Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. mars 2009 Prenta

Rafmagnsleysi og rafmagnlaust á Krossnesi.

Frá Krossnesi.Myndasafn.
Frá Krossnesi.Myndasafn.
Miklar truflanir hafa verið hér í Árneshreppi frá því snemma í morgun og í allan dag.

Rafmagn fór af öllum Árneshreppi frá því rúmlega fimm í morgun og til rúmlega átta að mestu leyti,þá komst rafmagn ekki á fyrir norðan Mela.Síðan fyrir hádegið komst rafmagn á Norðurfjarðarbæjina en ekki á Krossnesi og sjónvarpsendurvarpsstöðina enn komst á sundlaugahúsið og Fell.

Síðan í hádeginu fór rafmagn af Drangsneslínu og meðan að verið var að koma henni inn sló alltaf út hér í hreppnum í um tvo tíma.Á þeyrri línu var ísing og sjávarselta.

Síðan hafa menn verið að vinna við að koma rafmagninu á Krossnes,aftengja bæjinn og prófa línuna án Krossness.

Rafmagn komst ekki á Krossnes nú undir kvöld,nú er keyrð þar rafstöð fyrir sjónvarpsendurvarpsstöðina sem er þar svo fólk geti horft á sjónvarp í kvöld.Hitaveita er á Krossnesi til upphitunar íbúðarhúss.

Nú eru menn frá Orkubúinu á Hólmavík á leið norður á snjósleðum og ætla að reyna viðgerð í kvöld.

Talsverð selta var á línum í morgun og gæti hún hafa ollið útslætti í fyrstu.

Að sögn Þorsteins Sigfússonar svæðisstjóra hjá Orkubúinu á Hólmavík hafa þetta verið viðburðaríkir dagar í viðgerðum hjá starfsmönnum Orkubúsins,mest fyrir vestan í Mjóafirði.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
  • Íshrafl við Selsker 22-08-2009.
  • Úlfar og Jón Guðbjörn.
Vefumsjón