Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. júní 2011 Prenta

Íslandspóstur hækkar verð undir bréf frá og með deginum í dag.

Verð hækkar í dag undir bréf.
Verð hækkar í dag undir bréf.
Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt beiðni Íslandspósts um hækkun á verðskrá og munu bréf 50 g. og undir hækka úr 75 kr. í 90 kr. Einnig munu aðrir verðflokkar bréfa hækka, að meðaltali um 20% . Verðhækkun mun taka gildi frá og með 15.júní.

Verðhækkun er nauðsynleg til að mæta magnminnkun og auknum kostnaði við dreifingu á bréfapósti. Þetta hefur einnig verið að gerast hjá póstfyrirtækjum erlendis, til að mynda hækkaði danski pósturinn verð um 45% 1.apríl síðastliðinn. Auk þess hækkaði verð á bréfapósti í Noregi verulega um síðustu áramót en þar kostar bréf undir 50 g. 298 krónur en til samanburðar kostar sama bréf 90 krónur á Íslandi eftir hækkun.

Rafræn þróun og efnahagssamdráttur hér á landi frá 2008, sem og hjá póstfyrirtækjum erlendis, hefur leitt til verulegs samdráttar í póstsendingum. Frá árinu 2008 hefur bréfamagn minnkað um 20%, jafnhliða því hefur íbúðum á öllu landinu fjölgað um tæp 4% á sama tíma og íbúafjöldi hefur aukist um 0,4%. Á þessum tíma fer samt þjónustuskylda Íslandspósts vaxandi.

Kostnaður við dreifingu hefur hækkað í samræmi við þetta, m.a. vegna þess að reglur um bréfadreifingu kveða á um dreifingu í öll hús á landinu alla virka daga ársins, líka alla sveitabæi landsins sama hversu mikið póstmagnið er. Það er skylda Íslandspósts að þjónusta allt landið en það afar kostnaðarsamt að halda úti dreifikerfi á óarðbærum svæðum. Þjónustuskylda Íslandspósts nær til um 99,8% heimila og fyrirtækja á Íslandi.

Útlit er fyrir að bréfamagn minnki enn frekar á næstu árum og spáð er að einkaréttarbréfum fækki til muna á næstu árum. Slíkri magnminnkun verður að mæta með aðgerðum á ýmsum sviðum, bæði með því að auka tekjur eftir því sem við verður komið, þar sem vænta má vaxtar en einnig með hagræðingu í rekstri póstþjónustunnar.

Íslandspóstur er hlutafélag, að fullu í eigu ríkisins, og er eingöngu með einkarétt á dreifingu bréfa allt að 50 g. en starfar að öðru leyti á samkeppnismarkaði. Á Íslandi er póstþjónusta ekki ríkisstyrkt og er fyrirtækið því eingöngu rekið af tekjum sem koma frá viðskiptavinum. Gerðar eru miklar kröfur til rekstrar Íslandspósts en fyrirtækið þarf að halda uppi póstþjónustu um allt land samkvæmt lögum og starfsleyfi, magn fer minnkandi, viðskiptavinir kalla eftir hagkvæmari lausnum, lægra verði og meira vöruúrvali og auk þess þarf fyrirtækið skila hagnaði af rekstri og arðsemi af eigin fé.
Frá þessu er sagt á vef Íslandspósts.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Drangar-12-08-2008.
  • Helga og Hilmar.Helga var veislusjóri fyrir í afmæli ömmu sinnar,og Hilmar sá um músikina.
  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
  • Klædd NV hlið að hlita,03-12-2008.
Vefumsjón