Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 21. ágúst 2011 Prenta

Guðbrandur Sverrisson Íslandsmeistari í hrútadómum .

 Guðbrandur Sverrisson, Bassastöðum ,Elvar Stefánsson Bolungarvík,Guðlaug Sigurðardóttir Hraunási í Helgafellssveit.Mynd strandir.is
Guðbrandur Sverrisson, Bassastöðum ,Elvar Stefánsson Bolungarvík,Guðlaug Sigurðardóttir Hraunási í Helgafellssveit.Mynd strandir.is
Þá er Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum 2011 lokið. Alls tóku fimmtíu manns þátt, þrjátíu í flokki óvanra og tuttugu í flokki vanra hrútadómara. Það var Strandamaðurinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum sem fór með sigur af hólmi í flokki vanra þuklara, en Guðbrandur náði öðru sæti árið 2003 og því þriðja árið 2005. Guðbrandur hlaut til varðveislu í eitt ár verðlaunagripinn Horft til himins sem er tileinkaður minningu Brynjólfs Sæmundssonar ráðunautar, auk fjölda annarra verðlauna. Í öðru sæti varð Íslandsmeistarinn 2010, Elvar Stefánsson í Bolungarvík, og þriðja varð Guðlaug Sigurðardóttir bóndi á Hraunhálsi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi.Nánar á www.strandir.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Borgarísjakar útaf Felli 07-04-2004.
  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • 21-09-2022.Borgarísjaki CA. 10 KM. NNA af Reykjaneshyrnu, eða CA. 15 KM. Austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.
  • Ísjakinn 28-09-2017.
Vefumsjón