreksfirði og Skeiði 5 Hólmavík.

Alls bárust 55 umsóknir og að þessu sinni voru veittir 43 styrkir samtals að fjárhæð 3.600.000 kr.

Þeir sem hlutu styrk að þessu sinni voru: 

Blakdeild Vestra: Blakboltar og körfur fyrir bolta - 50.000 þús. kr.

Samgöngufélagið: Búnaður til útvarpsútsendinga í veggöngum - 100.000 þús. kr.

Héraðssamband Vestfirðinga: Áhaldakaup - 100.000 þús. kr.

Björgunarsveitin Björg Suðureyri: Tækjabúnaður í björgunarbát - 250.000 þús. kr.

Héraðssamband Vestfirðinga, HSV: Fræðsluverkefni - 50.000 þús. kr.

Héraðssamband Vestfirðinga, HSV: Brettaæfingar í íþróttaskóla HSV - 50.000 þús. kr.

Sunnukórinn: Söngdagskrá í tilefni 100 ára fullveldis Íslands - 50.000 þús. kr.

Foreldrafélag leik- og grunnskóla Önundarfjarðar: Gönguskíði fyrir leik-og grunnskóla - 100.000 þús. kr.

Ungmennafélagið Grettir Flateyri: Efniskaup og smíði á gönguskíðaspori - 50.000 þús. kr.

Íþróttafélagið Vestri: Siðareglur og jafnréttisáætlun - 50.000 þús. kr.

Björgunarsveitin Ernir: Ljósbúnaður á snjóbíl - 100.000 þús. kr.

Víkingar á Vestfjörðum kt. 480104-3580: Viðhald á hátíðarsvæði Þingeyringa - 100.000 þús. kr.

Björgunarfélag Ísafjarðar: Endurbætur á sjúkraföngum og persónubúnað - 100.000 þús. kr.

Sæfari,félag áhugamanna um sjósport á Ísafirði: Ungmennastarf - 100.000 þús. kr.

Hestamannafélagið Stormur: Barna og unglingastarf - 50.000 þús. kr.

Foreldrafélag Grunnskólans í Bolungarvík: Örnámskeið fyrir nemendur og foreldra - 50.000 þús. kr.

Ungmennafélag Bolungarvíkur: Búnaðarkaup - 100.000 þús. kr.

Knattspyrnufélagið Hörður: Íslandsmót 5fl. o.fl - 50.000 þús. kr.

Laufey Eyþórsdóttir: Stuðningur við fólk á einhverfurófi - 50.000 þús. kr.


Meira

Atburðir

« 2018 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Oddný Þórðardóttir,oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.Oddviti Árneshrepps frá 2006 til 2014.
  • Njáll Gunnarsson og Gunnsteinn Gíslason.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Reimar Vilmundarson skipstjóri.!8-04-2008.
  • Hræran losuð.06-09-08.
Vefumsjón