Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 27. apríl 2013 Prenta

Mjaldur við Bassastaði.

Mjaldur tekur stefnuna á kjörstað.
Mjaldur tekur stefnuna á kjörstað.
1 af 2
Mjaldur var að damla við Bekkina á Bassastöðum í morgun  um tíu leitið að morgni kjördags voru þessar myndir teknar en  þá var hann að leggja af stað að kjósa á Drangsnesi en líklega verður hann að kæra sig inn á kjörskrá því ekki var tekið eftir honum þar við yfirferð sveitarstjórnar  fyrir skömmu,hann er bæði þéttur á velli og sakleysislegur og svipar mjög til Sigmundar Davíðs enda lét hann ekki myndasmiðinn hafa nein  áhrif á stefnuna hélt bara sínu striki einbeittur hvernig sem að honum var sótt. Mjaldurinn er mjög sjaldséður við Ísland  heldur sig mest í norður Íshafinu enda vel feitur en fitan er líklega um 40 prósent af þunga dýrsins. Myndirnar tók Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Úlfar og Jón Guðbjörn.
  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
Vefumsjón