Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 7. desember 2013 Prenta

Kuldabola að ljúka.

Í þessu kuldakasti fór frostið niður í -12.0 stig í Litlu-Ávík.
Í þessu kuldakasti fór frostið niður í -12.0 stig í Litlu-Ávík.

Mesta kuldanum er nú að ljúka,og er nú að draga mikið úr frosti í gær og núna með morgninum. Mesta frost á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum fór niður í -12,0 stig aðfararnótt föstudagsins 6 desember. Mesta frost sem mælst hefur í Litlu-Ávík mældist -14,2 stig þann fyrsta mars 1996. „Samkvæmt gögnum frá Trausta Jónssyni sem er í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofu Íslands,hefur mesta frost mælst hér í Árneshreppi á mönnuðum veðurstöðvum mælst mest á Kjörvogi -18,9 stig þann 8-3-1969, tveim árum áður en stöðin hætti þar. Og á Gjögri mældist -17,1 stig á aðfangadag 24. desember 1975. Á Grænhól við Gjögur mældist mest frost -19,0 stig þann 27. Janúar 1923. Reyndar mældist mesta frost sem getið er um í Árneshreppi á Kjörvogi -20,0 stig í febrúar 1882,en þar var veðurfarsstöð,sem kölluð var,á vegum dönsku veðursstofunnar  frá 1878 til 1883 sem aðallega sá um að athuga um hafís og hitastigs athuganir.“

Í morgun klukkan níu á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var frostið komið niður í -5,6 stig. Þannig að það er farið að draga verulega úr frostinu. Lágmarks mælir við jörð fór niður í -14,5 stig aðfaranótt föstudagsins 6 desember.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Gunnar Njálsson-Gestur Sveinbjörnsson og Áslaug Guðmundsdóttir.
  • 24-11-08.
  • Árnes II-23-07-2008.
  • Reykjarfjörður-11-09-2002.
  • Kort Árneshreppur.
  • Unnið við kjöljárn,Ástbjörn og Sigursteinn.18-12-2008.
Vefumsjón