Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. júlí 2018

Mikil úrkoma síðustu daga.

Allar lækjarsprænur beljandi.
Allar lækjarsprænur beljandi.
1 af 3

Gífurleg úrkoma hefur verið á Ströndum undanfarna daga. Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík er komin í 64,0 mm frá föstudeginum 13 til klukkan 09:00 í morgun. Heildarúrkoman í júlí í fyrra var 49,7 mm.

Í gær voru lækir beljandi sem sjást yfirleitt ekki nema á haustin. Nú er aðeins farið að sjatna þótt tún séu viða á floti enn. Myndirnar


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. júlí 2018

Rafmagn tekið af á miðnætti.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða.

Straumlaust verður í Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp, 12. júlí 2018 frá kl. 00:00 í eina til þrjár klukkustundir vegna vinnu


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. júlí 2018

Hey fíkur í Litlu-Ávík.

Það fýkur úr heyinu á túninu.
Það fýkur úr heyinu á túninu.
1 af 2

Hey sem slegið var í gær í Litlu-Ávík á Ströndum er farið að fjúka, ekki var farið að snúa heyji í gær vegna vinds, en heyjið liggur í ljánni eftir slátt. Nokkur suðvestan strekkingur var í gær þegar slegið var, en nú í dag eftir hádegið er bara stormur með miklum rokkviðum eins og oft er hér í suðvestan hvassviðri. Mikill þurrkur er í þessum vindi á milli skúra, en það sverfur jafnt og þétt úr heyinu og í mestu kviðunum fara stórar heyflygsur í loft upp.

Hér á veðurstöðinni


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. júlí 2018

Kosið í nefndir og ráð.

Hreppsnefnd Árneshrepps.
Hreppsnefnd Árneshrepps.

Hreppsnefndarfundur var haldinn í dag í hreppsnefnd Árneshrepps, sem var frestað fyrir helgi vegna heyanna. Kosið var í nefndir og ráð og fleira á þessum fundi.

6.fundur hreppsnefndar Árneshrepps haldinn sunnudaginn 8.júlí 2018 kl. 12:00 á skrifstofu hreppsins í Norðurfirði.

Mætt eru Arinbjörn Bernharðsson Norðurfirði, Björn Torfason Melum 1, Bjarnheiður J Fossdal Melum 1, Eva Sigurbjörnsdóttir Djúpavík og Úlfar Eyjólfsson Krossnesi sem fyrsti varamaður. Guðlaugur Ágússtson komst ekki til fundar.

Dagskrá;


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. júlí 2018

Heyjað í Litlu-Ávík.

Verið að rifja.
Verið að rifja.
1 af 3

Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík byrjaði slátt í gærmorgun, einum degi fyrr enn í fyrra, sem var svona í fyrra fallinu. Sæmilega er sprottið á þessu túni sem var slegið sem kallast Vatnsbrekkur og eru um 4 hektarar. Það verður nátturlega ekki eins mikill heyskapur og var í fyrra sem gaf metheyskap til fleiri ára. Heyið virðist náðst vel þurrt í rúllur í kvöld, enda var slegið í norðvestan flæsu og í dag var suðaustanátt með sól á köflum, en


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. júlí 2018

Heyskapur byrjaður.

Verið að slá og snúa heyji á Melum.
Verið að slá og snúa heyji á Melum.

Björn bóndi Torfason á Melum í Árneshreppi er byrjaður í heyskap smávegis. Aðrir bændur fara nú að byrja fljótlega uppúr þessu ef veður leifir. All sæmilega er orðið sprottið, en nokkuð misjafnt samt eftir túnum. Talsverð vætutíð er búin að vera, og finnst bændum að það mætti nú fara að skrúfa


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. júlí 2018

Plastpokalausi dagurinn 3. júlí 2018.

Mynd með frétt.
Mynd með frétt.

Á Plastpokalausa deginum 3. júlí  munu Farfuglaheimilin á Íslandi taka höndum saman til að vekja athygli gesta á mengun af völdum plasts. Þann dag munu gestir sem gista á Farfuglaheimilunum í landinu fá gefins fjölnota poka úr lífrænni bómull. Með þessum eru gestir hvattir til að afþakka plastpoka á ferðalaginu og vera ábyrgir ferðamenn.  Þrjátíu Farfuglaheimili, víðsvegar á Íslandi, taka þátt í viðburðinum.

Plast er til margra hluta nytsamlegt en því miður erum við farin að treysta um of á einnota plast í daglegu lífi – með alvarlegum afleiðingum fyrir umhverfið.  Á hverju ári eru um 5 milljarðar plastpoka notaðir. Um


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. júlí 2018

Veðrið í Júní 2018.

Séð niður að Eyri við Ingólfsfjörð.
Séð niður að Eyri við Ingólfsfjörð.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fjóra daga mánaðarins var suðvestanátt, oft allhvasst, en þurru veðri og góðum hita. 5 og 6 var norðanátt og svalara og þokuloft. Síðan var skammvinn suðvestanátt með hlýju og þurru veðri. Frá 9 og fram til 20 voru norðlægar vindáttir oftast með köldu veðri og einhverri úrkomu. Þá voru suðlægar vindáttir næstu 4 daga, en aðfaranótt 25 var norðlæg og eða norðvestlæg vindátt með mikilli rigningu fram á morgun. Eftir það var suðvestanátt aftur með vætu. Þann 28 gerði skammvinna norðlæga vindátt með rigningu. Mánuðurinn endaði með breytilegri vindátt og hægviðri en úrkomu. Úrkomusamt var í mánuðinum með köflum, aðallega eftir níunda dags mánaðar.

Hafís borgarísjakar sáust frá landi í mánuðinum, og voru sendar tvær hafístilkynnigar 13 og 19 á Hafísdeild Veðurstofunnar.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. júní 2018

Átta verkefni í Árneshreppi styrkt.

Hluti styrkþega og verkefnisstjórnar.Mynd Byggðastofnun.
Hluti styrkþega og verkefnisstjórnar.Mynd Byggðastofnun.

Sjö milljónum króna úr verkefninu Áfram Árneshreppur! hefur verið úthlutað til átta samfélagseflandi verkefna í Árneshreppi. Verkefnisstjórnin fundaði í Árneshreppi 27. júní og sóttu nokkra styrkþega heim.

Dagurinn byrjaði á Hótel Djúpavík þar sem verkefnisstjórn fékk kynningu á verkefninu "Afþreyingartengd ferðaþjónusta í Árneshrepp" sem miðar að því að setja á stokk einstaklingsmiðaðar gönguleiðsagnir um Árneshrepp. Einnig var verkefnið "Í nýju ljósi" borið augum en það verkefni er komið af stað og miðar að því að endurnýja lýsingar í Sögusýningunni í síldarverksmiðjunni í Djúpavík. 

Næst var Badda Fossdal á Melum sótt heim og bauð hún verkefnisstjórninni upp á heimalagaðar kleinur og kaffi og sagði frá stöð verkefnisins "Kjötvinnsla". Verkefnið miðar að því að þróa kjötafurðir úr Árneshreppi og er nú unnið að þróun viðskiptaáætlunar og hönnunar. 

Þar næst var kíkt inn í Kaupfélagið en Ólafur Valsson fékk styrk til þess að útvíkka núverandi verslunarrekstur og draga úr rekstrarkostnaði heilsársverslunar


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. júní 2018

Halti Billi.

Leikeindur í lok sýningar.
Leikeindur í lok sýningar.
1 af 2

Leikfélag Hólmavíkur sýndi leikritið Halta Billa í félagsheimilinu Trékyllisvík í Árneshreppi í gærkvöldi. Halti Billi er eftir Martin Mc Donagh, en í leikstjórn Skúla Gautssonar. Leikritið Halti Billi gerist á Írlandi á Araneyum einmitt þegar tökulið frá Hollywood er við störf á nærliggjandi eyju. Viðburður sem þessi hefur vissulega mikil áhrif á samfélagið og margir sjá fyrir sér að nú sé tækifærið til að flýja fátækt, slúður og almenn leiðindi. Billi er þar engin undantekning en þó er hann bæði munaðarlaus og fatlaður og því ekki


Meira

Atburðir

« 2018 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
  • Inni lokað loftrúm.12-11-08.
  • Mundi og Björn fara að setja lista í loft:19-02-2009.
  • Alexsander Hafþórsson setur eingangrun í loft.12-12-2008.
Vefumsjón