Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. febrúar 2010 Prenta

Hægfara tortíming.

Hægfara tortíming varð í öðru sæti.Mynd Guðmundur St.Valdimarsson bátsmaður á Ægi.
Hægfara tortíming varð í öðru sæti.Mynd Guðmundur St.Valdimarsson bátsmaður á Ægi.

Nýlega var Norræn ljósmyndakeppni sjómanna haldin í húsakynnum Siglingastofnunar. Keppnin hefur verið haldin lengi meðal hinna Norðurlandanna en þetta var í áttunda skiptið sem Ísland tók þátt. Velferðarþjónusta sjómanna á Norðurlöndunum hefur staðið að keppninni en Sjómannablaðið Víkingur fyrir Íslands hönd.

Keppnismyndirnar eru allar teknar af áhugaljósmyndurum meðal sjómanna og myndefnið oftast nær tengt sjónum. Fjölmargar myndir bárust í keppnina en forvaldar voru 15 myndir í hverju landi sem kepptu svo til úrslita hér í liðinni viku.

Fyrsta sæti í Norrænu ljósmyndakeppni sjómanna hlaut að þessu sinni Martin Gertmar frá Svíþjóð en annað sæti hlaut Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á vs. Ægi fyrir mynd sína "Hægfara tortíming".
Þetta kemur fram á vef Siglingastofnunar.
Ekki er að sjá annað en að þetta sé mynd af gamla Suðurlandinu sem stendur í fjöruborðinu við gömlu Síldarverksmiðjuna í Djúpavík,þótt það komi ekki fram,en kemur sennilega fram í Sjómannablaðinu Víking.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Svalahurð,18-11-08.
  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
  • Frá brunanum.
  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
Vefumsjón