Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. september 2010 Prenta

Ný stjórn og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Albertína Elíasdóttir var kosin nýr formaður Fjórðungssambands Vestfjarða.Mynd Skutull.is
Albertína Elíasdóttir var kosin nýr formaður Fjórðungssambands Vestfjarða.Mynd Skutull.is

Ný stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga var kjörin á 55. Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var á Hólmavík þann 3. og 4. september, s.l.  Í stjórn voru kjörin Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ísafjarðarbæ, Friðbjörg Matthíasdóttir, Vesturbyggð, Jón Jónsson, Strandabyggð, Ómar Már Jónsson, Súðavíkurhreppi og Sigurður Pétursson, Ísafjarðarbæ. Þingið kýs formann úr hópi stjórnarmanna og var Albertína Elíasdóttir, Ísafjarðarbæ kjörinn formaður. Í varastjórn voru kjörin þau, Baldur Smári Einarsson, Bolungarvíkurkaupstað, Birna Benediktsdóttir, Tálknafjarðarhreppi, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Ísafjarðarbæ, Jóna Benediktsdóttir, Ísafjarðarbæ og Sveinn Ragnarsson, Reykhólahreppi. 

Í fastanefnd um samgöngumál voru kjörin þau Elías Jónatansson, Bolungarvíkurkaupstað, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Tálknafjarðarhreppi, Guðbrandur Sverrisson, Kaldrananeshreppi og Gústaf Jökull Ólafsson, Reykhólahreppi. Til vara voru kjörin þau Guðfinna Hreiðarsdóttir, Ísafjarðarbæ, Eiríkur Kristjánsson, Reykhólahreppi, Jón Gísli Jónsson, Strandsbyggð og Magnús Ólafs Hansson, Vesturbyggð. Stjórn Fjórðungsambands Vestfirðinga velur einn fulltrúa úr stjórn sambandsins til að sitja í nefndinni, hann verður valinn á fyrsta fundi stjórnar.
Ályktun 55.Fjórðungsþings Vestfjarða má í heild sjá hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
  • Borgarísjakar útaf Felli 07-04-2004.
  • 29-12-2010.Borgarísjakinn Jóli ca 8km A af Reykjaneshyrnu.Myndin tekin á Reykjanesi.
  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
  • Unnið við sperrur.29-10-08.
  • Gengið forna götu yfir í Húsárdal.
Vefumsjón