Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. maí 2011 Prenta

Frá ráðstefnu um atvinnu og byggðamál á Vestfjörðum.

Ráðherrarnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson.
Ráðherrarnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson.
1 af 2
Fréttatilkynning:

Afar fjölsóttur fundur um atvinnumál á Vestfjörðum var haldinn á Ísafirði laugardaginn 30 apríl.  Fundinn sóttu um 150 manns víðsvegar að af Vestfjörðum.  Að fundinum stóðu verkalýðsfélög og atvinnufyrirtæki á svæðinu, til að vekja athygli á alvarlegri byggðaþróun á Vestfjörðum.  Framsögumenn fjölluðu um tækifæri, aðstæður og samkeppnisskilyrði atvinnufyrirtækja og leiðir til úrbóta.  Ráðherrarnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson, sátu fyrir svörum auk Guðna A Jóhannessonar, orkumálastjóra sem var fulltrúi iðnaðarráðherra.  Auk þeirra voru fulltrúar viðskiptabankanna, Fjárfestingarsjóðs Íslands og Orkubús Vestfjarða.

Fram kom í máli innanríkisráðherra að hann hefði skipað starfshóp undir forystu Guðmundar Kristjánssonar, hafnarstjóra á Ísafirði til þess að koma fram með tillögur um strandsiglingar. Var því vel tekið af fundarmönnum.  Auk þess lýsti ráðherra því yfir að mest væri þörfin fyrir samgönguframkvæmdir á Vestfjörðum og Austfjörðum og ættu framkvæmdir þar að njóta forgangs að vegafé.  Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, lýsti því yfir að fyrirhugaðar breytingar á löggjöf í sjávarútvegi ættu að styrkja stöðu strandveiða og að aukin byggðatenging og byggðafesta myndu styrkja samkeppnisstöðu sjávarbyggða. 

Flutt voru þrettán framsöguerindi um skiptinga skatttekna, samgöngur, nýtingu auðlinda og aðgengi að fjármagni.  Í máli Vífils Karlssonar, hagfræðings kom fram að stjórnvöld væru að valda verulegu ójafnvægi í milli landssvæða með ráðstöfun skattfjár til starfsemin hins opinbera.  Telur Vífill á grundvelli rannsókna sem hann hefur unnið, að landsbyggðin njóti í mun minna mæli ávinnings af ráðstöfun skattfjár.   

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Séð til Krossness frá Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Íshrafl í Trékyllisvík 13-03-2005.
  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
  • Hafísjaki 6 KM vestur af Sæluskeri. 27-08-2018
  • Hringnum lokað suðvestur hlið.28-10-08.
Vefumsjón