Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. júní 2010 Prenta

Kaffi Norðurfjörður opnar á laugardaginn,og kynnir kort þjónustuaðila í Árneshreppi.

Kaffi Norðurfjörður opnar með vöfflum og kynnt verður kort þjónustuaðila í Árneshreppi á laugardaginn.
Kaffi Norðurfjörður opnar með vöfflum og kynnt verður kort þjónustuaðila í Árneshreppi á laugardaginn.

Kaffi Norðurfjörður og AssA, þekking & þjálfun bjóða alla Árneshreppsbúa velkomna í opnunar- og útgáfukaffi laugardaginn 5. júní kl. 15:30. Nú fer vöffluilmurinn að fylla vit sveitunganna því tekið verður úr lás í Kaffi Norðurfirði og sumri fagnað ásamt útgáfu yfirlitskorts af Árneshreppi sem hefur verið í vinnslu undanfarna mánuði. 

Kortið var unnið í farsælu og nánu samstarfi við listamennina Ómar Smára Kristinsson og Nínu Ivanova en þau verða sérstakir gestir við opnunina. Kortið er samstarfsverkefni allra þjónustuaðila í Árneshreppi og sýnir hvað sveitin okkar hefur upp á margt að bjóða.

Einnig skal minnt á sýningu Ómars Smára og Nínu í Djúpavík föstudaginn 4. júní kl. 14:00.  Sýningin ber nafnið "25" og er sett upp í tilefni 25 ára afmælis hótelsins.

Kaffi Norðurfjörður verður opinn frá 11:00 - 21:00 fram til 16. júní en eftir það verður opið frá 8:30 þá daga sem Sædísin siglir frá Norðurfirði.

Allir hreppsbúar eru hvattir til að mæta á laugardaginn og næla sér í góðan skammt af kortinu góða svo hægt sé að koma  því í dreifingu sem fyrst.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Hrafn Jökulsson.
  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
Vefumsjón