Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. ágúst 2008 Prenta

Einar K. flúinn til Ráðstjórnarríkjanna

Ráðherrann er hæstánægður með afurðir sósíalismans.Mynd Strandir.ís.
Ráðherrann er hæstánægður með afurðir sósíalismans.Mynd Strandir.ís.
Þessi frétt bitrist á fréttavefnum www.bb.is og er skrifuð af fréttamanni með mikinn húmor,og kemur fréttin orðrétt hér.
Mörgum dyggum sjálfstæðismanninum hefur kannski brugðið í brún á vafri sínu um óöldur veraldarvefsins í morgun, þegar á strandir hans eða hennar hefur rekið þá mynd er fylgir frétt þessari. Hér má nefnilega sjá „örlaga-sjallann" Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, fimmta þingmann Norðvesturkjördæmis úr Bolungarvík sitja makindalega í farartæki sem augljóslega hæfir hvorki stétt hans né stöðu. Vera ráðherrans í þessum sovét-sósíalíska hryðjuverkavagni mun þó ekki til marks um liðhlaup hans til Ráðstjórnarríkjanna, enda munu þau víst liðin undir lok (eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum), heldur var ráðherrann staddur á Íslandsmeistaramótinu í hrútaþukli á Sævangi á sunnudag og fann þar þetta óviðurkvæmilega farartæki. Gerði ráðherrann sér lítið fyrir, þjóðnýtti jeppann - eða „sölsaði undir sig", eins og það heitir í Heimdalli - og hvíldi lúin bein.
eirikur@bb.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Norðurfjörður I -2002.
  • Seljanes og Ófeigsfjörður 15-03-2005.
  • Kristján Guðmundsson grefur fyrir kapli og ljósastaur.13-11-08.
  • Stóra-Ávík-23-07-2008.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón