Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. október 2012 Prenta

Niðurgreiðslur til húshitunar.

Í skýrslunni leggur starfshópurinn til að jöfnunargjald verði lagt á um  áramót 2012/2013.
Í skýrslunni leggur starfshópurinn til að jöfnunargjald verði lagt á um áramót 2012/2013.
57. Fjórðungsþing Vestfirðinga, haldið á Bíldudal þann 4. og 5. október 2012 skorar á Alþingi að fara að tillögum varðandi jöfnun húshitunarkostnaðar sem starfshópur á vegum iðnaðarráðuneytisins hefur skilað í „Skýrslu starfshóps um breytingar á niðurgreiðslum til húshitunar (des 2011)" og tekur Fjórðungsþing Vestfirðinga eindregið undir þær tillögur sem þar eru settar fram.

Í skýrslunni leggur starfshópurinn til að jöfnunargjald verði lagt á um  áramót 2012/2013 samhliða endurskoðun á orkuskatti sem í dag er 0,12 kr/kWst. Í lögum um umhverfis- og auðlindaskatta segir að lög um orkuskatta falli úr gildi 31. desember 2012 (Lög nr. 129 23. desember 2009).  Starfshópurinn leggur til að í stað orkuskatts yrði lægra jöfnunargjald lagt á í staðin eða 10 aurar á hverja framleidda kílówattstund, 0,10 kr/kWst. Ályktanir á 57. Fjórðungsþingi Vestfirðinga má sjá hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn les af hitamælum.
  • Litla-Ávík 31-10-2007.
  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
Vefumsjón