Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. september 2011 Prenta

FV sendir bréf til ráðherra.-Vestfjarðavegur 60.

Patreksfjörður.Mats Wibe Lund ©
Patreksfjörður.Mats Wibe Lund ©

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkti á fundi sínum þann 27. september 2011 eftirfarandi ályktun til innanríkisráðherra.

56. Fjórðungsþingi Vestfirðinga haldið í Bolungarvík þann 2. og 3. september s.l., samþykkti að forgangsverkefni í sóknaráætlun landhlutans yrðu samgöngumál.  Þingið lýsti einnig ánægju með störf innanríkisráðherra með því að kalla til samráðsvettvang,  þar sem skoðaðar væru með opnum huga lausnir í vali á vegstæði Vestfjarðavegar 60 um Gufudalssveit.   Niðurstaða innanríkisráðherra þar sem valin er leið um Ódrjúgháls og Hjallaháls og kynnt var á fundi samráðsvettvangs þann 9. september s.l. og á íbúafundi 20. september s.l., olli því miklum vonbrigðum, enda svarar hún ekki ákalli íbúa um láglendisveg.  Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga ítrekar því samþykkt Fjórðungsþinga Vestfirðinga um stefnumörkun vestfirskra sveitarstjórna í samgöngumálum landshlutans, stefnumörkun sem endurspeglar vilja íbúa á Vestfjörðum. 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hvetur innanríkisráðherra að leita áfram nýrra lausna sem endurspegli vilja íbúa og stefnumörkun sveitarstjórna á Vestfjörðum í samgöngumálum landshlutans.  Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga bendir á, að nýjar upplýsingar sem komu fram á fundum samráðsvettvangs innanríkisráðherra kalli á gerð nýs umhverfismats og eða formats á umhverfisáhrifum samgönguframkvæmda í Gufudalssveit.  Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga skorar því á innanríkisráðherra að tryggja nauðsynlegt fjármagn til að hefjast þegar handa við þá vinnu.Segir í fréttatilkynningu frá FV.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Hrafn Jökulsson.
  • Bærin Íngólfsfjörður-24-07-2004.
  • Borgarísjaki ca 4 til 5 km NA af Gjögurflugvelli 13-01-2005.
Vefumsjón