Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. desember 2014 Prenta

Helstu framkvæmdir í Árneshreppi.

Hús Björgunarsveitarinnar Strandasólar.
Hús Björgunarsveitarinnar Strandasólar.
1 af 3

Hér verður reynt að fara yfir helstu framkvæmdir í Árneshreppi á árinu 2014. Ekki verður þetta tæmandi upplýsingar,eitthvað mun vanta. Fyrst skal nefna sem hlýtur að teljast ein stærsta framkvæmdin er þegar Björgunarsveitin Strandasól réðist í byggingu húss yfir starfssemi sína í haust. Húsið sem er stálgrindarhús 150 fermetrar og var gert fokhelt,en eftir er að leggja í gólf og öll innivinna er eftir.

Á Djúpavík var í sumar byrjað að leggja tjörudúk á þak gömlu síldarverksmiðunnar,sem bræddur er á þakið í lögum. Þessi dúkur kom í stað þess að áður fyrr var þakið bikað eða tjargað. Hluti þaksins var tekin í sumar en á næsta ári stendur til að taka þakið sem snýr til norðurs,en það er um 1200.fm. Á Hótel Djúpavík var eldhús tekið algerlega í gegn og tæki endurnýjuð að miklu leyti.

Í Litlu-Ávík voru fengnir smiðir frá Sparra ehf í Keflavík til að klæða gafl og hliðar á aðalfjárhúsunum með aluzink bárujárni,einnig var skipt um glugga í húsunum og hurðir endurnýjaðar. Einnig settu smiðir upp iðnaðarhurð í Sögunarskemmuna að norðanverðu,en hún er rafmagnsdrifin.

Á Krossnesi voru steypuskemmdir lagaðar á grunni á skemmu. Einnig var þar seint í haust skipt um hluta af þakjárni á fjárhúsum þar.

Sveitarfélagið Árneshreppur stóð að ýmsu viðhaldi á sínum eignum,til dæmis á félagsheimilinu þar sem var skipt um glugga og eða lagaðir og þar var skipt um útihurð. Í kennara íbúð  Finnbogastaðaskóla var baðherbergi alveg endurnýjað,og ýmislegt annað viðhald þar. Einnig lét sveitarfélagið setja upp tvær iðnaðarhurðir á sjávarhúsið í Norðurfirði,þær eru rafmagnsdrifnar. Ýmislegt annað lét sveitarfélagið gera í viðhaldi eins og á íbúðum í kaupfélagshúsinu eins og þau hús eru kölluð,en sveitarfélagið á þær eignir.

Ísavía var með framkvæmdir á Gjögurflugvelli,þar var settur nýr neysluvatnstankur  og miklu stærri en var,einnig var rifin gömul klæðning í biðsal og sett ný klæðning og flugstöðin máluð að innan,flugstöðin var máluð að utan í fyrra.

Ferðafélag Íslands lét setja nýjan neyðarútgang á hús sitt á Valgeirsstöðum á Norðurfirði í haust.

Eins og áður sagði er þetta ekki tæmandi skírsla ,sjálfsagt hafa sumarhúsaeigendur verið að dytta að sínum húsum í sumar,mála eða með ýmislegt viðhald á húsum sínum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Aðventuljós í glugga.18-12-2008.
  • Hafís útaf Reykjanesi.
  • Steinstún-2002.
  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
Vefumsjón