Fleiri fréttir

| sunnudagurinn 29. júní 2008 Prenta

Guðni Ágústsson í Kaffi Norðurfirði á mánudagsmorgun

Guðni og Mundi við Bæ á sunnudagskvöldið.
Guðni og Mundi við Bæ á sunnudagskvöldið.
Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins er nú í heimsókn í Árneshreppi, ásamt eiginkonu sinni og mágkonu. Hann verður með kaffispjall í Kaffi Norðurfirði klukkan 10 á mánudagsmorgun, og eru allir velkomnir.

Guðni og föruneyti voru í mat hjá oddvitahjónunum á Krossnesi á sunnudagskvöld og fóru þaðan í dýrindis kaffiboð á Bæ. Þar ræddi Guðni við Munda á Finnbogastöðum, Guggu og Gunnar bónda. Endurreisn Finnbogastaða var rædd og hét Guðni stuðningi sínum.

Guðni gegndi embætti landbúnaðarráðherra í 8 ár og hefur verið formaður Framsóknarflokksins í 2 ár. Endurminningabók hans, sem út kom fyrir jólin, var metsölubók. Hana skráði Strandamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson, sem ættaður er frá Melum í Árneshreppi.


Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
Vefumsjón