Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. mars 2014 Prenta

Ofsaveður og fárviðri var í gær.

Skrifstofudyrnar fóru af í heilu lagi og rúðan brotnaði.
Skrifstofudyrnar fóru af í heilu lagi og rúðan brotnaði.
1 af 2

Það er óhætt að segja að ofsaveður og eða fárviðri hafi verið í gær,frá því í gærkvöld og fram á morgun. Samkvæmt mælum veðurstöðvarinnar í Litlu-Ávík var veðrið orðið klukkan 21:00 í gærkvöldi 23 m/s í jafnavind og kviður í 37 m/s í suðsuðvestan vindi,þetta er vindur yfir gömul tólf vindstig og telst fárviðri. Í morgun klukkan 06:00 var vindurinn á stöðinni Litlu-Ávík SSV 30 m/s í jafnavind og fór upp í 51 m/s í kviðum,sem er fárviðri,loks um sjöleitið fór að draga hratt úr vindstyrk. Sem betur fer hefur ekki frest af neinu stórtjóni en sem komið er,en hurð fauk af á gistiheimilinu Bergistanga þar sem Gunnsteinn Gíslason er með skrifstofuaðstöðu í sama húsi og gistiheimilið er í gamla frystihúsinu. Einnig fauk grindverk af verönd (sólpalli) hjá Þórólfi Guðfinnssyni við hús hans í botni Norðurfjarðar. Eitthvað hefur frest um annað lauslegt sem hefur færst úr stað. Menn eru sammála um að þetta sé eitt mesta suðvestan hvassviðri sem hefur komið lengi hér í Árneshreppi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
Vefumsjón