Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. ágúst 2009 Prenta

Sædísin náði ekki metsumri með ferðafólk í sumar frá Norðurfirði á Horn-Strandir.

Reimar Vilmundarson kafteinn á skemmtiferðabátnum Sædísi ÍS-67.Mynd Jón G G litlihjalli.it.is
Reimar Vilmundarson kafteinn á skemmtiferðabátnum Sædísi ÍS-67.Mynd Jón G G litlihjalli.it.is
1 af 2
Áætlunarsiglingum þetta árið er nú lokið með Sædísinni ÍS 67 frá Norðurfirði á Hornstrandir og  er nú komin vestur til Bolungarvíkur og er klár í siglingar þar ef á þarf að halda.
Í sumar voru fluttir um 1700 manns sem er um fækkun að ræða á milli ára,enn í fyrra voru farþegar um 1800 manns en vont veður seinni hluta júlímánaðar á stærstan hlut í þeirri fækkun þar má nefna dæmi um að tveir 30 manna hópar urðu að afpanta og komust ekki norður á Horn-Strandir og höfðu ekki tækifæri nema á þessum tíma.Og einnig var  um að ræða smærri hópa og einstaklinga.
 Sædísin verður höfð klár til farþegaflutninga eitthvað fram í September en þá verður farið að huga að fiskveiðum en áætlað er að reyna vera á netum þennan veturinn.
;Að sögn Reimars Vilmundarsonar er hann mjög ánægður með sumarið og þótt ekki kæmu tvö ár í röð með metflutning ferðamanna þá er þetta mjög gott og farsælt sumar og öll er þessi ferðaþjónusta og framtímapantanir byggðar á að veður sé sæmilegt og gott í sjó;
Heimasíða Freydísar s/f sem gerir bátinn út er www.freydis.is 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Mundi og Björn fara að setja lista í loft:19-02-2009.
  • Ísjakinn 28-09-2017.
  • Seð yfir Trékyllisvík Litla-Ávík næst.
  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
Vefumsjón