Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. júlí 2006 Prenta

Lítið að gera í hjólbarðaviðgerðum.

Jón við affelgun á dekki,mynd Þórólfur.
Jón við affelgun á dekki,mynd Þórólfur.
Sumarið 1996 byrjaði Jón Guðbjörn Guðjónsson með hjólbarðaviðgerðir í Litlu-Ávík.
Hann fékk sér þá loftpressu og affelgunarvél sem var erfitt að fá fyrir einna fasa rafmagn,enn tókst samt með hjálp góðra manna á þjónustusviði hjólbarða.
Nú hefur Jón verið með hjólbarðaþjónustu síðan,og þá mest um að vera á sumrin.
Enn nú í sumar er mjög lítið um að vera sem og í fyrra nema rétt eftir að heflaður er vegurinn tvisvar til þrisvar á ári,enn nú er allt dautt í þessum viðgerðum.
Ekki er það betri vegum um að (þakka)kenna heldur að fólk er betur útbúið í ferðalög á bílum núna.
Hjólbarðaviðgerðir Jóns Guðjónssonar hefur séð um að panta dekk með flugi á mánudögum eða fimmtudögum og með flutningabílnum á miðvikudögum og getur því útvegað dekk þrisvar í viku ef á þarf að halda.
Einnig hefur verið til flestar gerðir af slöngum í fólsbíladekk og tappar og fleira,enn viðgerðir á dekkjum felast nú mest á töppum innan og utanfrá í slöngulausum dekkjum.
Heyrst hefur að Jón muni hætta þessari þjónustu í haust eða um áramót.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Úr sal.Gestir
  • Sumt þarf að flytja í traktorsskóflum.06-09-08.
  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
  • Hrafn -og systkinin Guðbjörg og Guðmundur.22-08-08.
  • Ólafur Thorarensen-Gunnsteinn Gíslason-Njáll Gunnarsson og Guðlaugur Ágústsson.
  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
Vefumsjón