Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. febrúar 2010 Prenta

Framlög til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts.

Frá Norðurfirði.Mynd Ágúst G Atlason.
Frá Norðurfirði.Mynd Ágúst G Atlason.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 12. febrúar um áætlaða úthlutun framlaga til jöfnunar á tekjutapi einstakra sveitarfélaga á árinu 2010 vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti.

Við tillögugerðina er tekið mið af nýju fasteignamati er tók gildi 31. desember hvað íbúðarhúsnæði í sveitarfélögum varðar.  

Áætluð heildarúthlutun framlaganna í ár nemur  2.574,5 milljónum króna og greiðir  Jöfnunarsjóður 60% framlaganna fyrirfram mánuðina febrúar til júní. 

Uppgjör framlaganna fer fram með þremur jöfnum greiðslum mánuðina júlí, ágúst og september á grundvelli upplýsinga frá Fasteignaská Íslands.
Áætlað framlag til sveitarfélagsins Árneshrepps fyrir árið 2010 er 3.548.655 kr.
Yfirlit yfir sveitarfélög má sjá hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Árneskirkja hin nýja:01-04-2010
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Reimar Vilmundarson skipstjóri.!8-04-2008.
Vefumsjón