Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. janúar 2019 Prenta

Gengur ílla með flug hjá Ernum.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.

Aðeins eitt flug hefur verið á Gjögur sem af er janúarmánuði, en það var þriðjudaginn fjórða, þriðjudaginn áttunda var flugi aflýst vegna vélabilunar, og ekkert reynt seinna um daginn að fljúga, einnig var aflýst flugi á föstudaginn ellefta, engin ástæða gefin upp. Nú í dag þriðjudaginn fimmtánda var aflýst flugi vegna veðurs, sem eðlilegt var.

Engin póstur hefur því borist í eina og hálfa viku, búið að fella þrjár ferðir niður. Ef flogið verður næstkomandi föstudag átjánda, mun því hálfsmánaðar póstur koma. Þótt fámennt sé nú í Árneshreppi þurfa margir að senda frá sér áríðandi póst sem ekki er hægt að senda í tölvupósti, og fá póst og pakka. Þetta er slæmt mál þegar flugfélagið Ernir fljúga aldrei daginn eftir þegar flugfært er, aðeins reynt á föstum áætlunardögum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Jakar útaf Litlu-Ávík togari á leið vestur.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Skipið Suðri í hafís á austurleið.
  • Björn og Helga starta upp fjöldasöng.
  • Múlakot í Krossneslandi.
Vefumsjón