Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 27. apríl 2013 Prenta

Hvassviðri eða stormur á morgun.

Mjög slæmu veðri er spáð á morgun.
Mjög slæmu veðri er spáð á morgun.
Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra hljóðar uppá Norðan 8 til 13 m/s í kvöld með slyddu í kvöld og í nótt og á morgun er spáð  norðan hvassviðri eða stormi með snjókomu og slæmu ferðaveðri,segir í veðurspá Veðurstofu Íslands. Atkvæði úr Árneshreppi ættu nú að sleppa suður í Borgarnes áður en veður versnar fyrir alvöru í kvöld,það er oft búið að kjósa hér í Árneshreppi snemma eða uppúr nóni eða ekki seinna en um fimmleitið. Vegur er fær suðurúr úr hreppnum því mokað var í morgun,en mokað var í gær einnig en það gerði ófært á Veiðileysuhálsi  í gærkvöld þegar skóf mikið í SV,áttinni. Það má segja að mokað hafi verið norður annan hvern dag undanfarið en alltaf gert ófært aftur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
  • Komið í land með dráttartaug og kaðla.
  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
  • Séð að Melum af Hlíðarhúsunum 10-03-2008.
Vefumsjón