Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. desember 2003

Veður-póstferð og músagangur.

Veður kl 06:SV 8 til 10 m hálfskíað hiti 2,2 stig
dálítill sjór.
Veður kl 09:SSV 9 til 10 m skíað hiti 2,7 stig og dálítill sjór.
Veður kl 12:SW 9 til 11 m úrkoma í grend hiti 4.2 stig dálítill sjór.
Veður kl 1800:SV 11 til 13 m skýjað hiti 4.4 stig
dálítill sjór.Hámarskhiti 5.1 lágmark 2.6 eftir daginn.úrkoma 0.1 mm.Í dagbók mun ég sennilega gefa veður upp tvisvar á dag 0900 og 1800,og skammstafað fyrir hámarkshita HÁ og lágmarkshita LÁ og úrkoma ÚR.

Fór í póstferð um kl 1300 klukkutíma fyrr enn vanalega því flugi var flítt alltaf að aukast dreyfibréf svona fyrir jólin sem má kalla ruslpóst komin heim um kl 1430.

Mikill músagangur hefur verið í haust ég fann 2 dauðar í bílskúrnum í morgun,enn ég er með eiturkerti þar því ekki vil ég fá mýs inn í íbúð enn mér var sagt að mýsnar myndu eyðast upp eftir að þær gæddu sér á kertunum því kom mér þetta á óvart að sjá hræin af þeim.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. desember 2003

Veður og lært á heimasíðu.

Jón Arnar og fjölskylda á Deutz í Litlu-Ávík.
Jón Arnar og fjölskylda á Deutz í Litlu-Ávík.
Veður kl 0900:Sunnan 10 m alskýað hiti 3,8 stig sjólítið.
Veður kl 1800:SSV 14 m skúr hiti 3,7 stig sjólítið
Veður kl 2100:VNV 10 m skúr hiti 4,0 stig sjólítið.

Mest verið í dag að átta sig betur á heimasíðunni fékk Jón Arnar í kvöld að segja mér til í gegnum síma að setja inn myndir á síðuna og ég held að ég sé að verða komin með þetta á hreint að mata heimasíðuna þökk sé Jóni.Sigursteinn bróðir kláraði að rýja féið í dag,hef ekkert meyr í dag.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. desember 2003

Veður og ýmislegt.

Veður kl 09=SSV 11 til 13 M hiti 5 stig skýað sjólítið jörð aðeins flekkótt og smá svell.

Þórólfur kom fyrir hádeigið að skila mér GSM símanum sem hann fékk lánaðan þegar hann fór suður á fimmtudaginn var,ekki er hægt að nota hann hér enn þarf að notast annað slagið til að halda símanúmerinu.
Ég fór norður í Kaupfélag á Norðurfirði að taka út og í Sparisjóðinn.
Var svo í heimilisstörfum hér hjá mér að þrífa og slíkt.

Veður kl 2100 SV 12 til 14 M léttskýað og hiti 3 stig sjólítið.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. desember 2003

Póstferð og fleira.

Ég fór í póstferð í dag um tvöleytið á jeppanum hans Sigga keyrði hann í leyðinni fram á Skarð og þangað komu Björn á Melum og Hjalti í Bæ til að sækja féið sem gengur þar sem kallað er Ávíkurfé og rekið inn hér í Litlu-Ávik,Siggi er þá komin með allt sitt fé inn enn vantar tvær í heildina,og á eftir að klippa þetta sem kom í dag sem ég held að séu 29.

Veður í dag:Hægviðri fram á dag og fór hlínandi þagar kom fram á dagin,Sunnan hvasviðri í kvöld 16 til 22 m.Hiti í dag var frá -3,2 til 5 stiga hita í kvöld.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. nóvember 2003

Tommbóla og veður.

Ég og Siggi bróðir fórum á tommbólu sem kvennfélag Árneshrepps hélt í félagsheymilinu í Trékyllisvík.
Annars ekkert gert í dag nema þetta fasta taka veður.

Veður kl 09=Norðan 12 metrar snjókoma skygni 1,5 km frost eitt stig allmikill sjór.
Veður kl 18=Norðan 14 m snjókoma skygni 1,5 km frost eitt stig allmikill sjór.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. nóvember 2003

Jón Guðbjörn Guðjónsson.

Jón Guðbjörn Guðjónsson.
Jón Guðbjörn Guðjónsson.
Ég er fæddur í Litlu-Ávík í Árneshreppi Strandasýslu 14 September 1952.

Er veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík frá 12 Ágúst
1995.

Vitavörður við Gjögurvita frá 01-10-1995.

Póstur frá 01-05-1996.Leiðin Gjögur Bær í Trékyllisvík og til baka í Litlu-Ávík.

Fréttaritari Morgunblaðssins frá Maí 1996 til 2004.

Hef verið með hjólbarðaviðgerðir síðan í júlí 1996.

Símar:4514029 og NMT 8552129
GSM 8455564 (næst ekki hér í Árneshreppi).Notaður ef ég fer suður eða út úr hreppnum.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. nóvember 2003

Gestabók af eldri fréttasíðunni.2003-mai 2008.

Hér á eftir kemur gestabókin af eldri vefsíðunni frá 1 desember 2003-til mai 2008.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. nóvember 2003

Gestabók 07-10-2007 til 09-05-2008.

09. 05 2008. 23:07 Jón Hermannsson Sæll Jón! Takk fyrir frábæra umfjöllun um Frumherja. Strandamenn! Takk fyrir góða aðsókn í skoðun með bílana ykkar. Kv. Arnar og Jón.
08. 05 2008. 09:35 Erna Bjarnadóttir http://ernabjarnad.blog.is/blog/ernabjarnad/ Sæll Skemmtileg saga af uppruna hákarlaverkunar. Takk fyrir mig. Kveðja Erna Bjarnadóttir
07. 05 2008. 20:24 Eggert Hreint út sagt frábærar myndir hjá þér Jón. Þokan kemur einstaklega vel út.
07. 05 2008. 10:40 Sigþrúður Rögnvalds. Sæll Jón . Þakka þér fyrir góða síðu, sem ég hef virkilega gaman af að kíkja inná. Skemtileg saga af upphafi hákarlaverkunar í Asparvík.
19. 04 2008. 22:17 Ásgeir Sveinsson Fjárbúið Innri-Múla Flott síða.Hérna á ég eftir að koma oft...kveðja frá Barðaströnd
09. 04 2008. 12:35 Ingi Heiðmar Jónsson ihjstikill Kærar þakkir, Jón, fyrir að fá að fylgjast vorboðunum við Húnaflóa. Kv. IHJ
08. 04 2008. 14:07 valdimar harðarson Bestu kveðjur. Ljómandi síða!
21. 03 2008. 16:31 Kamilla thorarensen Bestu óskir um gleðilega páska til þín og allra í sveitinni minni fögru.Guð vaki yfir ykkur allar stundir.Bestu kveðjur Kamilla frá Gjögri.
29. 02 2008. 19:47 Anna Guðrún frænka Hæ hæ frændi og takk fyrir jólakortið. Er núna loksins komin aftur í netsamband síðan í haust og að sjálfsögðu skoðar maður þá síðuna þína, flottar myndir. Bið að heilsa þér, Sigga og Gústu, kveðja Anna Guðrún
29. 02 2008. 19:43 Oliver H Oliversson Þakka fyrir allar fréttirnar af svæðinu,fylgist alltaf með þessum fréttum. Kveðja Oliver H Oliversson, var hálf alinn upp hjá Valda og Hildi á Gjögri.
05. 02 2008. 08:58 Guðmundur Ingólfsson http://www.fotki.com/GOI/ Sæll.Gaman að sjá þessar hafísmyndir.
04. 02 2008. 23:44 Jósef S Gunnarsson http://jesuselskar.blog.is Sæll Jón,sendi kvejuðu í litllu-ávík,bið að heilsa sigga.Guð og gæfa fylgi ykkur.
04. 02 2008. 23:01 Ingibjörg Jónsdóttir Blessaður og gleðilegt ár! Frábært að sjá hafísmyndirnar. Kær kveðja Inga
25. 01 2008. 11:07 Kristjana Guðrún(Frá Símanum) Hæhæ... Gaman að kíkja á þessa síðu og sjá myndirnar..;) Strandir eru besti staðurinn til að vera á og kíkja í heimsókn til ;)
06. 01 2008. 21:23 Rúnar og Guðrún, Gjögri Óskum Jóni Guðbirni, Sigursteini Lita-Ávík og öllum Strandamönnum gleðilegs árs og friðar á nýju ári með þökkum fyrir gömlu árin. Þökkum frábæra heimasíðu, megi hún lifa sem lengst. Þess óska, Rúnar, Guðrún og fjölskylda, Gjörgi.
04. 01 2008. 21:43 leynó 30 gleðilegt ár, takk fyrir góða síðu ,og fróðleik umm líf á Ströndum !
01. 01 2008. 21:47 Ívar Benediktsson Ég óska þér, Sigga og öðrum Árneshreppsbúum gleðilegs árs og friðar um leið og ég þakka fyrir mig og mína á liðnum árum. Sjáumst hress og kát við fyrsta tækifæri. Ívar Benediktsson og fjölskylda frá Gjögri.
31. 12 2007. 11:15 Jón Bjarnason Sæll og blessaður Jón og öll þau sem lesa þín ágætu fréttaskrif. Við fjölskyldan óskum þér og öllum öðrum Árneshreppsbúum farsældar á nýju ári og þökkum ljúfar liðnar stundir. Með hátíðarkveðjum. Jón Bjarnason og Ingibjörg Kolka
27. 12 2007. 13:18 Magnús Ólafs Hansson vesturbyggd.is Ágæti Jón. Ég óska þér og öllum Árneshreppsbúum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þá þakka ég þér fyrir skemmtilega heimasíðu og fréttir úr Árneshreppi. Bestu kveðjur, Magnús Ólafs Hansson frá Hólmavík
26. 12 2007. 21:55 Daníel Guðjónsson Óska þér og öllum í Árneshreppi gleðilegra jóla. Ég skoða síðuna þína reglulega til að fá fréttir úr sveitinni og vona að þú haldir skrifum þínum áfram.
25. 12 2007. 18:24 Guðjón Ólafsson Myndasíða Guðjóns og Fjólu Ég óska þér gleðilegra Jóla og farsælds komandi nýs árs og öllum Árneshressbúum nær og fjær.
25. 12 2007. 02:21 Lyður Sörlason Guð gefi þér gleðileg jól og farsælt komandi ár með þakklæti fyrir heimsóknir á síðuna þína á liðnu ári.Það hefur veitt mér gleði. Þú hefur svo sannarlega staðið þig vel. Kær kveðja Lýður Sörlason.
24. 12 2007. 13:04 Jón Elías Jónsson Ég óska þér Gleðilegra Jóla og farsæls nýs árs. Þakka fyrir góða síðu, alltaf gaman að fylgjast með fréttum að heiman úr sveitinni. Kveðja til allra. Jón Elías frá Munaðarnesi
22. 12 2007. 20:44 Kamilla Thorarensen Ég óska öllum í sveitinni minni Gleðilegra jóla og als góðs á nyju ári.Megi Guð og góðir vættir gæta ykkar allra.Bestu kveðjur að vestan.Kamilla Thorarensen,frá Glögri
07. 10 2007. 16:51 Sigurður Þór Guðjónsson Allra veðra von Frábær síða! Einkum veðurfarslega.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. nóvember 2003

Gestabók frá 09-12-2006 til 07-10-2007.

07. 10 2007. 14:30 Heimir Magnússon Handverk Sæll Jón. Ég kem oft inná síðuna til að fylgjast með eftir að ég hætti að fljúga til Gjögurs hjá Landsflugi, er núna í Aberdeen. Góðar myndir og fréttir, endilega haltu þessu áfram. kv HM
16. 09 2007. 12:39 Andreas Sæll Jón, við Mally og Viði vorum á Ströndunum um Verslunarmannahelgi sl., og ég var beðinn um að senda þér bestu kveðjuna. Ég kem fyrst til Strandanna 1994 og síðan ár eftir ár til að vera á gönguferð í fjörunni, inn í dalina eða upp á fjöllin. Það er svona sérstök og æðisleg náttúra, og mér finnst það alveg spannandi að hlusta á sögum frá Strandirnar. Þakka kærlega fyrir vefsíðunna þínum, ég horfi oft á henni til að fá meiri upplýsingum um Árneshreppi og Strandabyggð. Kveðja frá Hamborg, Andreas
26. 08 2007. 11:56 Guðjón Ólafsson (Egilsstöðum) frá eyri myndasíða guðjóns Sæll Jón ég skrapp aðeins norður á strandir um þar síðustu helgi á leið minni til Vestfjarða ég hafði ekki komið við síðan sumarið 2004. Það var komin tími til að hleypa átthagdraugnum út hjá sjálfum sér. það eru fáeinar myndir á heimasíðu minni úr þeirri ferð. slóðin er www.123.is/gudjono Bið að heilsa öllum árneshreppsbúum Kv Guðjón Ólafsson
20. 06 2007. 00:52 þórdís jóna guðjónsdóttir hæ frændi vorum að skoða síðuna þína. Gaman að sjá sveitina og sundlaugina aftur! biðjum að heilsa í sveitina kveðja Þórdís og Andrea
10. 06 2007. 21:48 Ingi Heiðmar Jónsson stikill Sæll Jón. Maður verður drengur aftur norður í Blöndudal að sjá myndirnar þínar af lambfénu. Ég held helst að ég hafi kennt Magnúsi Ólafs hálfan vetur, þeim sem sendi þér svo fallega kveðju í gestabókina nýlega, þó frekar stærðfræði en íslensku. Góðar stundir. Heiðmar
10. 06 2007. 21:27 Þórunn Helga Guðmundardóttir Var að skoða heimasíðuna þína, reyndar heima hjá þér en ég bara vissi ekki um hana fyrr en ég kom hingað en nú er ég að fara til borgarinnar á fimmtudaginn en ég á örugglega eftir að kíkja oft á síðuna, Kveðja Þórunn
09. 06 2007. 18:18 Anna Guðrún Hæ hæ JónBjörn frændi, Siggi frændi og mamma :-) Sé að það er rosa gott veður í ömmusveit núna - ohhh finn alveg lyktina sem er í sveitinni nún, hehe. Ég fékk góða heimsókn í dag, Þórdísi og Helga - æðislegt að fá þau og þau fjölskyldan öll voru búin að sjá kveðjuna frá ykkur í fyrradag - fannst hún svooo sæt og krúttleg - hafið það gott og vonandi skemmtir mamma sér VEL í sveitinni Kveðja til ykkar allra sem ég þekki
24. 04 2007. 14:20 Magnús Ólafs Hansson Vinnumálastofnun Blessaður og sæll Jón Guðbjörn Guðjónsson. Þakka þér fyrir skemmtilegar og jákvæðar fréttir úr Árneshreppi. Fyrir mig (og örugglega fleiri) er ákaflega skemmtilegt að lesa pistlana frá þér á vefnum í stað pólitískra ofstækisskoðana sem aðrir fjölmiðlar troða inn á okkur bæði í blöðum og í tölvutæku formi nú síðustu vikur. Ég er fæddur og uppalin á Hólmavík (nú búsettur í Bolungarvík) sonur Hans heitins Magnússonar, sýslufulltrúa á Hólmavík og Steinunnar Guðbrandsdóttur Hafðu bestu þakkir fyrir skemmtilegt fréttatengt efni að heiman og góðan og fróðlegan vef. Bestu kveðjur til ykkar allra heima. Magnús Ólafs Hansson frá Hólmavík
13. 04 2007. 14:06 Kamilla Thorarensen Hæhæ gleðilega páskarest, hafið það alltaf gott. Heilsur í sveitina mína, Guð blessi ykkur. Kær kveðja Kamilla Thorarensen, Gjögri.
03. 04 2007. 11:04 Guðjón Ólafsson (Egilsstöðum) frá eyri myndasíða guðjóns Sæll og gleðilega páska og aðrir Árneshreppsbúar nær og fjær Kveðja Guðjón
11. 02 2007. 21:54 Lóa Thor http://blog.central.is/loathor Sæll Jón.Alltaf gaman að lesa skrifin þín og fá fréttir úr hreppnum.Þetta er sko alveg þarfaþing fyrir okkur sem viljum og höfum áhuga á að fylgjast með ykkur þarna norður frá.Með Rangæskri kveðju.Lóa Thor.(frá Gjögri/Axelshúsi)
07. 02 2007. 23:40 María Sæll Jón, Mig langar bara að þakka þér fyrir skemmtileg skrif. Ég er ættuð úr Norðurfirðinum og hef gaman af því að fylgjast með.
27. 01 2007. 05:29 Ingi Heiðmar Jónsson stikill Góðan dag Jón, þakka skrif og myndir. Það er lítill snjór í mínum garði miðað við skaflana hjá þér
03. 01 2007. 13:29 Ingibjörg Ágústsdóttir http://www.blog.central.is/ingaflakkari Gleðilegt ár og kærar þakkir fyrir fréttirnar að heiman. Það er alltaf jafn gaman að kíkja hingað inn, og það er fagnaðarefni að þú ætlir að halda áfram. Bestu kveðjur, Ingibjörg frá Steinstúni
02. 01 2007. 09:56 Gunnlaugur Júlíuson Gleðilegt ár norður í Árneshrepp. Mér finnst gaman að geta á einfaldan hátt fengið innsýn í mannlíf, veðurfar og bústang í þessum fámenna hrepp. Endilega haltu skrifunum áfram.
01. 01 2007. 22:27 Harpa Jónsdóttir Vestanpósturinn Gleðilegt ár og takk fyrir skemmtileg og fróðleg skrif á árinu.
01. 01 2007. 15:55 Reimar Vilmundarson bestu óskir um farsæltt komandi ár með þökk fyrir það gamla kv Reimar vilmundarson Bolungarvík
31. 12 2006. 22:08 Skarphedinn Gislason Óska ykkur bræðrum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Góðar hveðjur í sveitina og sjáumst hress í vor.
31. 12 2006. 21:19 Jón Bjarnason Kærar þakkir fyrir góða síðu og fréttaflutning úr Árneshreppnum á árinu. Hún er ómetanleg okkur sem þykir vænt um að geta fylgst með hvað gerist. Við hjónin óskum þér og öðrum í hreppnum gleðilegs nýs árs og þökkum góðar stundir á árinu sem er að kveðja. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason
25. 12 2006. 17:43 Kristmundur Kristmundsson Gleðileg jól og bestu kveðjur Kristmundur Gjögri
25. 12 2006. 01:51 Lydur Sörlason Guð gefi þér og þínum ósk um gleðileg JÓl og hamingjuríkt komandi ár með þakklæti fyrir fréttir að (heiman) og von um góðar fréttir af veðri og fólki á komandi ári. Guð blessi alla þá er þessa síðu lesa með von um að við eignumst gott ár í vændum. Guð blessi ykkur öll. Kær kveðja LÝður.
24. 12 2006. 15:36 Daníel Guðjónsson Langar að óska ykkur í Litlu-Ávík gleðilegra jóla með þakklæti fyrir þessa heimasíðu sem gerir manni kleift að fylgjast með því sem er að gerast í sveitinni. Óska jafnframt öllum Árneshreppsbúum gleðilegra jóla.
24. 12 2006. 12:53 Guðjón Ólafsson (Egilsstöðum) frá eyri Gleðileg jól Gleðileg Jól Við óskum þér og þinni Fjölskyldu gleðilegra jóla og farsælds komandi nýs árs og við þökkum það gamla sem er að líða sitt skaut Jólakveðjur Guðjón Ólafsson og Fjóla Berglind Helgadóttir Reynihvammi-10 701-Egilsstaðir ( Fellabæ) Myndasíða: www.123.is/gudjono tölvupóstur: reynihv10@simnet.is
24. 12 2006. 10:19 Jón Elías Jónsson Gleðileg jól pg farsælt nýtt ár, þakka liðnu árin. Það er alltaf gaman að skoða síðuna og fylgjast með lífinu hjá ykkur í sveitinni
09. 12 2006. 03:08 Óðinn Þór http://www.odinn.org Góð síða sem þú ert með hérna, vildi bara skilja eftir spor um innlitið..
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. nóvember 2003

Gestabók frá 30-11-2005 til 11-12-2005.

30. 11 2006. 15:03 Kristmundur Kristmundsson Ég vil þakka þér fyrrir skemtilega síðu. Bestu kveðjur. Kristmundur Gjögri
28. 10 2006. 11:44 Eggert Sverrisson Til hamingju með nýu rafstöðina Jón vona að hún reynist vel
27. 10 2006. 13:31 Guðrún Ásta Guðjónsdóttir Gaman að skoða myndirnar og fræðast örlítið um svæðið sem ég heimsæki í júlí 2007. Ættarmót verður í Trékyllisvík.
20. 10 2006. 22:09 Lýður Sörlason Kæri Jón!! Geturðu birt mynd af sundlauginni á Krossnesi þar sem nafnið á UMF.LEIFUR HEPPNI sést? Helst ílit. Mér þætti vænt um það. Kær kveðja Lýður.
06. 10 2006. 12:00 Magnús Ólafs Hansson þakka fyrir stórskemmtilega síðu. Það er reglulega gaman að sjá fréttir ættaðar að heiman, þó ég sé frá Hólmavík. Bestu kveðjur til allra í Árneshreppi. Magnús Ólafs Hansson frá Hólmavík
06. 10 2006. 07:44 Gunnar Th. Ísfirðingur Mig langar að biðja þig um að vinna meira í húsamyndunum. Fleiri myndir af húsum í sveitinni, bæði sveitabýlum og sumarhúsum væru vel þegnar. Þá vantar einnig upplýsingar um hvaðan myndirnar eru, og væri gott að láta þær fylgja. Kveðja, Gunnar Th.
12. 09 2006. 21:07 Kristin Ósk http://www.blog.centeral.is/brazilpian Hae, kvedjur hedan ur brasiliu til allra ad heiman ur árneshreppi, sakna ykkar alveg svakalega, mjog gott ad hafa tessa sidu til ad fylgjast betur med. vel gert . Bless sjaumst i januar. Kristin
02. 09 2006. 22:44 Lýður Sörlason Kveðja Lýður.
01. 09 2006. 21:47 Lydur Sörlasonl Það naumast að þú hefur fengið kveðjur á margvíslegum tungumálum en það er bara mjög ánægjulegt.Vona að þú hafir það sem allra best.Kveðja Lýður.
21. 08 2006. 15:07 Agnes Ólöf Thorarensen Alltaf gaman að fylgjast með fréttum úr Árneshreppi.Kom í heimsókn í sumar og vitjaði átthaganna.Alltaf jafn yndislegt að koma.Kv.Lóa,dóttir Olgu Axels frá Gjögri
15. 08 2006. 11:34 Hrafn Jökulsson Hrókurinn Skemmtileg síða og gaman að geta gengið að fréttum frá Árneshreppi. Fyrir hönd gesta á skákmótinu um helgina þakka ég höfðinglegar móttökur í sveitinni!
12. 07 2006. 10:52 Berglind Dögg Thorarensen Æðisleg síða! Kíkji hingað stundum til að forvitnast;) Sé að 'Oli móður bróðir var að landi stór lúðu:) Með bestu kveðju frá Hafnarfirði
13. 05 2006. 19:49 Guðjón Ólafsson Myndasíða Guðjóns og Fjólu Sæll Jón og Aðrir Árneshreppsbúar það flott af Jóni að hafa sent ráðamönnum erindi um símamálin í Hreppnum ég hef að vísu gert það líka og fengið dræm svör við þvi. En núna ættum við öll sem höfum tengsl við Árneshreppp að senda bréf til ráðamanna þessa lands og heimta gott GSM samband í hrepinn hið fyrsta Ef einhverstaðar ætti að að vera GSM samband þá er það í Árneshreppi Bestu Kveðjur kannski birtist ég norður í Þokusveit í sumar hver veit Kveðja austan af Héraði Guðjón Ólafsson E-mai: gutti@strik.is MSN: gudjono@hotmail.com
20. 04 2006. 17:16 Kamilla Thorarensen Ég vil óska þér og öðrum árneshreppsbúum gleðilegs sumars, alltaf gaman að kíkja hingað inn og skoða:0) Kveðja Kamilla frá Gjögri
18. 04 2006. 08:49 Guðjon Ólafsson frá Eyri Ingólsfirði Mynda og Blokk síða Guðjóns og Fjólu Ég bíð Öllum Gleðilegra páska . Ég hef verið að setja upp myndasíðu á netið sem er á þessari slóð hérna http://www.123.is/gudjono kíkið inn og skoðið myndaalbúmin og líka það sem er í skrár. Bestu vorkveðjur héðan úr snjónum á héraði kv Guðjón Ólafsson
03. 04 2006. 23:40 Tómas Birgir Magnússon Eyjafjöll Gaman að skoða myndir af fólki og öðru frá þessari fallegu sveit.
25. 03 2006. 00:22 Ólafur Thorarensen Gaman að kíkja á síðuna þína og sjá hvað er að gerast í sveitinni.Bestu kveðjur að vestan.Óli frá gjögri.
06. 03 2006. 21:20 Jóhanna - Árnesi II. Ég er bara að kvitta fyrir innlitið á síðuna.
09. 01 2006. 14:55 Rafn Gudjonsson bilhraun.is Ég óska þér og öðrum Árneshreppsbúum gleðilegs árs og friðar Rabbi
31. 12 2005. 17:22 Ívar Benediktsson Ágæti félagi! Ég óska þér og öðrum Árneshreppsbúum gleðilegs árs og friðar með kærri þökk fyrir mig og mína á árinu sem senn er að baki. Sjáumst hress með hækkandi sól. Nýárskveðja, Ívar og fjölskylda í Mosfellsbæ.
30. 12 2005. 19:48 Guðjon Ólafsson frá Eyri Ingólsfirði Sæll Jón og aðrir Árneshreppbúar ég vil óska ykkur Gleðilegra jóla og Farsælds komandi árs. Það væri gaman að fá einhverja inn á MSN hjá mér (gudjono@hotmail.com ) Kveðja Guðjón (Gutti) héraðsbúi
22. 12 2005. 22:42 Páll Jónsson Blessaður Jón Björn,ég fylgist vel með síðunni þinni og fæ þannig fréttir að heiman.Við óskum þér og öðrum frændum og vinum gleðilegra jóla og bestu kveðjur til Sigga. Palli frá Ingólfsfirði.
19. 12 2005. 21:22 Daníel Guðjónsson Sæll Jónbjörn. Var að skoða síðuna þína í fyrsta skipti. Mér finnst þetta frábært framtak hjá þér og ómetnalegt fyrir okkur gömlu sveitungana að fá svona innsýn í innansveitarkrónikuna. Ég verð örugglega fastagestur. Gleðileg jól svo öll sömul í sveitinni. Daníel Guðjónsson
11. 12 2005. 21:05 Lýður Sörlason Sæll Jón. Það er alltaf ánægjulegt að heimsækja síðuna þína. Margur fróðleikur og fréttir. Ég var að skoða hana í dag og þá varst þú að segja fréttir af þeirri ágætu kvikmynd FJALLAFERÐIR og uppl. um sölustaði og þá sá ég að síman. á stofunni hjá mér er ekki rétt. Það er 588-2077. að öllu öðru leiti allt gott. Ég vona að Guð gefi að þú hafir það gott á aðventunni. Kær kveðja Lýður
11. 12 2005. 13:59 sveinbjörg hæ hæ frændi vildi bara kvita fyrir mig kveðja Sveinbjörg

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir 1938-2008.Húsið brann til kaldra kola 16 júní 2008.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
  • Frá höfninni á Norðurfirði 16-03-2005.
  • Rafmagnshitakútur komin upp.30-04-2009.
Vefumsjón